Að finna sitt hlutverk í lífinu.

Ég er mikið að hugleiða hlutverk mitt í lífinu. Tími til kominn!! Það er gríðarlega mikilvægt fyrir mig að átta mig á því. Ég reyni að bera mig ekki saman við nokkra aðra manneskju. Mér er alveg sama þó aðrir séu betri en ég og einnig ef aðrir stíga feilspor. Ég reyni hvorki að ala á hroka né minnimáttarkennd. Mín sál hefur sitt sérstaka hlutverk. Ég skal finna það.

Eftir að hafa séð Latravitata fannst mér lífið vera hálfgert leikrit, en ég áttaði mig, þegar ég kom inn á Næstabar eftir óperuna, sá ég annað leikrit. Drykkjan sú sama lygarnar þær sömu, blekkingin sú sama. Það var gott að komast heim í Sunnudags-Moggann. Laugardagskvöld án Sunnudags- Moggans eru lengi að líða hjá þeim sem búa einir.

Lífið  býður hverjum og einum að velja sitt hlutverk, að velja sinn réttmæta stað í tilverunni. Í sólinni núna er hlutverkið að dáðst að fegurðinni í náttúrunni.

Mig langaði að deila þessu með ykkur kæru bloggvinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

" Eftir að hafa séð Latravitata fannst mér lífið vera hálfgert leikrit "

Já en Jónína þetta er leikrit og handritið erum við að skrifa sjálf, aðeins í núinu er það ekki virkt, ef við förum handan hugans þá getum við séð í gegnum þetta.

Svo er enginn betri en annar, öll erum við einstök og komin hingað á eigin forsendum en ekki annarra. Spurningin er fyrir hvert og eitt okkar að komast að því: Hver er ég og hvers vegna er ég hér?

Já í sólinni núna ........

with love, vilborg 

Vilborg Eggertsdóttir, 3.3.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband