Súrt í magann.

Svo virðist sem nútímamatarvenjur hafi útilokað allan súran og jafnvel gerjaðan  mat. Þetta er alvarlegt og kemur í veg fyrir eðlilegar sýrur í metingavegi og þörmum. Hér er t.d. mælt með því að fólk borði súrar gúrkur. Það er auðvelt að láta þær gerjast  með pínu ögn af hrásykri og einni brauðsneyð (gróf) í talsverðu af vatni.

Þetta er fínt að borða eftir nokkra daga.

Einnig er rauðrófudjúsinn pólski (drukkinn alla morgna á detoxhótelinu í Póllandi) þvílíkur lífsgjafi. Hann læknar og linnir þjáningum. Uppskriftin er hér:Skerið niður 5 rauðrófur (þvoið vel og haldið hýðinu á) í sneiðar. Setjið í leirmót. Hellið yfir 2 lítrum af vatni og skerið þrjá heila hvítlauka bara í tvennt, þarf ekki að afhýða, og setjið útí. Setjið síðan eina grófa brauðsneið efst í krukkuna og látið standa í 4 daga. Blandið síðan smá engifer útí og drekkið alla morgna það sem eftir er ólifað.Andoxunarefnin í rauðrófunum sem og hvítlaukurinn og engiferinn bæta veikt ónæmiskerfi velmenningar samfélagsins og koma í veg fyrir sjúkdóma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband