22.12.2008 | 10:00
Viðtalið við Tryggva Jónsson á Bylgjunni. Menn ljúga upp á sig bókhaldbrellum hjá KPMG.
Tryggvi neitar, nú á Bylgjunni í morgun, að endurskoðandinn sem kom í Kastljósinu hafi farið að tilmælum hans um að fegra bókhald Baugs.
Tryggvi heldur því fram að þessi starfsmaður hans þá, þessi sami endurskoðandi, hafi logið upp á sig bókhaldsbrellum.
Endurskoðandinn fann það upp hjá sjálfum sér að fegra bókhald Baugs !! Jón Gerald fann það upp hjá sjálfum sér að búa til kreditreikning til þess að fegra bókhald Baugs. Niels í Færeyjum fann það upp hjá sjálfum sér að búa til slíkan reikning. Trúir þessu einhver annar en Jakob Möller og Gestur Jónsson ?
Einmitt Tryggvi, þetta er jafn fallega sagt hjá þér og það að lögreglan hafi ekki þekkt muninn á debet og kredit reikningi, eins fallega sagt og allt annað sem þú hefur sagt um þá sem unnu fyrir þig en þú sveikst.
Sigfús í Heklu og vitnisburðurinn yfir honum á baugsmalid.is er gott dæmi um hvað langt er gengið.
En Tryggvi vissi sennilega ekki á þeim árum að hann ætti fjölskyldu eins og við hin sem málið bitnaði á.
Nú veit hann það eins og hann sagði í viðtalinu og er fjölskyldum allra sem lentu í þessari skelfilegu mulningsvél Baugsmanna og í fjölmiðla þeirra vorkunn.
Við eigum nefnilega öll fjölskyldur. Endurskoðandinn hugraki, sem talaði í Kastljósi, á nefnilega líka börn og nú heldur Tryggvi því blákalt fram að hann ljúgi.
Eru engin takmörk fyrir ómerkilegheitum fólks ?
Annað hvort ljúga menn eða eru þeir svo heimskir að þeir skilja ekki bókhaldbrellurnar Tryggva Jónssonar. Það er eins gott að hann er kominn úr Landsbankanum við hin erum öll svo vitlaus og ómerkileg, hann á betra skilið en að vinna hjá svona ömurlegu pakki eins og almenningi.
21.12.2008 | 23:17
Áfram Júlía Týmósénskó
Við erum þarna.
Veðjaði einhver gegn gjaldmiðli okkar ?
Svarið er: Já!!
Það hefur Davíð sagt en ekki hver.
Davíð talaðu meira !!
Vill að Jústsénkó hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2008 | 22:35
Bólan eða spillingin, hvort kemur á undan ?
Hagfræðingar eru, ef marka má Ísland í dag, spákonur. Þeir bara hringsnúast. Nú er það aðal spurning þeirra hvort kom á undan bólan (fjármálabólan(( bubble)) eða spillingin.
Í flestum löndum leiðir bóla af sér mikla spillingu en hér, þá leiddi spillingin af sér mikla bólu sem aftur leiðir af sér spillingu.
Ísland er alltaf stórasta land í heimi og bubblan "stórust" og spillingin "mestust".
En íslenskukennarinn minn Guðjón, forsetaaðdáandi númer uno, er frábær kennari.
Ég bið hann afsökunar á slangurorðhengilshættinum.
Guðjón ég las bókina þína um forsetaútrásina og verð að segja, hún er ömurleg innihaldslega séð en vel skrifuð.
Einar Ben var merkis maður Guðjón. Hann seldi Norðurljósin en trúði samt ekki á bólur eins og vinur þinn Ólafur Ragnar Grímsson.
21.12.2008 | 07:53
Hreiðar Már og Sigurjón Árnason að aðstoða skuldara !
Bara þessi vanvirðing við almenning segir okkur allt um starfsemi íslensku bankanna fyrir hrunið.
Þetta gæti alveg eins hljómað: blindur lestrarkennari í 6. bekk Ísaksskóla. Börnin alsæl að læra blindraletur (með fullri virðingu auðvitað fyrir því )
Já eða nýi landsliðsmaðurinn í handbolta er handalaus.Hann grípur boltann með tánum og r.....
Jafnvel, þotuflugmennirnir sáu ekki að þeir óku traktor. Það skipti heldur engu máli það sá það enginn annar heldu.
Er léttleiki tilverunnar ekki ótímabær ?
Hvar eru vinir þessara manna ? Geta þeir ekki heldur núna komið fyrir þá vitinu ?
En það sem brennur á þeim sem tóku á sig afskriftir bankamanna með fyrirskipun Hreiðars Más eru hinsvegar þetta. Hvert fóru allir bónusarnir, ofurlaunin, forkaupsrétturinn, risnan, kaupréttarsamningarnir ?
Eru þeir peningar líka búnir ? Hvernig má það vera að hægt sé að eyða milljörðum á 8 árum ?
Svo dýrt er það nú ekki að svíkja fólk og vanvirða það.
En mikið er þessi ráðgjöf úldin á að líta. Þeir tóku milljarða fyrir að veita (kallast að redda) lánin og nú taka þeir annað eins fyrir að reyna að bjarga fólki frá lánunum sem þeir tróðu upp í andlitið á almenningi með lygum og blekkingum.
20.12.2008 | 22:38
Ég mótmæli eða ég andmæli svo er líka hægt að veita meðmæli. Það eru að koma jól...
Mig langar svo að vera jákvæð enda dagurinn með eindæmum fallegur og skemmtilegur.
Mig langar því að veita eftirfarandi fólki mín bestu meðmæli:
1. Vilhjálmur Bjarnason fyrir áræðni og athygli á ástandi og aðferðum.
2. Jóhanna Sigurðardóttir fyrir að sjá að Samfylkingin er í vondum málum og tjáir sig því lítið.
3. Björn Bjarnason fyrir að þora að andmæla og mótmæla óreiðumönnum sem vildu hann feigan.
4. Bjarni Benediktsson fyrir að velja þjóðarhag umfram viðskiptahagsmuni sína.
5. Eygló Harðardóttir fyrir að tala um Samvinnuhreyfingu án þess að skammast sín fyrir fortíðina.
6. Egill Helgason fyrir að setja alla undir sama nálaraugað.
7. Stefán Ólafsson fyrir að gera kannanir sem voru eftir allt sannar.
8. Gylfi Magnússon fyrir að sjá á undan öðrum að bankarnir voru gjaldþrota
9. Davíð Oddsson fyrir að vara við græðginni og yfirganginum.
10. Þráinn Bertelsson fyrir að sjá aftur til sólar.
11. Hallgrímur Helgason fyrir að viðurkenna að hann hafði á röngu að standa um auðmenn.
12. Agnes Bragadóttir fyrir að þora að mótmæla forsetanum.
13. Kastljósfólkið fyrir að rannsaka hrunið og skilanefndir.
14. Bloggarar sem skrifa undir sínu fulla nafni og þora að standa á sannfæringu sinni.
Sjáið það er hægt að sjá ljósið í myrkrinu.
Góða helgi.
20.12.2008 | 17:40
Af hverju Framsóknarflokkurinn ?- Af hverju ekki ?
Margir hafa hringt og skrifað mér og skilja ekki upp né niður í því af hverju ég gekk í Framsóknarflokkinn. Hér vil ég útskýra það í nokkrum atriðum. Málið er velúthugsað og bið ég fólk um að hugsa ekki í gömlum gildum á nýjum erfiðum tímum.
1.
Í fjölda ára hef ég reynt að ná eyrum Sjálfstæðisflokksins, sem ég var í, til vitundarvakningar um krosseignar og krossskuldatengds í íslensku viðskiptalífi. Yfirskuldsett fyrirtæki, fjármálastofnanir og önnur fyrirtæki í eigu (oft falið) bankanna. Samþjöppun og ólöglegt athæfi við bókhald. Ég hef reynt að skrifa um þetta við engan áhuga Sjálfstæðismanna. Þeir óttuðust að kerfið sem þeir buðu hefði brugðist. Svo er ekki. Eftirlitið brást sem og þeir sem fengu frelsið til þess að fara vel með það.
Þegar stjórnmálamenn hlusta ekki á raddir kjósenda sinna hætta þær að heyrast, þær fara annað.Það hefur gerst núna. Ríkisstjórnin er rúin trausti.
Þúsundir sjálfstæðismann hafa flúið flokkinn vegna þess hve innmúraður hann er og óaðlaðandi. Sjálfstæðisflokkurinn er að mínu mati hrútleiðinlegur stjórnmálaflokkur og yfirborðskennd öfgaöfl til hægri gera tiltrú mína á honum litla sem enga. Það eru hinsvegar einstaklingar sem ég kysi aftur á morgun, en það fólk er ekki í framboði til framtíðar, enda stefna flokksins flótti inn í faðmlag sem getur sett þessa þjóð endanlega á hvolf að mínu mati.
2.
Engin önnur stjórnmálastefna hentar Íslandi í dag, en framsóknarstefnan.Ég hef kynnt mér hana vel og sé að hér er á ferð stefnuskrá sem gæti byggt hér á jöfnuði og fallegu mannlífi.
Framsóknarflokkurinn hefur hnigið vegna spillingaflanna og á ekki uppreisn æru nema með 360 gráða viðsnúningi.Byrja á því að viðurkenna þessi öfl sem vond og svæla þau úr flokknum með öllum ráðum og dáðum. Núna !
Öll þessi innanflokks framboð í formann og varaformann sem og ritara munu aldrei koma flokknum á réttan kjöl. Það þarf að velja fólk til forustu sem er tilbúið að líta framhjá klíkum og bandalögum og vinna fyrir óánægða Íslendinga. Þeir eru framtiðarkjósendur Íslands ekki forhertir viðskiptajöfrar Framsóknarflokksins sem dregið hafa til sín milljarða með braski og undirförli.
Það fólk sem hefur unnið sem ráðgjafar fjölmiðla og annarra eftir bankahrunið þarf að stíga fram og bjóða fram þekkingu sína og reynslu innan vébanda Framsóknarflokksins. Þar er einhverju hægt að breyta í það minnsta. Ef ekki þá þurrkast flokkurinn út.
Ég er ein af þeim sem tel mig getað breytt pólitíkinni á Íslandi og mun setja mig á þann lista.
Ég veit að þetta fólk er til og svo er að sjá hvort það sé tilbúið. Ég auglýsi eftir Stefáni Ólafssyni og Vilhjálmi Bjarnasyni sem og Þorvaldi Gylfasyni og Valgerði Bjarnadóttur og svo mætti legni telja. Þetta fólk þarf að leggja Framsóknarflokknum lið í að koma hér á fót landslagi sem lifandi er við.
Við höfum ekki efni, sem þjóð, á pólitísku bulli. Það hafa allir vitibornir menn fengið nóg af slíku. Kjósum á krísutímum fyrst og fremst fólk en ekki bara flokka. Fólk sem sameinast í bandalagi um framsóknarstefnuna, hvar í pólitík sem þetta fólk hefur verið. Viðreisn samfélagsins hefur ekkert með pólitík að gera, það er liðin tíð. Við gerðum mistök í þeirri tilraun.
Auðvitað eru margar fleiri ástæður fyrir því að ég valdi að vinna með þessu góða fólki í Framsóknarflokknum og ég kann vel við mig þar.
Mér er vel tekið og á fólk er hlustað í flokknum, enda er flokkurinn kominn á botninn.
Galið ? Má vera en við galnar aðstæður þarf galna hugsun út fyrir ramma sem löngu er fallinn um sjálfan sig.
skráning er á framsokn.is
Bjóðið fram krafta ykkar núna og kjósum fólk undir merkjum Framsóknarflokksins.
20.12.2008 | 12:53
Það hvíslaði að mér fugl.
Reynsluleysi og heimáttuháttur varð íslensku bönkunum erlendis að falli (þeim var lokað), það er þeim sem ekki hafa verið afhentir gæðingum fyrrum bankaforkólfa líkt og í New York.
Alþjóðavædd mannauðsstjórnun, skilningur á hraða viðskiptalífsins, loforð og svik ráðherra gerði Seðlabankann í Lúxemborg sem og fjármálaeftirlitið þar agndofa. Íslandi var ekki treyst í landi þar sem mikið aðhald er haft á bankastarfsemi og hún eins sjálfsögð og sjávarútvegurinn er/var hér !Lánaloforð stóðu á sér vegna hiks og flumbruháttar viðskiptaráðherra.
Íslenskir ráðherrar eru annað hvort reynslulausir drengir, líkt og viðskiptaráðherra eða þá hafa þeir verið í stjórnmálum of lengi. Stjórnsýsluséní Samfylkingarinnar sérstaklega, og kunnu ekki leikreglur alþjóðlegra viðskipta. Menntaelíta sem skilur ekki eðli nútímalegra viðskiptahátta, hvað þá mikilvægi þess að taka af skarið. Öll þjóðin líður vegna reynsluleysis eða getuleysis í ákvarðanatökum.
Óreiðumennirnir voru flúnir hvort eða var. Flúnir með peningana sína frá Lúxemborg.
Ef fólki er talið trú um að aðeins "glæpamenn" geymi peningana sína í Lúxemborg þá er það misskilningur. Það er ekkert að því að velja erlenda banka í hnattrænu umhverfi, sé rétt að farið, og hvernig gat þetta fólk trúað því að Ríkisstjórn Íslands væri svo skinskroppin að kunna ekki að halda lífi í tveimur bönkum ?
Stórslys átti sér stað í Lúxemborg. Ríkið átti að róa að því öllum árum að halda bönkunum gangandi, með öllum ráðum og dáðum, þó ekki væri nema upp á framtíðarímynd landsins.
Það þarf að kjósa þetta hálf eða heil lamaða fólk í einhver rólegri embætti, helst eitthvað undir jökli.
Ísland þarfnast forustu sem byggir á reynslufólki og hugsjónafólki sem veit að það er fyrir löngu búið að hnattvæða þennan annars galna heim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2008 | 10:35
Milestone afskriftir og nýtt eignarhald. Hvar eru gögnin um fyrirtækið sem þú varst að "selja" Birna ?
Af fréttaflutningi um afskriftir Milestone og áframhaldandi eignarhlut fyrrum eiganda þurfum við tafarlaust að sjá rekstraráætlun um framtíðarsýn þeirra bræðra ?
Í ljósi aðkomu þeirra að hruni bankanna og samkrulli við skuldugasta einstakling landsins, er til of mikils mælst að skuldagreiðendur (almenningur) félagsins fái að glugga í þau gögn sem liggja að baki ákvarðana í svo stóru máli og svo miklum afskriftum ?
Við erum nokkur sem viljum gjarnan fá að lesa uppgjörsgögnin, Birna, Árni og/eða skilanefnd Glitnis. Hvar má finna þau ?
Það er aldrei að vita nema við, í sameiningu, hefðum getað boðið betur og treyst okkur í að reka þetta fyrirtæki á faglegri nótum.
Getur Karl Werners ef til vill verið með kynningu fyrir okkur um framtíðarsýn félagsins OKKAR ?
Hefði ef til vill verið ódýrara fyrir þjóðina að fara fram á gjaldþrot og að taka bú bræðranna til gjaldþrotaskipta ?
Það sjáum við ekki frekar en nokkuð annað sem þið eruð að gera í bönkunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2008 | 23:58
Gamlar greinar en sígildar.
Það var sérkennilegt að lesa hér gömul skrif mín um Kaupþing og Sigurð Einarsson og Ingibjörgu Sólrúnu.
En afskaplega dapurlegt í raun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meira gamalt og gott en grátlega trúverðugt núna...
Markaðurinn, "viðskiptablaðið" sem fylgir Fréttablaðinu í dag, er eitt allsherjaráróðursblað fyrir þá sem eiga allt sitt undir sjálftökuliðinu í viðskiptalífinu og auðvitað fyrir sjálftökulið sjálft.
Björn Ingi hefur fundið auðveldan vettvang til þess að leiðrétta "misskilninginn" um aðkomu hans sjálfs að REI! Bjarni talar eins og þjóðin sé á hausnum vegna þess að almenningur lét ekki yfir sig ganga eina ferðina enn.
Dettur einhverjum í hug að Bjarni hafi haft hag Reykvíkinga í huga þegar hann var að kynna GGE í London og væntanlega yfirtöku GGE á eigum almennings í REI ? GGE getur ekki einu sinni klára hlutabréfaútboð sitt í dag hvað þá að greiða milljarða til OR. Peningarnir eru búnir.
Viðtalið við Bjarna Ármannsson vekur vonandi stjórnvöld, eftirlitsstofnanir og dómstóla til lífsins. Er eitthvað eftir í Glitni ?
Sjálfstæðisfólk sem ekki er í sjálftökudeild fyrirtækja eða opinberra stofnana nú þarf sem aldrei fyrr að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar. Fólk sem hefur fyrir löngu komið ár sinni fyrir á öðrum skútum, í öðrum löndum er að gera grín af okkur í þessu blaði. Er ekki komið nóg af glansmyndinni og glannaskapnum.
Stöndum vörð um það litla sem eftir er.
Látum þá ekki gleypa það líka. American Airlines fær ekki nema að litlum hluta að vera í eigu útlendinga. Hvað með Icelandair ? Stolt þjóðarinnar í gegnum árin ? Getur ríkið ekki keypt það, og bankana, og fjölmiðlana, og önnur þau fyrirtæki sem búið er að moka út úr öllu sem verð er í og aðeins skelin stendur tóm eftir á Íslandi. (mín í svartsýniskasti eftir lestur Fréttablaðsins enda á forsíðu 18 karlar, ein kona í auglýsingu og fullt af rollum) Ojbarasta.
Bloggar | Breytt 20.12.2008 kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)