Nafnlausir bloggarar ?

Hverjir bera ábyrgð á nafnlausum bloggurum ? Flottur dómur.
mbl.is Sekur um meiðyrði á bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki málið að kæra Össur líka? í þessari frétt er talað um ærumeiðingar og tilhæfuleysi, ég veit ekki betur en að okkar ágæti ráðherra (já ráðherra) gerði nákvæmlega þetta við Gísla Martein. Tek það fram að ég er ekki að bera þessi ummæli saman, er að segja að ærumeiðingar og tilhæfuleysi eiga við í báðum bloggunum, hjá þessum ákærða og Össuri að mínu mati.

Hannes Valur (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þeir bera væntanlega jafnmikla ábyrgð á sjálfum sér og hinir sem skrifa undir nafni

Brjánn Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Sigrún mín, fólk skrifar nafnlausar svífyrðingar um fjölda fólks sem mér finnst ótrúlega ómerkilegt og aulalegt. hver ber ábyrgð á slíkum ærumeiðingum ? Það var nú allt of sumt sem ég var að spyrja um. Er það iptalan sem gildir eða fjölmiðillinn sem birtir bloggin nafnlausu ?

Jónína Benediktsdóttir, 26.2.2008 kl. 15:02

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvar í ósköpunum kemur fram að þessi einstaklingur sé nafnlaus? Nú er hann dæmdur fyrir rétti og því snýst þetta bara alls ekkert ekki um nafnleysi. Tal um nafnleysið er fyrir löngu komið yfir á stig hræðsluáróðurs og fóbíu; það er ekkert nýtt undir sólinni að menn og konur skrifi undir höfundanafni. Svæsnasta síða sem ég hef séð er undir fullu nafni þar sem svífyrðingum er ausið yfir alla. Segi ekki hver það er.

Ein regla er greinileg, sem er að innihaldsríkustu bloggin eru skrifuð undir nikki.

Þau innihaldslausu leyfa ekki komment af hræðslu við að heyra sannleikann ;-) 

Kv.

Ólafur 

Ólafur Þórðarson, 26.2.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jújú, það er næstum allt rekjanlegt.

Elías Halldór Ágústsson, 26.2.2008 kl. 15:54

6 Smámynd: Anna Guðný

Skil alveg hvað þú ert að meina Jónína. Hef oft verið undrandi á því hvað sumir þora að tjá sig um sín hjartans mál hérna og taka sjensinn á því að fá ja bara skítkast frá óhamingjusömu fólki sem hefur ekkert betra með tímann að gera en að flakka á milli bloggsíðna og öfundast út í líðan eða aðstæður annarra. En ég tek ofan fyrir þér.

Anna Guðný , 26.2.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég held að það sé útilokað að Hæstiréttur staðfesti þetta. Miðað við mína reynslu þá viðhafði Gaukur leyfilegan og lögmætan GILDISDÓM. Þótt fast sé að orði kveðið þá hygg ég að dómaframkvæmd (Hæstaréttar) muni staðfesta þennan skilning minn og tala um þjóðfélagsumræðu og gefin tilefni.

Friðrik Þór Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 16:24

8 identicon

Reyndar er ég mjög hissa reyndar Jónína á að enginn hafi lögsótt þig fyrir ærumeiðandi orð miðað við þennan dóm  hér á blogginu. Mér finnst þetta gott mál þessi dómur, löngutímabær þar sem fólk er ekki leyft að láta skítaorð ganga yfir jón jónsson út í bæ bara sisona.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:49

9 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ég hef ekki verið með persónulegar ærðumeiðingar Magga Ó þó svo að ég hafi verið gagnrýnin á viðskiptalífið, Framsóknarflokkinn. En ég hef verið að svara fyrir mig, vissulega, þó svo að ég sjái það núna að það var ekki til neins. Þú mátt ekki trúa öllu sem þú lest í blöðunum heldur mín kæra.

Jónína Benediktsdóttir, 26.2.2008 kl. 16:55

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

að skrifa undir nafni er engin trygging fyrir að maður sé sá sem maður segist vera.

Þegar fólk skráir sig á bloggið þarf það að gefa upp kennitölu, nafn og netfang. það er þó engin trygging fyrir að fólk gefi upp réttar upplýsingar. það má gefa upp rangt nafn, ranga kennitölu og nota eitthvert anon-netfang úti í heimi, sem verður óvirkt skömmu eftir að skráningin hefur verið staðfest gegn um póst.

ætli einhver að hafa í frammi skítlegt eðli, er ekkert sem getur tryggt að hann verði að gera það undir réttu nafni, því miður.

eina raunhæfa leiðin hér til að rekja uppruna færslu eða athugasemdar, er að rekja IP-töluna.

Brjánn Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 17:00

11 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Þekki það vel Brjánn! Sumir blogga í gegnum Kína og það er vonlaust að hafa upp á þeim.

Jónína Benediktsdóttir, 26.2.2008 kl. 17:11

12 identicon

Senjora,Jónína velkomin aftur í bloggheima,kveðja Númi nafnlausi.

Númi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 18:30

13 identicon

Þetta fer aldrei gegnum Hæstarétt. Hvað þá þessi gígantíska summa sem maðurinn á að fá í miskabætur. Hún er meira en menn fá eftir að hafa lent í stórfelldum líkamsárásum.

Sigurgeir (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:07

14 Smámynd: Sævar Einarsson

Brjánn Guðjónsson Það er frekar einfalt að skrifa níðingsummæli með tilbúnu nafni og smella því inn í gegnum opið þráðlaust net nágrannans eða opnum heitum reitum nú eða bara nota open proxy, það er frekar vonlaust að rekja það og ég efast um að það sé hreinlega hægt.

Sævar Einarsson, 26.2.2008 kl. 20:44

15 identicon

Björn Bjarna virðist vilja ritskoða allt netið og þá sérstaklega þá sem nota alias og gera grín að samborgurum...
Annars hafa mestu níðingarnir hér talað undir fullu nafni...
Íslendingar eru klikk ef þeir samþykkja ritskoðun yundir svona formerkjum

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:10

16 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Komdu nú með tilvitnanir sem eru persónulegar. íslendingar eru ekki klikk en nafnlausir Íslendingar eru dónar.

Björn þekkir það á eigin skinni hvaða viðbjóður fer á netið í nafnleynd, jú hann þekkir líka viðbjóð undir nafni líkt og þann sem Jói í Bónus ældi hér út fyrir kosningar af því Björn vildi ekki láta af rannsókn sem hann hefur samt ekkert með að gera. 

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 10:32

17 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Nei en mér fannst þessi aðför að Birni ómerkileg. Bitur er ég alls ekki en vil ekki svona samfélag. Það er að fólk telji sig geta gengið fram með frekju endalaust. En ég skil við hvað þú átt Helgi minn. Auðvitað á ég aldrei að nefna nafnið Jói í Bónus.

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:47

18 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Helgi er ekki erfitt að stofna blogg fyrir 1 færslu til þess að verja einn mann og gagnrýna Sóleyju Tómasdóttur. Reyndu nú að skrifa meira inn á bloggið þitt. Mig langar að kynnast  hugmyndum þínum betur.

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:48

19 Smámynd: Tiger

 Hæ, ég heiti tigercopper - ég er nörd. 

Mér finnst að engin ætti að geta skrifað inn á bloggið athugasemdir - nema vera bloggandi líka. Í fínu lagi að heita "tigercopper" en skilyrði að vera með smá blogg á bakvið sig til að hægt sé að mynda sér smá skoðun á viðkomandi. Þannig gæti maður séð og myndað sér skoðun á viðkomandi og áttað sig á því hvers vegna athugasemdin er eins og hún er. Bloggið mitt hérna er t.d. bara grín eða á léttum jákvæðum nótum - þannig að mínar athugasemdir eru léttar og nördalegar.

Þannig væri líka hægt að skoða málefnaáhuga þeirra sem eru með skítkast og hægt að athuga hvort viðkomandi sé yfirhöfuð svaraverður eða bara enn einn skítkastarinn sem þorir engu nema í algeru nafnleysi.

  

Tiger, 27.2.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband