Færsluflokkur: Bloggar

Innfrarauður hitaklefi. Hvað er nú það ?

Mikið hefur verið spurt út í detoxmeðferðina í dag og er fólk forvitið um innfrarauðan hitaklefa sem farið er í daglega í Póllandi á undan nuddinu. Innfraraut ljósið virkar þannig að líkaminn hitnar innanfrá og er ljósið alfarið skaðlaust en þess í stað vinnur bug á bólgum og örvar blóðrásina og þannig losnar fólk frekar við vöðvabólgur, gigt og aðra sjúkdóma sem tengjast slæmu sogæðakerfi og eða bólgum.Fólk situr bara með blað eða bók, nakið, í klefanum og eftir 20 mínútur sprettur svitinn út, þrátt fyrir að lítill hiti er inní klefanum. Meðferðin er hluti af heildar detoxmeðferðinni og mjög áhrifarík.

 

 


Lýsi og Bíó-Bú jógúrt gegn beinþynningu.

backtop5

Nú þegar sólin hefur ekki beint gengið fram af okkur með nærveru sinni þurfum við að taka D vítamín til þess að nýta það kalk sem fengið er úr matnum. Best er að fá D vítamínið í litlum þorskalýsisperlum frá Lýsi hf.Á krukkunni stendur að það nægir að taka 3 perlur. Fullvaxið fólk á að þola 5 slíkar á dag.

Í Bónus má kaupa lífræna jógúrt sem er algjört æði. Jógúrtin er eins tær og hún verður. 

Semsagt lýsi og Bíó- Bú jógúrt gegn beinþynningu og kalkskorti.

 

 

backtop5

24 Stundir í dag!

backtop2

Auðvelt er að velta fyrir sér því sem í boði er á Heilsuhótelinu Elf í Póllandi út frá auglýsingu Planet Pulse International á bls. 8 í 24 stundum í dag.

Nuddið á hótelinu kostar 1300 kr. klukkutíminn og mælt er með því að fara í 10 nudd meðan á dvölinni stendur. Nuddararnir eru ótrúlega vel menntaðir og þekking þeirra og innsæi standa undir væntingum okkar Íslendinga. Þær eru miklar þar sem íslenskir nuddarar eru einstaklega góðir flestir hverjir.

 Aðrar meðferðir eru á svipuðu verði. Það er mikið úrval af meðferðum á þessu hóteli þó maturinn sé sá sami og stuðst er við  kenningar Dr. Dabrowsku um hreinsun líkamans út frá læknisfræðilegum hugmyndum.

 Saltklefinn gerir fólki gott, því saltið hreinsar öndunarleiðirnar og var mikið notaður hér á árum áður. Ég ætla að segja meira frá saltklefum í fyrirlestrunum sem ég held á Akureyri 9. mars, Ísafirði 13. mars og í Reykjavík 14. mars.Nánar má lesa um fyrirlestrana í 24 stundum í dag á síðu 8. Velkomin!! Póllandsfarar eru sérstaklega velkomnir og gaman væri að heyra þeirra sögu á fundunum.

 

 

Planet Pulse Internatioanl heitir fyrirtækið mitt sem sér um meðferðirnar í Póllandi Icelandair sér um férðatilhögun. Síminn þar er 5050300

Næsta meðferð hefst 29. mars og allar meðferðirnar standa yfir í 2 vikur.

 


Gaman að vera frumkvöðull í heilsurækt nú þegar heilsan er sett í hásæti ríkisstjórnarinnar.

Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan karlmaður var handtekinn fyrir að skokka á götum Reykjavíkur og færður á Klepp ! Nú er öldin önnur eins og grein Heilbrigðisráðherra og Menntamálaráðherra bera vott um í Morgunblaðinu í dag. Ísland er á iði! Hreyfing er nauðsyn en maturinn skiptir þó ekki síður máli.

Í 25 ár hef ég verið frumkvöðull að ýmsum heilsunýjungum á Íslandi: Jane Fonda, Eróbikk, pallaleikfimi, spinning, 8 vikna námskeiðum, einkaþjálfun, hágæðaheilsurækt, SPA meðferðum, einkaþjálfaraskóla, heilsuræktarkeðju og núna detoxmeðferðum.

Ég hef unnið náið með mörgu fólki sem nú trónir á toppnum í heilsuræktarrekstri.

Fólk eins og Ágústa Johnson og Björn Leifsson, Anna Borg og Goran M, Yesmin og Gunnar á Nordica og fleiri og fleiri sem annað hvort hafa lært í FIA skólanum eða ég hef unnið náið með. Ég lít yfir farinn veg og brosi. Svo margt skemmtilegt og einnig miðurskemmtilegt hefur gerst en þetta er lífsmyndin. Stundum gaman stundum ekki.

Svo fæ ég iðulega minn skerf í áramótaskaupinu þegar ég hef kynnt eitthvað nýtt til sögunnar. Nú síðast ristilskolanir áður var Helga Braga á spinninghjóli að borða pulsu. Nú finnst öllum spinning eðlilegasti hlutur og hágæða heilsurækt og SPA eins sjálfsagt og útihlaupin eru orðin. Sennilega þarf maður að vera dauður til þess að fólk kunni að meta frumkraft og nýsköpun.

Veit það ekki. Það kemur í ljós.

Detoxmeðferðir eru aldagamlar og hafa þekkst í öllum menningarsamfélögum, einnig hér á landi. Meðferðin byggir á sérstöku mataræði eða föstum undir eftirliti lækna og hjúkrunarfólks, nuddara og íþróttafræðinga.

Ég var valinn atvinnurekandi ársins í Helsingborg Svíþjóð fyrir uppbyggingu hennar á Aktiverum. Aktiverum þótti skara framúr sem heilsuræktarstöð í Svíþjóð og er rekstur hennar er áfram sterkur í dag.

Þar starfa enn nokkrir Íslendingar. 


Næsta póllandsferð í detox verður 29. mars. Laus herbergi!

Það er enn laust í detoxferðina 29. mars. Þeir sem vilja komast með er bent á að hafa samband við Flugleiði 5050300 og bóka flugið.

Detoxmeðferðin er sérstaklega hjálpleg þeim sem þjást af allri  gigt, síþreytu, mígreni,offitu, ristilvandamálum og eins þeim frísku í fjöri sem setja heilsuna ofar öllu.Detoxmeðferðin er frí sem aldrei gleymist. Þeir sem vilja hætta að reykja ná gríðarlegum árangri með aðstoð læknanna í Póllandi.

Velkomin á detox.is


Þakklæti og pólitík.

Oft gleymi ég að sýna þakklæti. Gleymi öllu því frábæra fólki sem gerir lífið dásamlegra í dag en það var í gær. Ég hlakka til morgundagsins til þess að getað sagt þessum vinum mínum hvað ég er þakklát að eiga þá að. Fólk sem dæmir ekki, sýnir skilning og umburðalyndi því að víst erum við öll breysk. Svo breysk að á köflum gnæfa gallarnir yfir kostina. En bara um stundar sakir. Svo áttum við okkur á því sem skiptir máli.

Það er hálfvitagangur að halda að fólk sé fullkomið, bæði að halda það og ætlast til þess. Hitt er svo annað mál að þegar egóið er eina vörnin þá getur maður ekki átt von á góðu. Við óttumst mest að einhver ráðist á egóið okkar því þar felum við okkar innri mann. En markmiðið er jú að losna við egóið.

Ég þakka fyrir góðan dag í dag í það minnsta. 

Mér finnst stórmerkilegt að þegar ég argaþrasast út í pólitík og viðskiptalífið heimsækja fleiri þúsundir síðuna á dag en þegar ég fjalla um heilsuna þá er rólegt. Sennilega er ég skemmtilegri leiðinleg.... Smile Vinsælli í það minnsta ef heimsóknir á bloggin merkja þá eitthvað á annað borð.


Að finna sitt hlutverk í lífinu.

Ég er mikið að hugleiða hlutverk mitt í lífinu. Tími til kominn!! Það er gríðarlega mikilvægt fyrir mig að átta mig á því. Ég reyni að bera mig ekki saman við nokkra aðra manneskju. Mér er alveg sama þó aðrir séu betri en ég og einnig ef aðrir stíga feilspor. Ég reyni hvorki að ala á hroka né minnimáttarkennd. Mín sál hefur sitt sérstaka hlutverk. Ég skal finna það.

Eftir að hafa séð Latravitata fannst mér lífið vera hálfgert leikrit, en ég áttaði mig, þegar ég kom inn á Næstabar eftir óperuna, sá ég annað leikrit. Drykkjan sú sama lygarnar þær sömu, blekkingin sú sama. Það var gott að komast heim í Sunnudags-Moggann. Laugardagskvöld án Sunnudags- Moggans eru lengi að líða hjá þeim sem búa einir.

Lífið  býður hverjum og einum að velja sitt hlutverk, að velja sinn réttmæta stað í tilverunni. Í sólinni núna er hlutverkið að dáðst að fegurðinni í náttúrunni.

Mig langaði að deila þessu með ykkur kæru bloggvinir.


Reykingar fátíðari ? Menntað fólk að reykja minna !

Sumum rannsóknum trúi ég bara alls alls ekki. Eftir að hafa verið sjálf í Háskóla, gengið framhjá menntaskóla daglega, verið innan um unglinga og kvennahópa og verið á fjölmennum ráðstefnum þá get ég ekki séð reykingar fátíðari. Mér finnst þvert á móti miklu fleiri vera kærulausir með reykingarnar.

 

Eitt getur að vísu hafa haft áhrif á samdráttinn, reykleysið á skemmtistöðum. Ég fagna því hinsvegar ef þessi rannsókn er rétt. Móðir mín dó ung af völdum krabbameins sem að öllum líkindum má rekja til reykinga.

Ég skil að vísu ekki fyrstu setninguna í þessari frétt en Mogganum getur líka orðið á í skrifum sínum. Vantar sennilega orð inn í setninguna. Við bloggarar fyrirgefum þeim það þó fólkið sé á launum við að skrifa og því hægt að gera meiri kröfur. Það vantaði nú marga stafi á forsíðu 24 Stunda í fyrradag.  

Menntað fólk reykir minna! Vonandi er það ekki bara að reykja eitthvað annað. 


mbl.is Reykingar eru orðnar fátíðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlestur á Akureyri 9. mars kl. 16.00 í Háskólanum.

Akureyri er að mínu mati einn fallegasti bær sem ég kem til.

Ég hafði nú hugsað mér að eyða efri árum mínum þar og gerði upp fallegt hús með útsýni yfir fjörðinn, en þau plön fóru á annan veg. Nú hef ég hinsvegar ákveðið að heimsækja Akureyri og vera með fyrirlestur í Háskólanum um detoxfræðin og kenna fólki hvernig auðveldlega er hægt að ná heilsu og bæta lífstíl sinn.

Fyrirlesturinn minn verður sunnudaginn 9. mars kl. 16.00-18.00 í Háskólanum.

Ég tek með mér skíðin og vona að enn verði snjór í fjallinu þar sem ég keppti á skíðum oft og iðulega sem barn og unglingur. Þvílíkir tímar. Það var svo gaman!

Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og fólk er beðið að taka með sér skriffæri og pappír.


4. vitnisburður um meðferðina í Póllandi.

Ester Guðmundsdóttir 55 ára atvinnurekandi

Ég fékk ferðina í jólagjöf af manninum mínum. Mig langaði að athuga hvort ég gæti ekki fengið betri heilsu. Ég var svo rosalega þanin vegna þess að ég var stífluð og svo gigtin í mér var að drepa mig. Ég finn gríðarlega mikinn mun á mér.

Maginn á mér er ekki þaninn lengur og gigtin horfin að mestu.

Blóðþrýstingurinn var hár en hefur lækkað aftur.

Aðstaðan er mjög góð að öllu leiti og maturinn mjög góður og hafði góð áhrif á mig. Ég léttist um 7 kíló og gekk síðasta daginn 7 kílómetra án þess að blása úr nös.

Þetta er ákveðið frelsi og svo hef ég hvílst vel og mér líður vel og er alsæl. Nuddið er frábært og ég á eftir að sakna þess þegar ég fer heim.

Ég hef farið niður tvær stærðir í fötum og vonast til þess að komast aftur á næsta ári.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband