Af gefnu tilefni vegna fréttar RÚV í kvöld. Sendið út um allan heim ákall um að koma til Íslands í heilsumeðferð 24. janúar.

Vegna fréttar á RÚV um detox-meðferð í Mývatnssveit 29. jan. þá verður boðið upp á tvo möguleika, 4 daga kynning eða 14 daga full meðferð. Þeir möguleikar verða kynntir á heimasíðunni detox.is um helgina. Þar sem ég er á leið til Póllands á morgun þá bið ég alla að hringja á Hótel Reynihlíð og bóka sig og fá allar upplýsingar þar. Póllandsferðirnar halda áfram eins og auglýst er á detox.is

Næst er laust 14. febrúar til Póllands í tvær vikur eða fjórar vikur.

Þetta verkefni á Íslandi snýst um að ná hingað ferðamönnum í heilsutengda læknismeðferð en vinna einnig með Íslendingum sem frekar vilja vera á Íslandi en Póllandi. Það er von mín að ríkis og sveitafélags- stofnanir þessa lands leggi okkur lið og við sköpum atvinnu fyrir sem flesta með árangursríkustu læknismeðferð, en jafnfram sparsamri, sem völ er á í dag að mínu viti.

Vinsamlegast sendið mér tölvupóst á joninaben@hotmail.com eða lítið á detox.is en um helgina verða komnar frekari upplýsingar um Mývatn á íslensku og ensku og við treystum því að enska útgáfan fari út um allan heim til vina og vandamanna Íslendinga og að við getum bætt við hótelum í framtíðinni og skapað þannig atvinnu og gjaldeyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Frábær athafnakona þessi Jónína, það gerir víkingablóðið. Í alvöru, okkur vantar 500 svona snilldar ljóskur og þá er þjóðinni borgið um ókomna tíð....... við verðum að slá saman í flotta, grænu peysu handa henni því hún er gengin í Framsókn.

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Mér sýnist þig vanta alfatnað elsku karlinn minn. Mikið er þetta sérkennilega mynd af þér. Gult eins og sólin.

Jónína Benediktsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Ari Jósepsson

Þetta er bara frábært :)

Ari Jósepsson, 3.1.2009 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband