Vildir þú, Stefán minn Jón, setja meiri peninga frá almenningi inn í Glitni ?

Ég hef verið mikill aðdáandi Stefáns Jóns og aldrei talið hann vaða í villu fyrr en með greinarskrifum í Fréttablaðinu í dag. Ekki meir Stefán ekki meir !

Þessi afsökun Samfylkingarmanna að kenna hruni bankanna um aðkomu Seðlabankans að Glitni er eins ódýr og þær geta gerst.

Glitnir var gjaldþrota; nýir eigendur Glitnis höfðu mokað út úr sjóðum félagsins öllu því sem til var og veðsett skelina upp fyrir sól og mána.

Stefán Jón minn var ekki nóg komið ? Þurfti ekki einhver að sýna það hugreki að stöðva þessa menn ? Ekki treysti foringinn þinn sér til þess, þrátt fyrir að henni hefði átt að vera ljóst fyrir næstum áratug að þarna fóru siðlausir viðskiptajöfrar.

Ekki réði ríkisstjórnin eða FME við að stöðva þessa mafíu sem augljóslega hafði hreiðrað um sig í öllum bönkum þessa lands og hertekið sparisjóðina.

Er ekki málið þetta, að eini dugandi aðilinn sem eftir var eftir allt Davíð Oddsson ? Forsetinn og formaður Samfylkingarinnar hafa gengið erinda þessara óreiðumanna í árafjöld.

Þrátt fyrir að Samfylkingin og Baugsmiðlar hafi lemstrað ímynd og mannorð hans tók hann af skarið. Bravó Davíð Oddsson en betur hefði verið að þú tækir af skarið mikið mikið fyrr. 

Stefán Jón getur þú svarað því hvað almennir lífeyrissjóðseigendur hafa tapað miklu vegna fyrrum eigenda Glitnis ? Átti Seðlabankinn að lána þeim meiri peninga ?

Eru menn galnir ? Ég trúi því að þetta útspil þitt í Fréttablaðinu sé vegna fjarlægðar við hið gjaldþrota Ísland og of mikilla tölvu- samskipta við formanninn þinn, sem veður þennan moðreyk og ætlar ekki að játa sig sigraða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já frænka þú virðist vita mikið um hvað er að gerast hér í þjóðfélaginu. Ég er sammáli því að ómaklega er vegið að manninu sem tók alla sína peninga heila 400 þúsund krónur þegar bankaeigundur í ríkisstjórninni tókst að breita lögum um eignarskyldu bankana. 

En er það satt sem orðrómur götunar segir okkur að Davíð komi til með að verða næsti formaður Framsóknarflokksins?

Offari, 27.12.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Það væri vonandi ! Hann er mikill framsóknar-maður hann Davíð og flokkurinn þarf góðan leiðtoga sem lætur ekki draga sig á asnaeyrum út og suður af gráðugu gengi siðblindra manna og kvenna.

Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Heidi Strand

Fjarlægðin gerir fjöllin blá S.J.H.
Tíminn hefur gefið mér skarpari sjón.

Heidi Strand, 27.12.2008 kl. 16:26

4 Smámynd: Ritrottan

Ritrottan, 27.12.2008 kl. 17:23

5 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Góð grein hjá þér Jónína.  Fólk er búið að vera dæma þig og rægja æru þína í mörg ár, en allt sem þú hefur verið að benda á er satt "því miður"  þú átt heiður skilið fyrir trú þína á að réttlætið sigri að lokum.

Einar Vignir Einarsson, 27.12.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Já ég hef fengið að finna fyrir innrásinni í líf einstaklinga sem voru "óþægir" Eitt er að heyra þetta frá ókunnugum en erfiðara þegar nánasta umhverfi legst í lið með PR mönnum Baugsmanna og Samfylkingarinnar. En ég tek því eins og hverju öðru. Takk Einar það er gott að fá stuðning núna því ég er rétt að byrja í Framsókn :-)

Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 19:40

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jónína allt er rétt  sem þú segir. En mikill er máttur mafíunnar eða skelin þykk á sumum sem virðast alldrei ná áttum og sætta sig við orðinn hlut.

Júlíus Björnsson, 27.12.2008 kl. 19:53

8 identicon

Jónína ef mig minnir rétt reyndir þú fyrir þér í prófkjöri sjálfstæðismanna? Náðir ekki kjörfylgi. Ég hef aldrei skilið hvernig þú kemst áfram sem einstæð móðir með"elegönsum" Klædd í dýrustu merkjum sagt þig einstæða móðir verið í fokdýru nám á Bifröst á sama tíma og þú hafðir ekki í þig og á. Veit að ég hugsa þetta ekki ein.

Fræddu konur um það hvernig þú ferð að þessu. Í fúlustu alvöru. Þetta brennur á allra vörum. Þú hlýtur að vera galdra kerling?..Hvað kostar önnin á Bifröst. Hvað kostar fötin sem þú ert í á myndum? Hvað kostar húsnæðið sem þú leigir?....Eitt brot af spurningum fyrir "væntanlega kjósendur þína. Djöfull sem þú skalt vera klár í fjármögnun?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Ari Jósepsson

Hvaða máli skiftir það hvar hún fær peninga eða ekki er það ekki hennar mál?

Hallgerður Petursdóttir ?

Ari Jósepsson, 27.12.2008 kl. 20:33

10 identicon

Nei Ari aldeilis ekki. Enda berst hún fyrir spillingunni ekki satt? Eða hver er trúverðuleiki fólks?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 20:37

11 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hallgerður mín spurningar þínar er þess eðlis að þær valda kátínu. Ég tel vissulega að hlutir eigi að vera gegnsæir.Enþú gengur of langt. Ég skal samt róa þig aðeins. En þú heldur þessum upplýsingum fyrir þig

Ég hætti hinsvegar sjálf í prófkjörinu í Sjálfstæðisflokknum. Það er því rangt hjá þér að segja að ég hafi ekki náð kjörfylgi. Þú þarft að passa hvað þú skrifa stelpa og fygljast betur með.

Ég hef margsagt söguna af því þegar eigandi hússins sem ég bý í kom með lyklana og bauð mér að leigja húsið og hann vill alls ekki að ég flytji út núna heldur. Við erum góðir vinir og mér þykir mjög vænt um þennan gamla mann sem reynst hefur mér og krökkunum svona gríðarlega vel. Hann er í raun eina hjálpin sem ég hef fengið.

Það er nefnilega til svona fólk þó það séu ekki margir slíkir.

Ég er í peysu á myndinni sem kostaði í Póllandi 1500 kr og á bíl sem kostar 2, 5 milljónir.

Ég hef ekki keypt mér húsgagn, sjónvarp né nokkuð annað síðan 2000.

Fyrirtækið mitt hefur gengið mjög vel, ég vinn við ráðgjöf hér heima þegar ég er ekki Póllandi og kenni í Öskjuhlíðarskólanum eins og ég get inn á milli.

Ég lifi ódýrt en er ekki að safna peningum heldur. Stofna ekki til skulda og enginn skrifar upp á lán fyrir mig. Ég er með fyrirtæki sem selur snyrtivörur og vítamín.

Ég hef alltaf bjargað mér sjálf, allt frá því að ég var 7 ára. En vonandi missir þú ekki svefn yfir dugnaði mínum og peningaviti. Ég vona að ég hafi fullnægt þessum kvenlega en jafnframt hallærislega þætti í hugsun þinni.

Ertu sáttari við mig núna eða telur þú að allt sem ég hef sagt og skrifað undanfarið sé þvæla og bankahrunið sé mér að kenna ?

Ég skal kenna þér að græða ef þú vilt ! Það má.

Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 21:04

12 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Kenndu mér líka, Jónína!  Money, money, money!

Mér þykir þú dugnaðarforkur og kona fylgin þér.  Það þarf sterk bein til að standast það sem þú hefur mátt þola.  En þetta með framsóknarflokkinn er "too much"!  OMG!  Hvernig dettur þér þetta í hug, kona? 

Auk þess að vera ótrúlega smart og flott kona eru líka vel með á nótunum og fróðlegt að lesa pistlana þína.  Takk fyrir mig!

Auður Matthíasdóttir, 27.12.2008 kl. 21:36

13 identicon

Stefán Jón virðist vera áttavilltur á orsök og afleiðingu.  Það að Seðlabankinn "stoppaði" Glitni leiddi af sér ótrúlega atburðarás.  Um það deilir enginn.  En orsökin er önnur og dýpri.  Annars var bankahrunið ekki eins tilviljanakennt og það lítur út fyrir að vera.  Seðlabankinn (og ákveðnir aðilar ríkisstjórnarinnar) voru búnir að ákveða atburðarrás.  Skotmarkið var alltaf Landsbankinn, sérstaklega vegna Icesave vandamálanna.  Glitnir var minnstur og viðkvæmastur og það var vitað að hann þyrfti aðstoð nokkrum vikum áður.  Glitnir varð fórnarlamb Landsbankans en Kaupþing átti að fá að lifa.  Lán Seðlabankans til þeirra staðfestir það.  Landsbankinn og Glitnir fengu neitun. Óvænt áras Breta snarsnéru síðan öllu í höndunum á ríkisstjórninni og við tók stjórnlaust tímabil.  Sem á vissan hátt stendur enn og leiddi af sér miklu meiri skaða en þurfti að vera þ.e. eignir almennings.

Annars er með öllu óskiljanlegt af hverju ekki voru sett lög um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingabanka í stjórnartíð Davíðs Oddssonar.  Við sameiningu t.am. FBA og Íslandsbanka, Búnaðarbanka og Kaupþings urðu stjórnendur fyrrum fjárfestingarbankanna einráðir við völd og gátu byrjað að gambla með sjóði almennings.  Bjarni Ármannsson frá FBA og Sigurður Einarsson frá Kaupþingi. Sem síðan misstu tökin í greipar útrásarvíkinga sem stjórnuðu útflæði fjármagns eftir hentugleika.

Annars fer gula 1500 kr. peysan þín þér afskaplega vel Jónína og óska ég þér ekkert annars en góðs gengis í stjórnmálaferli þínum hjá Framsókn.  Þar veitir ekki af því að moka út skít.  Sem þýða í raun ný tækifæri.  Þó ég sé ekki endilega alltaf sammála þér, ekki alltaf að "trúa þér", þá áttu skilið aðdáun fyrir óbilandi þrautseigju, baráttuvilja og réttlætiskennd við að upplýsa almenning um stöðuna, já a.m.k. eins og þú sérð hana.   Og gangi þér vel.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 22:10

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er reyndar sammála Stefáni Jóni.

Hitt veit ég að þú ert forkur dugleg. Og munt alltaf bjarga þér.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2008 kl. 22:32

15 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Stefáni Jóni með hvað ?

Jónína Benediktsdóttir, 28.12.2008 kl. 00:29

16 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

bankarnir eru ekki orsök kreppunar í landinu heldur er vöxtur og síðan hrun bankanna afleiðing lélegrar hagstjórnar bæði ríkisstjórna og seðlabanka, þe. ríkisstjórna Sjálfstæðismanna, Framsóknarmanna og Samfylkingar.  Davíð Oddsson er alls ekki saklaus og alls ekki maður sem getur leitt okkur út úr þessu.

Stefán Jón ætti að vita að það eru margir mánuðir síðan við fórum fram hjá 'point of no return'... ætli það sé ekki í oktober 2007 þegar lánakreppan byrjaði af alvöru. (hún byrjaði vorið 2007).

Það sem vantar er frumkvæði... en það hefur enginn stjórnmálamaður þorað eða getað sýnt hingað til, hvaða flokki sem hann tilheyrir, ekki heldur Davíð Oddsson.

Það vantar nýja menn (og konur) með þekkingu og getu til að leiða okkur áfram.  Vonandi berum við gæfu til þess að styðja þau áfram.

Gamla burt.. nýja inn!

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 00:29

17 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

ok...

Jónína Benediktsdóttir, 28.12.2008 kl. 00:37

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég las grein Stefáns Jóns og er sammála hnum að það "vantar" eitthvað...

Neyðarlögin voru tilbúin í sumar og notuð 6.okt!?

Af hverju voru þau tilbúin?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2008 kl. 01:34

19 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ríkisstjórnin sagði árið 2006 (þá Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur) að til væru áætlanir sem væri hægt að grípa til ef bankakerfið myndi hrynja... hvað plön voru það og voru þau ekki til fyrr en í sumar?  allt of seint? eða of fljótt?

Það sýnir sig að ríkisstjórnir síðustu ára (væntanlega síðan 1999) voru sofandi....   þarf lög til að bæta úr því(þe. lög á stjórnvöld) eða betra kosninakerfi?

hvaða leiðir sérðu til að fá betra fólk á þing?

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 01:46

20 Smámynd: Offari

Lúðvik mælti:

bankarnir eru ekki orsök kreppunar í landinu heldur er vöxtur og síðan hrun bankanna afleiðing lélegrar hagstjórnar bæði ríkisstjórna og seðlabanka, þe. ríkisstjórna Sjálfstæðismanna, Framsóknarmanna og Samfylkingar. Davíð Oddsson er alls ekki saklaus og alls ekki maður sem getur leitt okkur út úr þessu.

Þessu er ég ekki sammála. Hvorgi ríkistjórnin né Davíð Odsson höfðu völd til að stjórna bönkunum. Það voru bankarnir sem mistu stjórn á sjálfum sér. Þetta skelfilega hrun sá engin fyrir. Hagnaðartölur bankana voru það gígatískar að talið var ólíklegt að slík stórveldi gætu hrunið þótt fyrirsjánlegt væri að samdráttur væri.

Uppkeyrsla bankana á hlutabréfaverði er helsta ástæðan fyrir hruni bankana. Þeir bjuggu til markað sem ekki var til. Þegar markaður sem ekki er til hrynur kemur í ljós að ekkert er til. Blekkingin var stunduð af bönkunum sem svo flæktu sem flesta með sér í svindlið.

Með þessu móti tókst þeim að skella skuldinni á bæði stjórn og seðlabankastjóra. Svona lít ég á málið en hver veit kannski er það bara ég sem er heimskur.

Offari, 28.12.2008 kl. 01:58

21 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

ríkisstjórn og Seðlabanki hafa völd til að stjórna bönkunum með ýsmum ólíkum verkfærum, td. með því að takmarka útlán banka með hámarks lánahlutfalli(td. að leyfa ekki 100% lán) og bindiskyldu.

Ríkisstjórn og Seðlabanki eiga að stjórna peningamálum á Íslandi, það er þeirra hlutverk!

Hagnaðartölur bankanna fólust aðallega í gengishagnaði(af hlutabréfum og gjaldmiðlum), ekki rekstrarhagnaði, þannig að hagnaðurinn var brothættur og stoðir bankanna veikar.

Ríkisstjórnin hefur einnig stjórn á lánahlutfalli við hlutabréfakaup.  Hér á landi er lánahlutfallið mjög hátt, jafnvel 100% í sumum tilfellum.  Eðlilegt er að það væri 50%.

Lærðu menn ekkert af DeCode ruglinu?

Lúðvík Júlíusson, 28.12.2008 kl. 02:08

22 Smámynd: Offari

Það sem lærðist af DeCode ruglinu var að bankar sáu hvað auðvelt var að ginna fólk. Það lærðist líka að skuldsettir embættismenn voru viðráðanlegri en þeir sem voru skuldlausir. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En fyrir mér lítur þetta einna helst útfyrir að hér hafi verið starfrækt skipulögð ginning til þess eins að reyna að keyra verðin upp úr öllu valdi. Ég þori ekki að fullyrða neitt en ég held samt að bankarnir hafi frekar átt að setja sér reglur en að Ríkistjórnin eða seðlabankinn hafi átt að hugsa fyrir þá.

Offari, 28.12.2008 kl. 02:44

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það væri gaman að sjá Stefán minn Jón, svara þessu hér. Fínn pistill hjá þér Jónína.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 04:31

24 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ég ber mikla virðingu fyrir Stefáni Jóni og það var ill farið með hann í Samfylkingunni.

Jónína Benediktsdóttir, 28.12.2008 kl. 07:40

25 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem eru fylgjandi einkarekstri og mótfallnir forsjárhyggju annarra eftir 16 ára aldur telja að eigendurnir beri alfarið ábyrgð á sínum rekstri.

Hitt er annað mál hvort eftirlitsaðilar hafi ekki uppfyllt starfskyldur sínar sem kemur einkarekstrinum ekkert við. 

Fullur bílstjóri sem verður manni að bana er sekur en ekki fjársvelt lögreglan.

Júlíus Björnsson, 29.12.2008 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband