Framtíð Íslands og veikindi stjórnmálamanna.

Ég meina það af hlýhug að veikindi stjórnmálamanna eru alvarlegri en ágreiningsmál í hita leiksins á vettvangi stjórnmálanna. Ég harma það ef menn misskilja þann hlýhug. Geir og Ingibjörg Sólrún hafa bæði margt gott gert þó svo að gagnrýnin hafi verið sterk á aðgerðaleysi og ráðaleysi.

Framtíð Íslands er í höndum almennings sem með blóði tárum og svita þarf að vinna upp traust og atvinnulíf heillar þjóðar. Það er undir okkur komið að hér sé lífvænlegt. Við byggjum ekki upp traust með ofbeldisfullum mótmælum.

Látum í okkur heyra á vettvangi stjórnmálanna en ekki með árásum á lögregluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heyr heyr

Anna Guðný , 25.1.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband