Formaður Framsóknarflokksins lét í ljósi stuðning við nýja ríkisstjórn forsetans.

Er þetta rétt hjá forsetanum Sigmundur Davíð ?

Við flokksbræður þínir eigum rétt á því að vita hvað fyrir þér vakir ? Af hverju ekki þjóðstjórn með þig sem forsætisráðherra ?

Þú þarft ekkert umboð kjósenda ef þú treystir þér til þess að vera formaður flokksins. Þjóðstjórn er eina vitið fram að kosningum annars er verið að búa spillingunni nýtt bæli.

Ég mótmæli stuningi Framsóknarflokksins við stjórn Samfylkingarinnar  sem er í tætlum. Til dæmis hafa Björgvin G og Ingibjörg Sólrún ekki rætt saman síðan í desember samkvæmt mínum heimildum.

Sigmundur Davíð þetta er prófraun á styrk þinn og sjálfstæði  gagnvart spilltum öflum úr gamla Kaupþingi; dekurfyrirtæki forsetans og Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigmundur Davíð hefur með loforði sínu um stuðning við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vg fellt sitjandi ríkisstjórn á erfiðustu tímum í sögu þjóðarinnar og þar með unnið skemmdarverk.

Hann hefur líka útilokað Framsókn frá samvinnu við aðra flokka en þessa tvo um langa framtíð.

Pólitíkin er minnug sem fíll.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Dagurinn er ekki liðinn en ég vona að hann átti sig á þessari stöðu Heimir minn.

Jónína Benediktsdóttir, 27.1.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hann áttar sig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.1.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Heyr, heyr Jónína.  Sammála í öllu hér.

Sigurður Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband