26.12.2008 | 14:08
Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast...Ég er á móti aðild að Evrópusambandinu.
Einar Ben var ekki fullkominn þrátt fyrir gríðarlegt innsæi og mikla hæfileika. Hann fór í gegnum dimma dali og sálarlíf hans og brestir reyndust honum hinir verstu óvinir. Eins má líkja lífi því sem framundan er á Íslandi; okkar mesta hagsæld felst í því hve smá við erum, sérstaða okkar eru auðlindirnar; mannauðurinn, óveiddi fiskurinn, ónýtti jarðvarminn og fallvötnin.
Við eigum þetta, þjóðin.
Þjóðin sem er eins og lítil tilraunastofa sem varð fyrir sprengju, innrás óreiðumanna. Það ríður á að endurbyggja stofuna, að verkefnið sé ítarlega skilgreint, aðferðafræðin við uppbygginguna viðurkennd og árangurinn öllum til heilla.
Við þurfum sem þjóð að standa saman. Þora að stökkva út í djúpu laugina. Hún er sú að neita að elta aðrar þjóðir í taumlausri miðstýringu skrifstofubákns, sem um leið gerir þær ósjálfstæðar. Þora að viðurkenna að kostir okkar þjóðar eru í dag þær mestar að við erum smá. Tilraunastofan sprakk reyndar í loft upp og nú er rannsóknarverkefnið það að komast að því nákvæmlega hvað gerðist.
Við erum heppin að vera fámenn þjóð og þegar nú yfir jólin ég hef kynnt mér Evrópusambandið og gefið mér tíma til þess að taka ákvörðun með eða á móti því að Ísland gangi í þetta hagsmuna- bandalag þá er ég staðfastur Evrópusambands-andstæðingur.
Ég er Framsóknarmaður gegn Evrópusambandinu ! Mæli samt með öðrum gjaldmiðli sem fyrst. (Loksins hef ég gert upp hug minn. Þetta var orðið vandræðalegt )
En ég vil að það verði kosið um þetta mikilvæga mál í næstu kosningum og ef meirihluti þjóðarinnar vill aðild þá sætti ég mig við það.
Ég trúi því að við séum betur stödd fyrir utan þetta bandalag en innan þess. Einfaldlega því við erum svo lánsöm að vera (hafa verið) sjálfbær lítil þjóð og margir öfundað okkur af sjálfstæði okkar, auðlindum og sérstöðu. Við urðum ekki gjaldþrota vegna þess að við vorum ekki í Evrópusambandinu, við urðum gjaldþrota því við hleyptum örfáum einstaklingum inn í sjóði almennings afskiptalaust og fylgdumst ekki með því hvernig landinu var rænt af örfáum gaurum.
Við fáum tækifæri til þess að byrja upp á nýtt á okkar forsendum en ekki annarra. Gerum það en um leið höfum hugfast ljóð Einars Ben um að rétta þeim minnstu í samfélaginu hjálparhönd. Við sem frísk erum og getum ættum að ganga langt til þess að hlúa að þeim sem í samfélaginu geta ekki.
Íslendingar kjósum gegn aðild að Evrópusambandinu og þökkum Guði fyrir smæð þjóðarinnar.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar
skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í
brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Einar Ben.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er ekki alveg viss hvort hann hafi rétt fyrir sér, Páfinn um græðgina. Í Biblíunni er þess getið að mennirnir verði sjálfselskir og ekki elskandi það sem gott þykir. Þessi texti í biblíunni hefur orðið þess valdandi að oftar en ekki hef ég getað litið á ástand undanfarinna ára út frá Biblíusjónarmiður. Sætt mig við græðgina sem hluta af þróun mannsins til fullkomnunar og til þess að læra af misgjörðum mannkynsins í sögulegu tilliti.
Í öðrum trúarbrögðum er einnig talað um græðgi og þessu tímabili sem nú gengur yfir mannkynið gefið góð skil víða í lýsingu spámannanna á því hvernig syndin mun hlaupa með manninn í ógöngur.
En að heimurinn hrynji við það eitt að sjálfselskan og græðgin taki völd væri varla annað en ávísun á það að heiminum var aldrei ætlað að endast.
Einhverskonar skyndiheimur ? Einnota, ópheppni eða æðiskast Guð við sköpun mannkynsins. Það er svo margt sem ekki stenst skoðun og ýtir undir trúleysi. En ....
Spádómar um hinsta dag eru það gamlir og í okkar barnatrú lítið gert úr dómsdeginum.
Ég vil á sama tíma spyrja hvort kirkjan með þá valdamiklu menn sem hún hefur haft hafi ekki líka einkennst af eigin hagsmunum og græðgi, græðgi í vald ? Þjónarnir sitja með sektarkenndina yfir misnotkun kirkjunnar manna á börnum t.d. og konum meðan "patarnir" skrifa heimssöguna.
Nú situr einn mesti fjárglæframaður heims,
http://www.usatoday.com/money/markets/2008-12-23-madoff-death-sec_N.htm
í milljarða íbúð sinni í New York með ökklaband.Milljarða íbúðina á hann skuldlausa.
Aðstoðarmaður hans, franskur heiðursmaður, sem taldi hann vera fjármálasnilling fyrirfór sér hinsvegar í fyrradag.(fjölmiðlar hér hafa ekki sagt frá þessu held ég )
Sjóðsstjórinn hafði fjárfest fyrir fólk sem nú hefur tapað öllu sínu. (Lífeyrissjóðir erlendis eru ekki feluupphæðir stjórnenda þeirra eins og hér t.d. *Fólk sér hvað það er að tapa gríðarlega á græðgisvæðingunni)
Það er nefnilega þannig með "patana" að þeir sjá ekki geggjun sína, þeir upplifa aldrei sektarkennd, þeir eru elskaðir og dáðir, þeir tryggja alltaf sinn eigin hag en aldrei annarra. Þeim er skítsama um alla aðra og allt annað en sitt veika sjálf.
Það eru hinir sem af einhverjum ástæðum trúðu þeim og trúðu á þá sem taka sitt líf.
Geta ekki umborið það að hafa svikið aleiguna út úr saklausu fólki.
En menn getað vita það að ekkert réttlætir sjálfsmorð og sér í lagi ekki peningar.
Fólk þarf bara að segja satt og rétt frá og því verður fyrirgefið.
Peningar koma og peningar fara en sjálf vil ég trúa því að Guð hafi ekki skapað neinn skyndiheim. Páfinn þarf að laga til í gráðugu umhverfi sínu áður en hann spáir dómsdegi vegna græðgi.
Gleðileg jól og við fyrirgefum þeim sem ekki vissu betur og kunna iðrast.
Hinir 20 þurfa ökklabandið strax.
Fordæmdi sjálfselsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
25.12.2008 | 01:24
-Ég skal kveða um eina þig alla mína daga-
Sit hér þakklát og glöð með fallegustu jólagjöfina mína þetta árið - Ástarljóð Páls Ólafssonar.
Nú sumar, sól og blóm
síðan ég missti af þér
sinn þylja dauðadóm
daglega yfir mér.
Mér sumar mynd þín var,
mín sól var ástin þín,
af öllum blóma bar
brosið þitt, ástin mín.
Mín ástar trega tár
talið fær aldrei neinn.
Ég sker mín sviðasár
sjálfur og bind þau einn.
Aðeins á einum stað
unaðar falla tár.
Við hjarta þitt er það,
þar gróa öll mín sár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.12.2008 | 22:13
Hugarró er lífsstíll. Örlög þín búa í barmi....
Ég var að hugleiða það áðan hvort það að gagnrýna stjórnvöld, bankamenn og aðra sem komið hafa þessari þjóð í þá nauð sem hún situr í, hefði eitthvað upp á sig annað en að safna að sér óvildarfólki.
Ég varð svo þreytt við þessa sjálfsrannsókn að ég neyddist í Nóakonfektið. Eftir nokkra mola ákvað ég að eitt væri á hreinu, það var ekki aftur snúið. Orð verða aldrei tekin til baka og hugsanir mínar eru mínar, þær eru sannar og mínar.
Ég leit á dagatalið mitt sem trygglynda vinkona mín Jóhanna Vilhjálmsdóttir gaf mér í fyrra og þar stendur:
23 Dec.
-Peace is simply an experience, but peace of mind is a way of life.-
Getur verið að þessi nýaldartrú poppulistanna, eða sú kenning, að leyndarmál velgengninnar eða hamfaranna sé hugaraflið og neikvæð hugsun hafi vilt þjóðinni sýn ? Að það sé bannað að sjá og hugsa neikvætt því þá fer allt illa.
Ég held ekki:
"The secret" hefur gert þorra fólks óttasleginn við að horfa gagnrýnið á það sem var að gerast fyrir framan nefið á þeim hvað þá að gagnrýna það eða mótmæla líkt og nú ert gert.
Stundum varð ég vör við það að fólk vorkenndi mér fyrir að lesa ársskýrslur bankanna, vorkenndi mér fyrir að vita um krosstengslin, líkt og ég væri haldin sjúkdómi. Mér tókst að losa mig undan því fólki að mestu en mikið rosalega varð ég oft hissa á þessu tali um að gagnrýni skemmi líf og auki á óhamingju. Ég er einmitt hamingjusömust þegar ég tjái mig um það sem ég sé og vitna. Ég hef oft fengið á árinu að heyra að ég ætti nú ekkert að vera að skipta mér af þessu, ekki blogga, ekki mæta í þætti, ekki segja það sem ég viss þó að var alltaf 100% satt og rétt.
Ég átti að öðlast hugarró með því að segja ekkert.
Svona hugsar margt fólk, en enginn í minni ætt, og setur sig í æðri stellingar líkt og það búi ekki í þessu samfélagi heldur útópíu þeirri sem máluð er af fræðimannasamfélaginu, miðaldarljóðagerðarlist eða biblíukenningum ýmiskonar. Mikið lifandi ósköp held ég að þessu fólki leiðist þegar það kemst að því að afskiptasemi, gagnrýni og áhyggjur mínar í gegnum árin hafa einmitt gert það að verkum að nú hef ég öðlast hugarró.
Hugarró er nefnilega lífstíll. Lífstíll sá er að sjá hlutina í raunsæju ljósi en ekki draumi, sem síðan breyttist í martröð.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, þakka mikinn stuðning úr ótrúlegum áttum. Ferðalagið var þess virði.
Ég er vel vakandi og lít á samfélag mitt út frá mínum spegli raunsæi og jafnaðarmennsku en ekki í vakúmi feluleikja eða draumóra hvað þá hugarafls einhvers sem ekki er orðið. Ég er sátt í lífinu.
Því:
-Örlög þín búa í barmi þín sjálfs- (Schiller)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2008 | 14:20
Valdajafnvægið hefur glatast með hnattvæðingunni og EES samningnum. Þegiðu Halldór !
Stundum í heitapottinum neyðist maður til þess að hlusta á forheimskuna í öllu sínu veldi. Það er fólk sem les bara Fréttablaðið og DV, fólk sem þakkar sér velgengni síðustu ára en kennir að sama skapi Davíð Oddssyni um framsalið á kvótanum, um Íraksstríðið, um gölluð fjölmiðlalög, um gjaldþrot bankanna, um skuldir Baugs, um Icesave. Ef páfinn eignaðist tvíbura þá væri það Davíð Oddssyni um að kenna. (Ef hann Halldór í heitapottinum fengi eitthvað um það sagt.)
Í morgun var ég ekki í stuði að hlusta á þetta forheimska tal en um leið hvarflaði það að mér að valdajafnvægið hér hafi fyrst riðlast þegar forsetinn synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum. Því eins og maður sér þá er heimskan hættulegasta aflið í heiminum. Nú er á tæru eftir upptökuna með Reyni Traustasyni að hún grasserar svo um munar í Baugsmiðlunum.
Valdajafnvægi tengdist æðstu valdhöfum framkvæmdarvaldsins með samskiptum þeirra við heimastjórn og umheiminn frá 1. febrúar 1904 og svo með fullvalda ríkis 1. desember 1918 sem og sambandsslitum við Danmörku 17. júní 1944 og fátt breyttist þangað til Ísland gekk í EES nema ef væri að græðgivæðingin heltók samfélagið án vitundar eða áhuga eða eftirlits valdhafa með blekkingum.Fjölmiðlablekkingum,bókhaldsblekkingum, lögfræðingaglæpastarfsemi, áróðri PR manna sérhagsmunahópa viðskiptalífsins.
Eins og Geir vildi meina í sjónvarpsviðtali í gær hjá Sölva þá þurfa stjórnvöld að setja spurningamerki við ummæli viðskiptajötna á eigið ágæti.
Þannig hefur valdajafnvægið glatast og þörf á nýrri stjórnarskrá, nýjum refsiramma og betra eftirliti.
Þá fengi maður vonandi frið í heitapottinum frá þessu bulli um Davíð Oddsson.
23.12.2008 | 12:50
Bílskúrsbókasala heima hjá mér í kvöld ! Ninna Nótt. Hver er Sólon ?
Eftir þátt með Jóni Geraldi hjá Sverri Stormsker hefur fólk haft samband og vill kaupa skáldsöguna sem ég skrifaði en treysti mér ekki til þess að selja eða kynna þá þegar andstreymið var sem mest gegn mér. Ég á allt upplagið hér í bílskúrnum og er fólk velkomið að koma í Stigahlíð 70 milli 19.00 og 20.00 (þorláksmessu) og kaupa bókina.
Verðið er 2500 kr.
Einnig erum við með hið frábæra Citrosept (anti ofnæmi, anti krabbamein, anti kandidta....) sem pólski læknirinn mælir með. Verði á því er: 5500 kr 200ml dropar og 4000 kr mánaðarskammtur af belgjum.
Kollagenvörurnar einnig en um þær má lesa á detox.is
Svo þakka ég áhugann á bókinni sem ég skrifaði í mesta ölduróti lífs míns sem og á þeim tíma þegar verið var að nauðga íslensku þjóðinni ítrekað fyrir framan nefið á stjórnvöldum og forseta.
Sjáumst hér í kvöld :-)
Það er gott hjá Guðmundi Marteinssyni að bjóða alla mótmælendur velkomna í Skútuvoginn á skrifstofur Bónus að ræða við Jóhannes sjálfan um aðkomu þeirra að hruninu.
Nú er þá líka lag fyrir fjölmiðlafólk að komast að því hvað goðið sjálft hefur um málið að segja.
Sjálf versla ég í Bónus af því að þar er, þrátt fyrir okur, ódýrast. Menn haga sér bara eins og þeir fá leyfi til og ég hef ekki efni á því að versla dýrar vegna fákeppnisaðstæðna sem leyfðar hafa verið á þessu landi. En Samkeppniseftirlitið er nú eitthvað að sýna klærnar.
En gangi ykkur vel að spjalla við Jóhannes um ástandið.
22.12.2008 | 22:48
Hvaða sjúkrahúsum á að loka heilbrigðisráðherra ? Hvaða leynimakk er þetta í ráðuneytinu þínu ?
Það er venjulegu fólki óskiljanlegt af hverju heilbrigðisráðuneytið fer með leynd í endurskipulagningu og samdrátt í heilbrigðiskerfinu. Treysta ráðamenn sér ekki til þess að svara fyrir niðurskurðinn ? Hvernig má það vera að á ýmsum sjúkrastofnunum er fólk að ganga inn í jólahátíðina með hnút í maganum um að leggja eigi niður vinnustað þess ? Þessi óvissa er ekki boðleg og ekkert heyrist frá ráðherra eða aðstoðarmanni hans Berlindi Ásgeirsdóttur.
Væri ekki lag að nýta sér samræðustjórnmálin sem Samfylkingin mærði sem mest í aðdraganda síðustu kosninga ? Þetta leynimakk Heilbrigðisráðuneytisins er með öllu óþolandi fyrir starfsfólk sem og almenning.
Vissulega mætti breyta einhverjum sjúkrahúsunum í detoxhótel og fá þannig inn gjaldeyri auk þess losa fólk undan sjúklega mikilli pilluvæðingu lækna hér á landi. En sú frumlega hugsun hvarflar ekki að nokkrum þarna á þinginu. Allt tal um nýsköpun eru orðin tóm eins og allt tal um að nú ætti fólk að mennta sig eða allt tal um gegnsæi í endurskipulagningu bankanna.
Guðlaugur Þór á að loka St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á næstunni ?
Svaraðu því nú þegar þú ert kominn í jólafrí til 20. jan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.12.2008 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.12.2008 | 17:30
Að kjósa fólk en ekki flokka. Segðu álit þitt.
Ég auglýsi hér með eftir hugmyndum um hvernig fólk sér fyrir sér næstu þingkosningar ?
Breytinga er þörf.
Sérfræðiþekkingar er þörf á krísutímum.
Gegnsæi er krafa.
Siðareglur þurfa að vera ítarlegar.
Fólk vill sjá ný andlit í þinghúsinu og á ráðherrastólum.
netfangið mitt er: joninaben@hotmail.com Ég tek fegin á móti öllum tillögum um fólk líka.
framsokn.is þar má skrá sig í flokkinn og stuðla að breytingum.
22.12.2008 | 14:39
Auðmenn úr íbúðum sínum um jólin Illugi Jökulsson ? Af hverju ?
Og hvað með það ? Þeir eiga þessar íbúðir, enginn hefur þurft að veðsetja þær til þess að fá lán upp á 1000 milljarða.
Varla getum við skulduga horaða þjóðin bannað þeim að nota íbúðirnar sínar, þoturnar, og sportbílana því það hefur ekki verið leitað í þessar persónulegur eigur þessara bankaeigenda. Þeir njóta friðhelgi íslenskra ráðamanna og FME.
Það eru asnar eins og við sem skrifum upp á persónulegar ábyrgðir þegar við fáum lán. Ekki þeir, það bað þá enginn um það og þeir búa bara til ný fyrirtæki utan um skuldirnar og setja þau í gjaldþrot. Við borgum skuldirnar og auðvitað eigum við ekki að nefna nöfn þeirra heldur þegja.
Allt í nafni góðmennsku og hjartahlýju.
Illugi Jökulsson er á blogginu sínu einfaldlega að reyna að fela þá staðreynd að hann er og hefur verið hluti af lífi þessara lúxusíbúðaeigenda í árafjöld þannig að síðasta bloggið hans er svona smá prump upp í vindinn og hefur ekkert vægi. Ég var búin að biðja Illuga að koma sér frá þessu liði fyrir löngu.
Eitt er á hreinu ekki langar okkur hér að eyða jólunum með Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu á Manhatta, hvað þá Sigurði Einarssyni í London ! Við erum sátt á Íslandi um þessi jól.
En vonandi er fólk hætt að veðsetja eigur sínar fyrir lánum !
Takið útrásarleiðina, ekki veðsetja neitt.