Reykingar fátíðari ? Menntað fólk að reykja minna !

Sumum rannsóknum trúi ég bara alls alls ekki. Eftir að hafa verið sjálf í Háskóla, gengið framhjá menntaskóla daglega, verið innan um unglinga og kvennahópa og verið á fjölmennum ráðstefnum þá get ég ekki séð reykingar fátíðari. Mér finnst þvert á móti miklu fleiri vera kærulausir með reykingarnar.

 

Eitt getur að vísu hafa haft áhrif á samdráttinn, reykleysið á skemmtistöðum. Ég fagna því hinsvegar ef þessi rannsókn er rétt. Móðir mín dó ung af völdum krabbameins sem að öllum líkindum má rekja til reykinga.

Ég skil að vísu ekki fyrstu setninguna í þessari frétt en Mogganum getur líka orðið á í skrifum sínum. Vantar sennilega orð inn í setninguna. Við bloggarar fyrirgefum þeim það þó fólkið sé á launum við að skrifa og því hægt að gera meiri kröfur. Það vantaði nú marga stafi á forsíðu 24 Stunda í fyrradag.  

Menntað fólk reykir minna! Vonandi er það ekki bara að reykja eitthvað annað. 


mbl.is Reykingar eru orðnar fátíðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband