Færsluflokkur: Bloggar
27.2.2008 | 12:57
Edda Heiðrún Bachman selur heilsusamt súkkulaði
Í verslun Eddu Heiðrúnar Bachman leikonu og athafnakonu, á Hverfisgötunni, er hægt að kaupa heilsusamt súkkulaði.
Edda Heiðrún hefur hannað þarna búð sem vert er að heimsækja. Það eru mjög góð andoxunarefni í súkkulaðinu hennar auk bætiefna sem laga til í blóðinu. Súkkulaðið sem hún selur er vandað og hefur ekkert af hertum, skertum eða eitruðum efnum í því.
Holt dökkt súkkulaði er gefið sjúklingum á pólska heilsuhótelinu okkar eftir strangar krabbameinsmeðferðir t.d. en einnig þeim sem eru blóðlitlir.
Verslunin "Súkkulaði og Blóm" selur líka bókina "Eitt augnablik" . Ótrúleg bók sem Lótushús gefur út.
Þar stendur meðal annars:
"Ef ég álít að aðrir séu betri en ég getur það valdið slíkri gremju að ég get ekki beðið eftir að þeir stígi feilspor svo að ég fái tækifæri til að benda öðrum á veikleika þeirra." bls. 78
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 11:52
The secret....Bréfið sem mér barst....
Það er svo ótrúlegt með lífið að þegar þú síst væntir einhvers þá rúllar svarið við spurningunni upp í hendurnar á þér. Í morgun þegar ég fór útfyrir þægindaramann, óþægilega, leiðinnlega, þá fór ég á netið til þess að leita mér af einhverju sem gæti ýtt mér upp úr þægilegu hjólfari. Þá koma til mín tölvupóstur sem ég birti hér fyrir neðan.
The secret virkaði svo sannarlega hjá mér í morgun því ef það er eitthvað sem ég á erfitt með þá er það að stunda Yoga. Mig vantar boltann, spinninghjólið, skíðin....
Ég get ekki beðið eftir því að þjást í ofvirkni minni innan um allt þetta rólega og yfirvegaða fólk. Þægindaramminn víkkar svo um munar yogahelgina miklu. Nú er lag að koma sér yfir næstu hindrun.
Skráning er hjá Áslaugu í síma 6948475.
Bréfið sem mér barst er þetta:
Heil og sæl.
Okkur er það sönn ánægja að upplýsa nánar um komu Ashutosh Muni til Íslands. Hann er einstök sál, hugljómaður maður sem hefur náð ótrúlega langt á leið sinni til aukins andlegs þroska. Hann er munkur sem gefur kærleika sinn skilyrðislaust og allt sem hann kennir. Við erum mjög blessuð að fá að njóta nærveru hans þessa helgi 14. - 16. mars.
Dagskrá:
Föstudagur 14. mars:
18.00 19.00 húsið opnar - skráning
19.00 21.30 fyrirlestur með Ashutosh Muni
Laugardagur 15. mars:
06.30 07.00 Arati
07.00 08.00 jóga
09.00 13.00 fyrirlestur með Ashutosh Muni
13.00 14.00 hádegismatur
14.00 18.00 fræðsla með Ashutosh Muni
19.00 21.30 Satsang, samvera í söng og dansi
Allir velkomnir á Satsang
Vinsamlega sendið póstinn áfram til þeirra sem hugsanlega hafa áhuga
kær kveðja
Undirbúningshópurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 08:52
Þægindaramminn óþægilegi.
Eitt af því mikilvægast sem ég hef upplifað nú síðustu daga er litlaus þægindarammi. Þægindarammi er það sem fólk gerir án áreynslu eða án þess að þurfa að upplifa eitthvað nýtt, lesa um eitthvað nýtt, læra eitthvað nýtt eða þá framkvæma eitthvað nýtt.
Sjálf vil ég helst alltaf:
Vera heima. Í stað þess að fara í langan göngutúr snemma eða í World Class.
Lesa blöðin til hádegis. Í stað þess að lesa skólabækurnar.
Hlusta á alla fréttatímana. Mannskemmandi að hlusta of mikið á fréttir. Stressandi.
Lesa allar tilkynningarnar til Kauphallanna. Eins og mér komi þetta við.
Vera á náttfötunum að drollast frameftir. Eitthvað með náttföt og mig!
Tala við vinina í símann. Sérstaklega þær sem búa í útlöndum. Í stað þess að tala við þá sem vinna með mér.
Drekka morgunkaffið (einn bolli á dag er gott) í klukkutíma. Gæti svo sem skellt því í mig og gert eitthvað meira uppbyggjandi.
Fara í sund kl. 11.30 og hanga í heitu pottunum og gufu (þá eru svo fáir í lauginni og ég fæ túðuna ein) Í stað þess að synda eins og óð manneskja til þess að koma mér í betra form.
Allt líf mitt er eitthvað svo áreynslulaust. Það sem ég hinsvegar þarf að gera er allt annað.
Ég skal komast út fyrir þægindarammann!
Nú er ég að skrá ýmsa þætti sem eru fyrir utan þægindarammann. Hluti sem ég bara verð að gera til þess að líf mitt verði litríkara og til þess að ég fylgi þeirri skoðun minni að ég uppskeri eins og ég sái.
Ég skal, ég get og ég vil. Í morgun vaknaði ég t.d. mjög snemma. Góð byrjun á nýju lífi.
Gaman væri að heyra hvar ykkar rammi byrjar og hvar hann endar. Það þykir gott að breyta einu atriði í einu og temja sér það í mánuð áður en nýtt er tekið inn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 06:20
Að vera í vatni er vatnslosandi.
Vatn og þá um leið sund /böð hefur örvandi áhrif á sogæðakerfi líkamans. Sogæðakerfið er viðkvæmt fyrir röngu mataræði, streitu, bólgum, og toxískum eiturefnum sem hlaðast upp í líkamanum.
Þegar við mannfólkið lifum og högum okkur af vansæmd hvað mat og drykk varðar stíflast sogæðakerfið og við tútnum út, líður illa í liðum, finnum fyrir vefjagigt (léleg hreinsun úrgangsefna) þyngjumst og lítum illa út almennt.
Við þessu bregðast margar margar margar konur sérstaklega og taka þvagræsilyf.
Önnur ódýrari og heilbrigðari leið, án aukaverkana, er einfaldlega þessi:
FARÐU Í SUND! ALLA DAGA SUND! Bara smá stund jafnvel, bara í heitapottinn og gufu t.d.
Í vatninu fer sogæðakerfið af stað, vegna utanaðkomandi þrýstings sem vatnið gefur og heitt og kalt vatn til skiptis, eða enn betra snjóböð gætu komið þessu vandamáli í lag með tímanaum.
Auk þess sem að drekka grænt te, ómengað vatn, rauðrófusafa, sítrónusafa, engifersafa, sellerísafa og um leið sleppa "plastmat" eins og pólsku læknarnir kalla það. "Plastmatur" er fæði sem hefur langt geymsluþol auk þess að vera ólífrænt með öllu eins og um steinategund væri að ræða. G vörur t.d. eru dæmi um ólífræna fæðutegund sem sest að í sogæðakerfinu. Mjólkin sem fólk setur út í kaffið sitt á vinnustöðum og í bönkum. Mjólkin sem hefur lífstíma lengri en fólkið sem hana drekkur.
Hvaða sjúkdóm þarf fólk að fá til þess að sjá í gegnum svona matvöru ? Sogæða sjúkdómar virka ekki einir og sér svo mikið er víst. Þá fær maður bara þvagræsilyf. Eða ?
Í sundlauginni minni er líka nuddtúða sem kemur kerfum líkamans til þess að hreinsa sig en til þess að það virki vel allt árið miðað, við lífstíl hinnar breysku konu, þarf maður að fara í sund daglega helst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 21:59
Jónína Ben. Nýtt vinsælt blogg!
Takk fyrir móttökurnar á heilsublogginu mínu. Það er gaman að sjá áhugann og ég vona að hægt verði að hafa vitræna umræðu um málefnin og að fólk dæmi ekki meðferðina í Póllandi út frá einhverjum illum tungum um mig persónulega. Það væri synd því margir hafa fengið bót meina sinna eins og lesa má á detox.is
Velkomin á síðuna mína og ég kem með nýtt spennandi efni á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 16:44
Súrt í magann.
Svo virðist sem nútímamatarvenjur hafi útilokað allan súran og jafnvel gerjaðan mat. Þetta er alvarlegt og kemur í veg fyrir eðlilegar sýrur í metingavegi og þörmum. Hér er t.d. mælt með því að fólk borði súrar gúrkur. Það er auðvelt að láta þær gerjast með pínu ögn af hrásykri og einni brauðsneyð (gróf) í talsverðu af vatni.
Þetta er fínt að borða eftir nokkra daga.
Einnig er rauðrófudjúsinn pólski (drukkinn alla morgna á detoxhótelinu í Póllandi) þvílíkur lífsgjafi. Hann læknar og linnir þjáningum. Uppskriftin er hér:Skerið niður 5 rauðrófur (þvoið vel og haldið hýðinu á) í sneiðar. Setjið í leirmót. Hellið yfir 2 lítrum af vatni og skerið þrjá heila hvítlauka bara í tvennt, þarf ekki að afhýða, og setjið útí. Setjið síðan eina grófa brauðsneið efst í krukkuna og látið standa í 4 daga. Blandið síðan smá engifer útí og drekkið alla morgna það sem eftir er ólifað.Andoxunarefnin í rauðrófunum sem og hvítlaukurinn og engiferinn bæta veikt ónæmiskerfi velmenningar samfélagsins og koma í veg fyrir sjúkdóma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 15:31
Rækjurnar í Bónus.
Vil benda á langbestu rækjurnar á markaðinum. Það eru rækjurnar í bláu ógegnsæu pokunum í Bónus. Ódýrar og gríðarlega stórar og góðar. (Látið þiðna í ísskápnum yfir nótt.)
Rækjur geta verið nammi og þeim má velta þurrum upp úr möluðum hnetum og smá chillí. Steikja jafnvel létt við hægan hita. Eða nota sítrónu og hvítlauk út á rækjusalat. Þá fer ónæmiskerfið á rétta braut og tekur á sjúkdómum sem algengir eru á þessum árstíma.
Einfalt og gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2008 | 14:19
Nafnlausir bloggarar ?
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
26.2.2008 | 13:42
24 Stundir. Auglýsingar eða raunveruleg heilsuumfjöllun ?
Bendi á heilsuumfjöllun í 24 stundum í dag.
Margt merkilegt og vísindalegt en einnig ýmislegt misvísandi.
Það er vont þegar auglýsingar verða að blaðagreinum eða kynningum því fólk heldur að þar sé vönduð blaðamennska að baki en ekki hrein sölumennska. Jóhanna Ingvarsdóttir blaðamaður á Mogganum er sá blaðamaður sem hvað vönduðust er í heilsuskrifum sínum.
Umfjöllun Lýðheilsustöðvar og Hólmfríðar Þorgeirsdóttur um sykurinn er góð. En þar sem fram kemur að maður þurfi ákveðið magn af sykri á dag þá er sú umfjöllun mjög misvísandi.
Sykur er ekki sama og sykur.
Við þurfum engan hvítan eða unninn sykur, Aldrei!
Þvert á móti er sykur og sætuefni stór hættuleg heilsu manna. Sykur er skaðlegri heilsunni en hert dýrafita að mati margra sérfræðinga. Insúlínframleiðslan eykur á offituna þegar fólk borðar sætindi.
Kolvetni þurfum við hinsvegar að fá og þau fáum við úr ýmsum áttum en best eru þau beint úr náttúrunni.
Korn og trefjar t.d.
Í Póllandi lærir fólk að neyta réttra kolvetna sem um leið auka á orkubúskapinn séu þau borðuð reglulega yfir daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað finnst fólki um mjólkurauglýsingarnar ?
Lýðheilsustöð á að kæra svona einhliða áróður.
"Þeir sem drekka mjólk fitna síður"
"Ljótt fólk drekkur ekki mjólk"
Hver komst að þessum niðurstöðum og hvað fékk hann í laun ?
Er hægt að bjóða Íslendingum upp á hvaða bull sem er þegar heilsan er annars vegar ?
Kálfar drekka mjólk og ungabörn móðurmjólk.
Það er eðli náttúrunnar!
Mitt ráð til fullorðinna er að drekka ekki mjólk og neyta ekki mjólkurmatar nema þá í eins upprunalegu formi og til er. Rjómi (ekki fituskertur), smjör, hreint skyr, hrein jógúrt, nýmjólk, feitir ostar til hátíðarbrigða er eitthvað sem efnaskiptakerfi líkamans gæti ráðið við. Sykurinn í mjólkurvörum og geymsluþolefni og matreiðsla G vara er krabbameinsvaldandi, veldur ofvirkni og athyglisbresti, kemur í veg fyrir eðlilega meltingu og skemmir ristilinn.
Auglýsingarnar um mjólkina eru þær verstu sem komið hafa í íslensku sjónvarpi að mínu mati. Fyrir utan að ég hef aldrei séð svona ljótt og óheilbrigt fólk á Íslandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)