Og hvað FRAMSÓKNARMENN um land allt ? Burt með flokks"eigendur", eða hvað ?

Getur það verið að einhverjir framsóknarmenn séu svo veruleikaskertir að halda það að flokkur sem reynir að bjóða upp á brenndan gamlan og úldinn graut nái brautargengi í næstu kosningum ?

Svo virðist vera.

Ef marka má framboð ákveðinna leppa/einstaklinga sem, biðja um umboð til þess að leiða Framsóknarflokkinn upp úr öldudal siðleysis í stjórnmálum. Siðlausir framsóknarmenn og stjórnmálaleiðtogar fyrri tíma, fyrrum forkólfar flokksins, reyna eina ferðina enn að eignast flokkinn til þess að "pönkast" á almenningi og eigum okkar til sjós og lands.

Er aldrei komið nóg ?

Er ekki nóg komið af peningum Gísli,Finnur og Helgi þurfið þið meira ?

Halldór Ásgrímsson missti völdin, það er eins gott að hann og hans fylgisveinar nái þeim ekki aftur í flokknum eftir næsta flokksþing.

Tíma Valgerðar Sverrisdóttur í stjórnmálum þarf að ljúka. Hún var undirgefin þessum mönnum.

Fleiri í flokknum ættu að sjá sóma sinn í því að stiga til hliðar. Þeir hafa miss fylgið niður í 3% !!

Hrærigrauturinn Framsóknarflokkurinn- SÍS /Gift/Kaupaþing/Búnaðarbankinn/S-hópur/Egla/ Exista/ og fleiri og fleiri fyrirtækjahagsmunabandalög framsóknar á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum. Ef forkólfar þessa fyrirtækja láta sjá sig nálægt flokksþinginu er úti um flokkinn. Hann brennur í bankahruninu og spillingunni síðasta áratugar og jafnvel enn lengra aftur. Flestum finnst að tími Framsóknarflokksins sé liðinn. Að spilltasta stjórnmálaafl Íslandssögunnar þurfi að leggja niður. Ég er ekki sammála því þarna er stefnan sem hægt er að byggja á og fullt af fólki sem aðhyllist þessa stefnu og vill vera í flokknum og vinna góð störf áfram. Engin stefna hentar Íslandi í dag nema stefna Framsóknarflokksins. Lesið hana !

Flokksþingið þarf að bjóða upp á ný andlit, sterka leiðtoga, sterka málefnaskrá, sveigjanleika varðandi Evrópuaðild, gegnsæi, loforð um opin og hámarks upphæðir í kosningasjóð, loforð um ígrundaðar siðareglur og loforð um framtíðar Ísland sem byggir á stefnu Framsóknarflokksins en ekki sérhagsmunum örfárra drengja/karla. Sú stefna gerir ráð fyrir því að Íslendingar fái allir að njóta sín og að auðlindir okkar séu áfram okkar. Á stefnu Framsóknarflokksins má sjá að Evrópuaðild er alls ekki sjálfgefin og undirgefni ákveðinna flokksmanna gagnvart þrýstingi frá atvinnulífinu er sorgleg. Af hverju er fólk svona hrætt við forkólfa atvinnulífsins. Mennina sem settu þjóðina á hausinn. Er ekki öllum sama hvað þeir vilja í dag ? Við erum þjóð og okkar þjóðarhagur hefur ekkert með hag atvinnulífs í útrás og sukki að gera.

Í þeim orðum hvet ég þá sem hyggjast bjóða sig fram sem leppa fyrrum flokkseigendafélags að hætta við það og koma sér í viðskipti.

Þar eiga þeir heima !

Eða hvað framsóknarmenn gamlir og nýir.

Við byggjum nýtt afl með nýju fólki og því gamla sem neitaði að taka þátt í ráni á almanna eigum.

Getum við verið sammála um það ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Valgerður hefur hagnast langt umfram mögulegar atvinnutekjur gefa til kynna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Nú horfum við fram á við Heimir minn. Ertu ekki búinn að skrá þig í flokkinn ? Eða hvað  ertu með frjálshyggjufólkinu í Sjálfstæðisflokknum ? :-)

Mér er alveg sama hvort Valgerður fékk meira en hún átti skilið. Það er fortíðin, nú byggjum við framtíð og ég þakka þér fyrir að þora að styðja okkur sem börðumst við litlar vinsældir geng óreiðumönnum sem ég má ekki nefna á nafn ennþá. Kerlingarnar á Selfossi verða æfar. Enn þann þag í dag. Pældu í því Heimir.

Jónína Benediktsdóttir, 2.1.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er ekki útilokað að ég komi í Framsóknarflokkinn þegar hann verður vistvænni. Hann er enn of líkur klíkuflokknum mínum sem ég starfaði fyrir áratugum saman, en brást mér... og öðrum.

Kerlingin á Kópaskeri fylgist líka grannt með.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2009 kl. 13:23

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

En hvar eru þessir sérfræðingar sem tala í fjölmiðlum og á torgum. Ætla þeir að halda áfram að sitja í Háskólunum og kenna ? Ég bara trúi því ekki. Kommon strákar.

Jónína Benediktsdóttir, 2.1.2009 kl. 14:44

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Hæ Jónína, gott að fá þig með í að breyta Framsóknarflokknum. Allir flokkar á Íslandi þurfa að breytast. Það er félagsfundur 6. janúar í Reykjavík og þá verða valdir fulltrúar á flokksþing. Á flokksþinginu verður svo kosin ný forusta.

Annars er málefnastarf fyrir flokksþingið í fullum gangi og fundað stíft. Málefnahóparnir eru opnir öllum flokksmönnum eins og þú náttúrulega veist og vona ég að þú hafir verið virk í því starfi. Það er farvegur fyrir þá sem vilja móta stefnuna fyrir næsta flokksþing. Ég reyndi á einum fundi t.d. að tala fyrir því að fyrir flokksþingið væri sett tillaga um konur í stjórnir fyrirtækja þ.e. að Framsóknarflokkurinn styddi það og skoraði á þingmenn að beita sér fyrir lögum um það - svipuð lög og í Noregi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.1.2009 kl. 15:35

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Jónína, ég er þér hjartanlega sammála! Ef það tekst að taka til innan Framsóknarflokksins þá lýsi ég mig reiðubúinn að ganga til liðs við hann. Maður fæddist sosum inn í Samvinnuhreyfinguna, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en það er önnur saga. Hvað sem því líður þá bíð ég átekta og fylgist með. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 2.1.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Flokkseigendaklíkan sleppir ekki takinu á Framsókn. Það er ekki víst að þeir þurfi svo mikið fylgi til þess að komast í oddastöðu eina ferðina enn og þá verður nú dansað dátt kringum kjötkatlana. Framsókn er ekki áhugaverð. Það verður hins vegar gaman að sjá hvað bóksalinn á Selfossi gerir. Það er ekki allt blóð runnið úr honum.

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Baldur þú hefur einfaldlega rangt fyrir þér núna !

Jónína Benediktsdóttir, 2.1.2009 kl. 20:28

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jónína, hvers vegna þarf svona mikilhæf kona alltaf að halda með tapliðinu? Þú bara detoxar Harðarsoninn og flýgur inn á þing með honum.........

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 20:35

10 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég segi nú bara að: Jónína Ben hefur hingað til látið verk sín tala.  Hún tilheyrir ekki eldhúskróksumræðum sem sjaldan fara lengra.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 2.1.2009 kl. 20:51

11 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Baldur hittu mig og ég vil koma vitinu fyrir þig drengur, og tap lið hvað ? Ég er einmitt í sigurliðinu. Þeirra sem þora að fara ótroðnar slóðir en láta ekki afvegaleiða sig í bulli. Ekki oft í það minnsta :-))

Takk Fjóla mín þú ert nú einstök kona eins og allir vita sem þekkja þig.

Jónína Benediktsdóttir, 2.1.2009 kl. 21:52

12 identicon

Mér finnst frábært hjá þér Jónína að bjóða þig fram í að vega Framsókn til fyrri vegs og virðingar.  Ef marka má þessi orð í færslu Bjarna Harðarsonar þá veitir ekki af grettistaki innan þeirrar girðingar.

"Sjálfur sat ég nokkra fundi í Framsóknarflokki þar sem þáverandi formaður, Guðni Ágústsson, vék að því að ef til vill þyrfti flokkurinn að gera upp við kjósendur hvern þátt hann ætti í því sem miður fór. Svör núverandi formanns og þáverandi varaformanns, Valgerðar Sverrisdóttur, við þessum aðfinnslum voru öll á þá leið að þetta væri óþarfa hjal. Nú hefur Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður staðfest að hann taldi það mikilvægt verkefni að hann og hans stuðningsmenn innan flokksins stöðvuðu að þessi orðræða Guðna færi í hámæli. "

Pabbi minn var rótgróinn Framsóknarmaður og Samvinnuskólagenginn.  Af gömlum vana kaus hann alltaf flokkinn en var hundóánægður með hann.  En var trúr sínum. Þeim fer fækkandi eða eru líklegast horfnir sem enn hugsa á þennan hátt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:38

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég vona svo sannarlega að þú haldir haus í Framsókn Jónína. Þar hefur margur góður maðurinn verið lagður að velli og haldið þar. Hnífsstungur í bak og fyrir eru daglegt brauð og fégirnd ráðandi afl.

Þetta veistu allt en ég ætla samt að vara þig við.

Ég kem svo ef þú gerir flokkinn vistvænan.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2009 kl. 23:45

14 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Heimir tómt lambakjöt og ég geri ekkert án þín !!!

Jónína Benediktsdóttir, 3.1.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband