Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast...Ég er á móti aðild að Evrópusambandinu.

 Einar Ben var ekki fullkominn þrátt fyrir gríðarlegt innsæi og mikla hæfileika. Hann fór í gegnum dimma dali og sálarlíf hans og brestir reyndust honum hinir verstu óvinir. Eins má líkja lífi því sem framundan er á Íslandi; okkar mesta hagsæld felst í því hve smá við erum, sérstaða okkar eru auðlindirnar; mannauðurinn, óveiddi fiskurinn, ónýtti jarðvarminn og fallvötnin.

Við eigum þetta, þjóðin.

Þjóðin sem er eins og lítil tilraunastofa sem varð fyrir sprengju, innrás óreiðumanna. Það ríður á að endurbyggja stofuna, að verkefnið sé ítarlega skilgreint, aðferðafræðin við uppbygginguna viðurkennd og árangurinn öllum til heilla.

Við þurfum sem þjóð að standa saman. Þora að stökkva út í djúpu laugina. Hún er sú að neita að elta aðrar þjóðir í taumlausri miðstýringu skrifstofubákns, sem um leið gerir þær ósjálfstæðar. Þora að viðurkenna að kostir okkar þjóðar eru í dag þær mestar að við erum smá. Tilraunastofan sprakk reyndar í loft upp og nú er rannsóknarverkefnið það að komast að því nákvæmlega hvað gerðist.

Við erum heppin að vera fámenn þjóð og þegar nú yfir jólin ég hef kynnt mér Evrópusambandið og gefið mér tíma til þess að taka ákvörðun með eða á móti því að Ísland gangi í þetta hagsmuna- bandalag þá er ég staðfastur Evrópusambands-andstæðingur.

Ég er Framsóknarmaður gegn Evrópusambandinu ! Mæli samt með öðrum gjaldmiðli sem fyrst. (Loksins hef ég gert upp hug minn. Þetta var orðið vandræðalegt )

En ég vil að það verði kosið um þetta mikilvæga mál í næstu kosningum og ef meirihluti þjóðarinnar vill aðild þá sætti ég mig við það.

Ég trúi því að við séum betur stödd fyrir utan þetta bandalag en innan þess. Einfaldlega því við erum svo lánsöm að vera  (hafa verið) sjálfbær lítil þjóð og margir öfundað okkur af sjálfstæði okkar, auðlindum og sérstöðu. Við urðum ekki gjaldþrota vegna þess að við vorum ekki í Evrópusambandinu, við urðum gjaldþrota því við hleyptum örfáum einstaklingum inn í sjóði almennings afskiptalaust og fylgdumst ekki með því hvernig landinu var rænt af örfáum gaurum.

Við fáum tækifæri til þess að byrja upp á nýtt á okkar forsendum en ekki annarra. Gerum það en um leið höfum hugfast ljóð Einars Ben um að rétta þeim minnstu í samfélaginu hjálparhönd. Við sem frísk erum og getum ættum að ganga langt til þess að hlúa að þeim sem í samfélaginu geta ekki.

Íslendingar kjósum gegn aðild að Evrópusambandinu og þökkum Guði fyrir smæð þjóðarinnar.

 

Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar
skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.


Svo oft leyndist strengur í
brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

                                 Einar Ben.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðileg jól!

 Fínn pistill hjá þér Jónína. Við erum eyríki sem er háð með einhæft atvinnulíf og mjög háð útflutningi. Okkar hagsmunir eru frjáls verslun en ekki að loka okkur inni í tollamúrbandalagi. 

Núna eru smátt og smátt að opnast markaðir fyrir fisk í Asíu enda hafa Íslendingar fengið verulega lækkun tolla frá EFTA á fisk. Kannski fara Rússar aftur að kaupa saltsíld og þá er betra að hafa svigrúm til þess. 

Sigurður Þórðarson, 26.12.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Takk Sigurður, já það er ýmis rök með og á móti en maður þarf að líta til framtíðar og ég get ekki séð hvaða hagsmunir eru þarna fyrir okkur nema ef vera kynni út frá friðarsjóðnarmiðum, að halda friðinn !

Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Við erum ekki að loka okkur inn í tollamúrabandalagi með því að ganga í ESB, heldur munu allir tollar, höft og vörugjöld frá öllum löndum Evrópusambandsins hverfa - sem þýðir verulegar lækkanir á gjöldum og hömlum til Íslands. Það sama hefur gerst með öll aðildarlönd sambandsins, og því hægt að horfa á ESB sem það tæki sem hefur lækkað tolla og komið á frjálsum viðskiptum hvað hraðast í heiminum. Auk þess hefur Evrópusambandið verið að lækka tolla inn á innri markaðinn, og fellt niður öll höft og tolla á fátækustu ríki heims (enda veitir ESB yfir helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum, og það væri ekkert vit í öðru en að stuðla að frjálsum viðskiptum við þau lönd líka til að auka hagsæld allra).

Heimurinn er ekkert svarthvítur; auðvitað fór Ísland ekki á hausinn við það eitt að standa utan Evrópusambandsins; en einsog forsætisráðherra Íra benti á - þá hefðu þeir farið sömu leið og Ísland hefðu þeir ekki verið innan sambandsins og með evru. Stjórnvöld á Íslandi ákváðu að standa fyrir utan sambandið, og að öllum líkindum til þess að geta gefið vanhæfum vinum banka og komist upp með vonda pólitík. Sú uppbygging sem þarf að eiga sér stað á Íslandi nú mun vera ómöguleg með svo lítinn gjaldmiðill sem veldur mikilli verðbólgu (eða veitir amk skjól fyrir hagstjórn sem veldur verðbólgu) .. og sú verðbólga er að setja hemilin á hausinn vegna verðtryggingu. Það eru lang flestir sammála um það að það verður ekkert breytt einhliða um mynt; slík aðgerð mun ekki njóta trausts, utan við að jafn skuldsett þjóð og Ísland getur ekki gert það. Ekvador, sem hefur verið litið til við Dollaravæðingu, er t.d. að gefast upp á því að halda úti Dollara sem mynt! hvaða vit er í því að við Íslendingar tökum upp enn aðra stefnuna sem önnur lönd eru að gefast upp á.

Ég hvet fólk til þess að kynna sér Evrópusambandsaðild með opnum huga; sameiginleg auðlindastefna þess snýst ekki um að auðlindir séu sameiginlegar, heldur að þær auðlindind sem löndin deila sé stjórnað sameiginlega. Þetta þýðir að ákvörðun á heildarafla Íslendinga yrði í Brussel, en við myndum ein fá að veiða fiskinn við Ísland - hér myndi ekkert breytast í þeim málum. Orkan hér á landi er ekki samnýtt með öðrum löndum, þannig að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því við aðild.

Við aðild munum við fá stöðuga stóra mynt, aðgang að seðlabanka evrópu, 30-40% lækkun á matvöru, og vaxtalækkun um 14-15% á nokkrum árum. Það er því augljóst að við eigum að ganga í Evrópusambandið - við erum 75% í því nú þegar.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.12.2008 kl. 14:57

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Það er merkilegt þegar fólk skrifar um Evrópusambandsaðil þá kastar það fram kenningum sem ekki standast. Írar neituðu að skrifa undir síðasta útspil sambandsins og settu allt í uppnám í því.

Lækkaði matvara þegar ríkisstjórnin lækkaði álögur sínar um 10% ? Nei hann hækkaði. Tóm blekking að aðildin sé okkur í hag þegar önnur lönd sem svipað er komið fyrir og okkur eru að kikkna undan kröfum bandalagsins.

Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 15:43

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Af dv.is góð samantekt hjá Styrmi.

"

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er harðorður í garð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. í grein sem hann birtir á evropumal.is. Forystumenn stjórnarflokkanna fá einnig á baukinn vegna stefnuleysis í utanríkismálum. Ritstjórinn fyrrverandi segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki lokið því verki að móta og marka nýja utanríkisstefnu fyrir land og þjóð í ljósi breytra aðstæðna eftir að kalda stríðinu lauk og bandaríska varnarliðið hvarf af landi brott. Hann segir vera ástæðu til þess að gagnrýna forystumenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa ekki tekið það verkefni fastari tökum.
,,Í því tómarúmi, sem hefur skapazt á undanförnum árum af þeim sökum í utanríkismálum okkar hafa ýmsir leikið lausum hala. Forseti lýðveldisins hefur ferðast um heiminn, talað eins og þar væri fulltrúi stórþjóðar á ferð og flutt ræður, sem mörgum var þá ljóst að voru ekki annað en innihaldslaus orð en þjóðin öll gerir sér nú grein fyrir. Núverandi utanríkisráðherra hóf feril sinn í því embætti með barnalegum hugmyndum um, að Ísland gæti lagt eitthvað, sem máli skipti af mörkum til lausnar deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi ofurhroki á alþjóðavettvangi birtist skýrast í framboði okkar til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Nú er þessi blaðra sprungin ...," segir Styrmir í grein sinni.

,,Við erum að vísu aðilar að Atlantshafsbandalaginu en á þeim vettvangi er staða okkar gjörbreytt, þótt ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafi ekki verið tilbúnar til að takast á við þann veruleika. Mesta framlag okkar til Atlantshafsbandalagsins var að lána landsvæði undir varnarstöð Bandaríkjamanna. Nú er varnarstöðin horfin og þá er spurt hvert framlag okkar sé. Svör okkar til þessa hafa verið vandræðalegar og misheppnaðar tilraunir til að leggja eitthvað af mörkum í stríði í Afganistan, sem hvorki Bandaríkjamenn né Atlantshafsbandalagið geta unnið."

Og Styrmir hnykkir á andvaraleysi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum.
,,Í því tómarúmi í utanríkismálum, sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa látið verða til með því að vanrækja mótun nýrrar utanríkisstefnu liggur nú fyrir tillaga um að leysa vandann með því að hlaupa undir pilsfald Evrópusambandsins, ekki fyrst og fremst vegna gjaldmiðilsvandamála heldur til þess að við þurfum ekki lengur að standa á eigin fótum ..."

Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 15:44

6 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sæl Jónina.

Við þurfum ekki annað en að horfa til hinna norðurlandana til að sjá hvernig matvara lækkar við Evrópusambandsinngöngu. Þetta hafa ASÍ og Samtök Iðnaðarins líka verið að benda á í skýrslum sínum, og ástæðan er einföld; álögur ríkisins eru þetta miklar. Hér á Íslandi er líka tvær aðrar ástæður fyrir háu verðlagi (1) fákeppni sem þú þekkir ágætlega, og (2) krónan sem lækkar og hækkar til skiptis og skilar sér alltaf í hækkandi verðlagi - en enginn lækkar verðið þegar krónan styrkist. Það er ólíklegt að erlendir aðilar vilja koma inn á þennan fákeppnismarkað við þau undarlegu rekstrarskilyrði sem fyrirtækin hafa hér á Íslandi. Bauhaus er dæmi um fyrirtæki sem var komið alla leið, en mun því miður ekki komast inn á markaðinn og við munum lifa við fákeppni í byggingarvörum. Með því að taka upp evru í gegnum Evrópusambandsaðild þá er kominn grundvöllur fyrir rekstri erlendra fyrirætkja hér, og við fáum samkeppni á sviðum sem stórfyrirtækin eiga nú óáreitt.

Ég er ekki að kasta neinu fram sem stenst ekki skoðun, og er alveg til í að skoða það með þér ofan í kjölinn :) Endilega bentu á þá hluti sem þér finnast ekki réttir í málstað mínum, og ég skal benda þær skýrslur eða rannsóknir sem þær koma úr.

Þú segir að ríki evrópu séu að kikna undan kröfum sambandsins - (en þú vísar reyndar ekki í neinar heimildir þar?) en því langar mig að benda þér á það að við tökum upp nær alla löggjöf Evrópusambandsins. Þrátt fyrir að fyrrverandi utanríkisráðherra hafi svarað að við tækjum upp aðeins 6.5% af löggjöf sambandsins, þá er það mjög villandi tölfræði - þar er ekki verið að taka tillit til hverslags löggjöf er um að ræða. T.d. höfðu lög um mánaðarlegt viðmiðunarverð á mjólkurdufti jafn mikið vægi og vinnumálalöggjöf Evrópusambandsins í þeirri tölu - þrátt fyrir að önnur lögin væru mun viðameiri. Stór hluti löggjafar evrópusambandsins nær ekki til Íslands vegna þess að hún er um landbúnaðarstefnuna, en nær allt annað er eitthvað sem við þurfum að taka upp hér. Því vinna aðrir ráðherrar ríkistjórnar Íslands en Einar K undir nær fullum lagaramma Evrópusambandsins - og ekki heyrir maður þá kvarta.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.12.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Matvara er dýrust hér svo í Noregi að vísu en Danmörk kemur næst á eftir. Það er líka dýr maður í Svíþjóð Jónas minn. Sammála þér með krónuna og óþolandi gengi hennar upp og niður.

Í mínum huga snýst viðhorf mitt fyrst og fremst um sjálfstæði og ég fyrirlít fólk sem kemur sér á spena í opinberum stofnunum og er í áskrift af launum sínum. Þegar ég sé myndir af þinginu þarna þá fer um mig aulahrollur. Einnig finn ég á pólverjum að þeir eru ekki svo glaðið með þær kvaðir sem á þá eru settar í landbúnaðarmálum og iðnaðarsamráð er áhyggjuefni fyrir þá. En ég er ekki inn í þessu eins vel og þú ert greinilega en allir þurfa fyrr en síðar að mynda sér skoðanir og ég fæ svo mikið af misvísandi upplýsingum að ég er hætt að trúa nokkru :-)) Við ruggum bátnum áfram og sjáum hvað gerist.

Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 16:53

8 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Sammála þér þar, enda er maður kominn á þá skoðun að þingmenn hér á landi sé samsafn af fólki sem hefði aldrei plummað sig á atvinnumarkaðinum, og auðvitað ætti að auglýsa öll embættisstörf til að tryggja að hæfasta fólkið væri í stjórnarstöðum ríkisins einsog fjármálaeftirliti, utanríkisþjónustu og seðlabankanum.

Pólland hefur haft um 6% hagvöxt síðan það gekk í ESB - og því gott dæmi um hvað það skiptir miklu máli að vera aðili að þessu bandalagi þjóða sem eru að hjálpa hvor annari. Fyrir Ísland skiptir það mögulega enn meira máli, bara það að taka upp evru mun spara okkur 50-100 miljarða króna á ári!, núverandi ástand mun ganga að heimilunum dauðum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.12.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband