Saga Baugs /til hjálpar ríkisstjórninni sem nú er á leið til Bretlands að ná í líkið. Líkið er komið til Íslands. Það heitir í dag Hagar.

Til fróðleiks fyrir ríkisstjórnina.
Síðasti gjörningurinn sem fékk að viðgangast merkir að það er ekkert fyrir ríkisstjórnina að sækjast eftir. Það er búið að taka allt sem bitastætt er í og setja inní Haga.

 

Saga
1989 - Bónus stofnað
Bónus er stofnað af feðgunum Jóhannesi Jónssyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Fyrst er opnuð ein Bónusverslun í Reykjavík en innan þriggja ára eru Bónusverslanir komnar um allt land. Það er skiljanlegt þar sem grundvöllurinn í hugmyndafræði Bónus er að bjóða ætíð lægsta vöruverðið á íslenskum matvörumarkaði. Fyrirtækið hefur enda margsinnis verið kosið vinsælasta fyrirtæki landsins í skoðanakönnunum Frjálsrar verslunar.

1992 - Hagkaup eignast 50% í Bónus
Eigendur Hagkaupa eignast 50% hlut í Bónus.

1993 - Bónus og Hagkaup
Bónus og Hagkaup setja á laggirnar innkaupa- og vörudreifingarstöðina Baugur.

1994 - Fyrsta verslun í Færeyjum
Bónus opnar fyrstu verslun sína í Færeyjum síðla árs 1994 með Jákub A. Dul Jacobsen, eiganda Rúmfatalagersins hf. Í dag á Baugur 50% hlut í SMS, samtals 8 verslanir, þar af 6 Bónusverslanir og tvo stórmarkaði.

1998 - Bónus og Hagkaup sameinast
Bónus og Hagkaup sameinast undir nafninu Baugur. Baugur yfirtekur rekstur matvöruverslana Hagkaupa, Nýkaupa, Bónuss og Hraðkaupa, auk innkaupa- og dreifingarfélagsins Aðfanga. Jón Ásgeir Jóhannesson verður strax forstjóri sameiginlegs félags. Baugur eignast síðan Vöruveltuna og 10-11 verslanirnar.

2001 - Bonus Dollar Stores
Baugur festir kaup á lágvöruverðskeðjunni Bill’s Dollar Stores og Bonus Dollar Stores. Baugur dregur sig hins vegar út úr rekstri í Bandaríkjunum til að einbeita sér að aukinni sókn inn á Bretlandsmarkað.

2002 - Baugur verður Baugur Group
Nafni Baugs er breytt í Baugur Group hf. og farið er að undirbúa skipulagsbreytingar innan fyrirtækisins.

2003 - Baugur afskráð
Eignarhaldsfélagið Mundur gerir yfirtökutilboð í Baugi á genginu 10,85 og í kjölfarið er félagið afskráð úr Kauphöll Íslands. Mundur er m.a. í eigu Jóhannesar Jónssonar, stjórnarmanns í Baugi Group, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra félagsins, Kristínar Jóhannesdóttur, stjórnarmanns, Ingibjargar Pálmadóttur stjórnarmanns og Hreins Loftssonar, stjórnarformanns félagsins.

2003 - Baugur Group eignast Hamleys
Baugur Group eignast bresku leikfangaverslanakeðjuna Hamleys og eignast einnig meirihluta í tískukeðjunni Oasis Stores og heilsuvörukeðjunni Julian Graves.

2003 - Baugur Group eignast hlut í Frétt ehf.
Baugur Group eignast hlut í Frétt ehf. sem gefur út Fréttablaðið og DV. Seinna það sama ár eignast Baugur Group 21% hlut í Icelandair og yfir 90% hlut í tölvufyrirtækinu Aco/Tæknivali. Í desember eignast Baugur svo fjölmiðlafyrirtækið Norðurljós og eykur hlutafé sitt þar um 2 milljarða króna.

2004 - Baugur Group eignast 30% Norðurljósa og Fréttar
Baugur Group eignast 30% hlutafjár í sameinuðu fyrirtæki Norðurljósa og Fréttar. Við samruna félaganna og eignarhald Baugs Group upphefst óvægin pólitísk umræða um eignaraðild á fjölmiðlum. Ríkisstjórn Íslands leggur fram frumvarp til laga um eignarhald fjölmiðla sem eru samþykkt á Alþingi þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir í samfélaginu. Mikil og almenn mótmæli fylgja í kjölfarið og að lokum eru lögin felld úr gildi. Í október kaupa Norðurljós 35% hlut í Og Vodafone. Í lok ársins er hins vegar gengið frá kaupum Og Vodafone á Frétt og Íslenska útvarpsfélaginu, dótturfélögum Norðurljósa. Hlutur Baugs Group í sameinuðu félagi er 24,6%.

2004 - Kaup fest á Magasin Du Nord
Baugur Group eignast, í samstarfi við aðra fjárfesta, TH. Vessel & Vett sem rekur m.a. Magasin Du Nord, þekkta stórverslun í Danmörku. Magasin var stofnað árið 1868 og rekur nú 6 deildarskiptar stórverslanir.

2004 - Big Food Group fjármögnun
Baugur samþykkir að fjármagna kaupin á stórfyrirtækinu Big Food Group sem rekur matvörufyrirtækin Iceland, Booker og Woodward. Með þessum samningi er Baugur Group komið í hóp stærstu einkafyrirtækja á Bretlandsmarkaði með samanlagða veltu sem nemur rúmlega 800 milljörðum íslenskra króna.

2004 - Goldsmiths og MK One
Fjárfestingar Baugs Group utan Íslands aukast verulega þegar Baugur Group kaupir ráðandi hlut í Goldsmiths og MK One. Baugur hefur einnig umsjón með kaupum Oasis á Karen Millen, auk yfirtökutilboðsins í Big Food Group. Þá er gengið frá stofnun hlutabréfasjóðsins Ice Capital þar sem Baugur Group er stærsti einstaki fjárfestirinn.

2005 - Yfirtaka Big Food Group
Baugur Group tekur yfir starfsemi Big Food Group.

2005 - Mosaic Fashions
Mosaic Fashions, sem á og rekur kvenfataverslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles, er fyrsta skráða félagið í Kauphöll Íslands með erlendan uppruna auk þess að vera eina skráða félagið sem stundar smásöluverslun. Baugur Group ásamt Kaupþing og stofnendur Karen Millen, Kevin Stanford og Karen Millen, eru stærstu hluthafar Mosaic Fashions
.
2005 - Baugur eignast 30% í Keops
Baugur kaupir 30% hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins félag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð.

2005 - Baugur Group eignast Jane Norman
Baugur Group og Kaupþing Banki eignast Jane Norman, tískuverslunrakeðjuna, frá Graphite Capital fyrir 117.4 milljónir punda.

2005 - Baugur Group kaupir Woodward Foodservice
Baugur Group og Talden Holding kaupa matvælafyrirtækið Woodward Foodservice af Giant Bidco. Woodward hefur á boðstólum fjölbreytt úrval matvæla, þar á meðal ferskan fisk og kjöt, frysta, kælda og innpakkaða matvöru fyrir veitingahús, krár, hótel og skóla um allt Stóra-Bretland.

2005 - Baugur Group eignast 80% í ILLUM
I-Holding ehf, Baugur Group, Straumur fjárfestingabanki og B2B Holdings, eignast 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteigninni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið.

2005 - Baugur eignast Merlin
Baugur Group, ásamt öðrum fjárfestum, eignast dönsku raftækjaverslanakeðjuna Merlin.

2005 - Baugur eignast 22% í Nordicom A/S
Baugur Group og Vagner Holding kaupa 22% hlut í skráða, danska fasteignafélaginu Nordicom A/S.

2005 - Baugur Group eykur hlut sinn í FL Group
Baugur Group eykur hlut sinn í FL Group.

2005 - Baugur Group eignast Mappin & Webb
Baugur Group eignast Mappin & Webb, einn helsta smásöluaðila í Bretlandi er sérhæfir sig í hágæðaúrum og skartgripum.

2005 - Baugur Group eignast Whittard of Chelsea
Baugur Group festir kaup á breska te- og kaffifélaginu Whittard of Chelsea.

2006 - Fasteignafélagið Stoðir eignast Atlas Ejendomme A/S
Fasteignafélagið Stoðir kaupir Atlas Ejendomme A/S í Kaupmannahöfn. Atlas Ejendomme A/S er eitt af stærstu fasteignafyrirtækjum Danmerkur í einkaeigu. Fyrirtækið fjárfestir í og leigir út skrifstofuhúsnæði af öllum stærðum og gerðum, vörugeymslur og atvinnuhúsnæði bæði í miðborg Kaupmannahafnar og Stór-Kaupmannahöfn.

2006 - Baugur Group opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn
Baugur Group opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn við Snaregade 12.

2006 - Baugur Group eignast 26% hlut í Wyevale Garden Centres
Baugur Group eignast 26% hlut í bresku garðyrkjukeðjunni Wyevale Garden Centres.

2006 - Baugur UK flytur í nýtt húsnæði
Baugur UK Ltd flytur inn í nýtt húsnæði við 89 New Bond Street.

2006 - Baugur Group eignast House of Fraser
Baugur Group festir kaup á bresku vöruhúsakeðjuna, House of Fraser.

2006 - Baugur Group eignast 50% í DAY BIRGER et MIKKELSEN
Baugur Group og B2B Holdings eignast 50% hlut í danska tískuvörumerkinu DAY BIRGER et MIKKELSEN

2006 - Samstarf við All Saints
Baugur Group hefur samstarf við breska tískuhúsið All Saints og eignast hlut í fyrirtækinu

2007 - Endurskipulagning af fjárfestingarstarfsemi
Baugur Group endurskipuleggur fjárfestingarstarfsemi fyrirtækisins í Retail, Property & Investments og Media & New Ventures

2007 - Baugur eignast Eik
Baugur Group, FL Group, Fjárfestingafélagið Primus ehf. og Saxbygg ehf. festa kaup á fasteignafélaginu Eik

2007 - Baugur eignast 33% í HUMAC
Baugur Group kaupir þriðjungshlut í HUMAC

2007 - Skipulagsbreytingar hjá Baugi Group
Baugur Group tilkynnir umtalsverðar skipulagsbreytingar sem gerðar eru með það fyrir augum að gera stjórnun félagsins enn skilvirkari en áður í fjölþættri sókn þess á alþjóðavettvangi. Jón Ásgeir Jóhannesson tekur við sem starfandi stjórnarformaður. Við starfi forstjóra tekur Gunnar S. Sigurðsson, sem hingað til hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Retail fjárfestingasviðs.

2007 – Booker skráð á AIM
Leiðandi heilsöluaðili í Bretlandi, Booker Group plc, er skráður á AIM-markað Kauphallarinnar í London.

2007 – Endurfjármögnun Iceland og Jane Norman
Baugur Group lýkur við endurfjármögnun matvörufélagsins Iceland og tískufyrirtækisins Jane Norman.

2007 – Yfirtaka á Mosaic Fashions og Keops
Mosaic Fashions er afskráð af OMX-kauphöllinni. Fasteignafélagið Stoðir lýkur við yfirtöku á danska fasteignafélaginu Keops og afskráir Keops af OMX.

2007 – £1 milljón á ári til kolefnisjöfnunarverkefnis á vegum Clinton-Hunter Development Initiative
Baugur Group skuldbindur sig til að leggja £1 milljón árlega til kolefnisjöfnunarverkefnis á vegum Clinton-Hunter Development Initiative og ríkisstjórnarinnar í Rúanda.

2007 - Hlutafjáraukning FL Group
FL Group eykur hlutafé og styrkir fjárhagslega stöðu sína gengum fjárfestingu í fasteignafélögum Baugs Group. Kaupin eru fjármögnuð að fullu með útgáfu nýs hlutafjár og er Baugur nú stærsti hluthafi FL Group. Einnig tekur Jón Sigurðsson við starfi forstjóra FL Group.

2008 - Baugur og Jane Shepherdson kaupa Whistles af Mosaic Fashions
Baugur Group gengur frá samningi við Jane Shepherdson, fyrrum vörumerkjastjóri Topshop, um að kaupa Whistles út úr Mosaic Fashions. Shepherdson verður forstjóri félagsins. Með henni í framkvæmdastjórn verða Keith Wilks fjármálastjóri og Jo Farrelly markaðsstjóri, sem bæði unnu með Shepherdson hjá Topshop. Saman munu þremenningarnir stjórna hinu nýja fyrirtæki eftir kaupin út úr Mosaic.

2008 - Baugur Group lýkur endurskipulagningu á starfsemi sinni
Baugur Group lýkur endurskipulagningu á eignasafni sínu á þann veg að félagið einbeitir sér alfarið að fjárfestingum í smásölu. Baugur selur í því samhengi fjárfestingar sínar í fjölmiðlum, tækni og fjármálum til tveggja nýrra, sjálfstæðra félaga.

2008 - Baugur Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands
Árið 2008 hlaut Baugur Group Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir forystuhlutverk sitt í íslensku útrásinni og þann einstaka árangur sem fyrirtækið hefur náð í sölu- og markaðsmálum í verslunarrekstri á heimsvísu.

2008 – Endir bundinn á 20 ára smásöluverslun á íslandi
Baugur Group batt endi á 20 ára sögu í smásöluverslun á Íslandi með því að selja eignarhaldsfélagið Haga, þá stoð félagsins sem annaðist smásöluverslun á Íslandi. Kaupendur stærsta hlutarins í Haga voru Bónusfjölskyldan, stofnendur Baugs. Þessi sala var lokaskrefið í mikilli endurskipulagningu Baugs, sem hefur leitt til þess að félagið einbeitir sér nú að sínu sérsviði, sem er smásöluverslun. Áður hafði félagið selt breska matvælafyrirtækið Woodward Foodservice og bresku heildsölukeðjuna Booker.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Er mögulegt að næst verð Baugslokkurinn í framboði?

Offari, 27.12.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Offari góðu hættu þessum feluleik. Hann er hallærislegur nú á tímum.

Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Offari

Feluleikurinn fær að halda áfram út árið.   en ef þú ert forvitn þá heiti ég Starri og ég reikna með því að þú munir eftir mér frá þínum æskuslóðum.

Offari, 27.12.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Gaman að vita það Starri frændi !

Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband