Fyrsta skrefið í viðreisn er nýr gjaldmiðill; að Ísland taki upp Bandaríkjadollar og finni nýjan bandamann í Obama sem fyrst.

Loksins er glæta komin í hvítahúsið, vona og bænarsvar í hverfulum heimi.  Ef marka má ræðu Barack Obama í gær við innsetningu er enn von í annars vonlitlum heimi frjálshyggju og glannaskapar.

Obama heillaði flesta með ótrúlegri staðfestu, ákveðinni bjartsýni en umfram allt með gríðarlegum karlisma og leiðtogahæfileikum. Svona ræða hefur ekki heyrst í áratugi á vettvangi stjórnmálanna.

Ég legg til að við Íslendingar leitum að nýju í fyrrum bandamenn okkar í Bandaríkjunum. Leggjum okkar að mörkum sem þjóð sátta og samninga heimsálfanna í milli. Þannig erum við vel staðsett.

Við getum hinsvegar ekki gengið fram með ofbeldisfullum mótmælum og öfgum sem skila engu nema neikvæðri ímynd og skelfdum börnum og unglingum ef við vilum vinna sem þóðr friðarins.

Hverslags fyrirmynd er þetta fólk, sem hagar sér svona , framtíðaríbúum Íslands ? Svo er þetta sama fólk að mótmæla stríðum og yfirgangi annarra þjóða. Er svo ekkert skárra sálft !

Þetta er yfirgangur sem stjórnast af hvatvísi og hugsanaleysi. Hættið þessu mótmælendur, svona villimennska gerir þjóðinni erfiðara fyrir !

Nei við getum rétt við Ísland með nýjum gjaldmiðli og nýjum bandamönnum. Það getur gerst hratt og við losnum við að fara á hnjánum inn í bandalag við Evrópu sem hvort eða er gæfi engan afslátt á náttúruauðlindum Íslands frekar en að rétta okkur aðstoð á erfiðum tímum eða setja á okkur hryðjuverkalöggjöf.

Í fljótu bragði virðist mér þann bandamann vera að finna í Obama, vonarstjarna annars galins heims.

Vinir mínir, hagfræðingar vestanhafs, sem vel til þekkja, telja að ræða Obama í gær hafi einkennst af Búddisma. Það er gott ef svo er og einhversstaðar stendur í gömlum spádómum að nýr leiðtogi muni rísa og verði hann hafinn yfir öll trúarbrögð eða pólitískar stefnur.

Það skildi þó aldrei vera að nýir tímar nálgist hraðar í heiminum og þá jafnvel á Íslandi en áður leit út fyrir. 

Við framsóknarmenn viljum nýtt kerfi, nýtt skipulag og nýja ríkisstjórn. Hugmynd mín um dollara hef ég ekki viðrað við flokksfélaga en geri það hér með á blogginu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég veit ekki ég held einhvernveginn að gjaldmiðlaskipti sé einhver töfralausn á vandamálinu. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á en ef við hefðnum skipt um gjaldmiðil áður en krónan féll hafði skaðin verið minni.  En að skipta út krónu þegar hún er á botninum gerir bara illt verra.

Offari, 21.1.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvernig er það, ef Bandaríkin myndu ákveða að ráðast inn í annað land, Íran, Norður-Kóreu, eða hvaða hentuga blóraböggul sem þeir finna, til að styrkja við gengi dollarans:

Væri Ísland ekki nauðbeygt til að styðja það stríð til að allt hryndi ekki hér (aftur), værum við búin að taka upp bandaríkjadal sem gjaldmiðil?

Theódór Norðkvist, 21.1.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Ari Jósepsson

Eg marka á Reykjanes hrygginn þá tilheirum við Bandaríkjamönnum meira enn Evrópu

Ari Jósepsson, 21.1.2009 kl. 14:32

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af hverju ertu ekki á þingi fyrst þú ert með lausnirnar svona á hreinu. Það þarf ekki fleiri kverúlanta hér Jónína. Þú ert ekkert annað og munt ekki taka nokkra ábyrgð ef þér yrði falin hún í þessu ástandi, heldur hlaupa af hólmi.

Allt í lagi að viðra hugmyndir og skoðanir, en þá á maður líka að skoða þá kosti, sem maður er að gapa um er það ekki?

Kíktu á þetta og komdu svo aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 22:01

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held nú að Bandaríkjamenn eigi nóg með sitt. Obama er með einhvern risastóran pakka fyrir fyrirtækin í USA ofan á allt sem búið er. Held að þeir eigi erfitt með að bæta okkur við á spena aftur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.1.2009 kl. 22:13

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ekki $ Jónína mín !   Við erum Evrópuþjóð og eigum, þrátt fyrir bága stöðu, ekki að gerast ríki í USA.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 04:37

7 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

dollarinn er ekki stöðugur gjaldmiðill, alltaf á röltinu,nær að taka upp norska krónu

Sólrún Guðjónsdóttir, 22.1.2009 kl. 10:55

8 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Evropa Amerika, Astralia. Astandid er thannig i heiminum ad heimsalfur skipta engu mali lengur heldur traust. Eg treysti Obama betur en nokkrum odrum thjodhofdingja i dag. Svo kemur i ljos hvernig hann er. Norsk krona, thad gaeti lika hjalpad reyndar.

Jónína Benediktsdóttir, 23.1.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband