Trúverðugur Framsóknarflokkur.

Ég átti von á því að flokkurinn stækkaði en ekki svona hratt. Það er gleðilegt að sjá í könnun að fylgi flokksins hefur aukist um 14% á örfáum vikum. Úrtöluraddir þeirra sem sögðu það ómögulegt að byggja nýtt stjórnmálaafl á gömlum gildum og á gamalli kennitölu höfðu einfaldlega rangt fyrir sér.

Aldrei, góðir Íslendingar, hefur verið meiri þörf á stefnu Framsóknarflokksins og því duglega fólki og forustu sem nú situr á alþingi og vinnur nú að stefnumótun og stjórnlagabreytingum.  Höskuldur, Eygló og annað kraftmikið fólk mun ásamt formanninum, Sigmundi Davíð, sýna þjóðinni fram á nýjar leiðir til þess að endurreisa íslenskt samfélag. Flokkurinn er sá eini sem boðar breytingar. Hinir hakka í sama farinu og hafa fátt nýtt fram að færa, eða svo virðist vera.

Til hamingju framsóknarmenn það fer ekki á milli mála að kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálum öfgastefnunnar, til hægri eða vinstri, hvað þá úrræðaleysi og karlaklíkum sem ganga erinda auðmanna, blokka í viðskiptalífinu og formanna almenningsfélaga sem misnotað hafa aðstöðu sína með sukki bankanna. 

Það er mikil ábyrgð á núverandi stjórnvöldum og þau verða að slíta stjórnarsamstarfinu og ný forusta framsóknarfólks þarf að taka við skútunni. Með hverjum ?

Það er álitamál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Sæl Jónina ert ekki á leið í framboð það vantar dugnaðar manneskju í flokkinn okkar xB

Sigurbjörg Níelsdóttir, 22.1.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei það var heldur aldrei meiri þörf fyrir Framsóknarflokkinn en þegar hann kom kvótanum á og gekk Bush á hendur.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Til hamingju Jónína og framsóknarfólk!

Ég heyri aðra "tóna" frá Framsókn og bara fagna því!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.1.2009 kl. 19:23

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvernig heldur þú að þjóðin fyrirgefi framsókn stuðningsyfirlýsinguna við stríðsbröltið í Írak. Það drýpur blóð úr hverju spori sem flokkurinn hefur stigið eftir það.

Ég er mjög hissa á þér Jónína að mæla með þessum flokki sem kom Íslendingum í hóp stríðsglæpamanna og illmenna. Það þýðir ekkert að bera fyrir sig að búið sé að skipta um fólk.

Stefnan er sú sama, tækifærissinnuð hentistefna, valdapot og flokkadráttur og fólkið sem studdi skelfinguna er það sama sem nú er verið að reyna að plata aftur í dauðvona skrokk flokksins.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 02:20

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Thetta er rangt hja ther Svanur minn. Thad skiptir engu mali hver fortidin var. Framsoknarflokkurinn er ekki med hentistefnu heldur sveigjanlega stefnu sem hentar adstaedum i dag. Ekki vera hissa a mer komdu med okkur i vidreisnarflokkinn sem a eftir ad setja haefileikarikt folk i ondvegi.

Jónína Benediktsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Framsóknarmenn studdu ekki Íraksstríðið. Þar voru eingöngu Halldór og Davíð að verki. yfir 90% Framsóknarmanna studdu það ekki. Það var akkurat sú stefna sem við kvöddum rækilega á flokksþingi... svo rækilega að það hafa allir tekið eftir því.

Svanur minn þú skallt lesa stefnuna sem kom út úr helginni. Þá sérðu að það urðu breytingar.

Kv.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 09:07

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Halló, halló.

Útrásarvíkingar Kaupþings banka tengjast allir, eða tengdust framsóknarflokknum.  Ætlið þið að neita því að Finnur Ingólfs, Óli Ólafs, Siggi Einars, svo ég tali nú ekki um Tryggva Jóns, hafa allir komið nálægt framsókn.  '

Getið þið staðfest hér og nú að þessir menn komi ekki nálgt nýja flokknum ykkar.

Og 1 spurning í lokin til þín Jónína.  Ert þú sátt við tilboð nýja flokksins um að verja vinstri stjórn falli, þ.e. halda hlífiskildi yfir Samfylkingunni (Baugsflokknum) þannig að hægt verði að reka Davíð Oddsson úr Seðlabankanum, manninn sem þú telur (eins og ég) að hafi alltaf haft rétt fyrir sér, en enginn hlustaði, því miður.

Sigurður Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 10:36

8 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Við getum ekki komið í veg fyrir að þeir kjósi flokkinn en það er alveg ljóst að flokkurinn sagði skilið við frjálshyggjuna.

Yfirskrift þingsins var staðfest í ályktunum. Til upprifjunar var yfirskriftin: Manngildi ofar auðgildi.

Það var og er einlægur vilji Framsóknarmanna að skapa nýja framtíð.

Auðvitað þarf ný forusta að sanna sig og við skulum því bíða og sjá en ég hef trú á þeim.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 23.1.2009 kl. 10:48

9 Smámynd: corvus corax

"Manngildi ofar auðgildi" er þetta ekki gamalt slagorð frá Flokki mannsins. Og var ekki framsóknarrotþróin með slagorðið "Fólk í fyrirrúmi" þegar Halldór landráðamaður Ásgrímsson stal þjóðareign og gaf auðmönnum og sjálfum sér í kvótahlutum? Það er flott byrjun hjá uppvakningum framsóknar að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Til helvítis með framsókn!

corvus corax, 23.1.2009 kl. 11:14

10 Smámynd: Guðlaugur Jónasson

Til Hamingju Jónína, þú hafðir alveg rétt fyrir þér, vona að Ungir og nýjir Framsóknar menn haldi vel á spilum og sparki út restinni af spillingaröflum í flokknum, ef það tekst mun Framsókn fara í 30% fylgi eða meir, heyri á flestum að menn eru mjög ánægðir með þetta. 

Guðlaugur Jónasson, 23.1.2009 kl. 14:10

11 Smámynd: Kristján Þór Gunnarsson

Stjórnarflokkarnir 2 geta lært mikið af niðurstöðu landsfundar Framsóknarflokksins. Ég tel að fylgisaukninguna meigi alls ekki þakka einhverri gjörbreyttri stefnumótun. Hún er fyrst og fremst til komin vegna " hreinsunar " á þeim ráðamönnum flokksins sem voru viðriðnir stjórnarsamstarf síðustu ríkisstjórna. Sigmundur Davíð er " óspilltur " og afstaða Framsóknarmanna sjálfra kristallast bezt í því að Páll Magnússon fær í raun sneypulega kosningu. Þessi " hreinsun " Framsóknarflokksins gefur breyttri stefnu aukið vægi og trúverðugleika. Ekki má heldur gleyma því að fylgi flokka eykst yfirleitt í framhaldi af landsfundum.

Spurningin er nú sú; hvort stjórnarflokkarnir dragi lærdóm af þessu og hreinsi til í sínu liði ?

Kristján Þór Gunnarsson, 23.1.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband