Og að því sögðu þá lýsi ég því yfir....skipta þarf um lás á Frasóknarhúsinu Hverfisgötu.

Í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér nennti ég ekki að lesa orð af því sem formenn flokkanna höfðu að segja í blöðum dagsins.  Mér varð illt að horfa á þessi gömlu, súru andlit spillingar og hruna landsins míns. Það vantaði bara mynd af forsetanum og þá hefði ég lagst í rúmið. Er ekki nóg komið góða fólk ?

 Ykkar tími er liðinn. Vissulega má læra af reynslunni en þessi reynsla var of dýru verði keypt. Þið sváfuð á verðinum, hlutuðu ekki á raddir fólks og viti men, við fórum annað !!

Ég skora á alla þá sem hafa vilja þrek og hugreki til þess að breyta andlitum forustu flokkanna og um leið stefnu og viðhorfum að stíga fram.

Áskorun á nýju ári !!

Ég hvet ykkur, hvar í flokki sem þið eruð, að koma í Framsóknarflokkinn og byggja á gömlum grunni með nýjum siðareglum almenningi og þjóðinni til heilla. Við sem gagnrýnt höfum hæst og mest verðum að sýna í verki að um SAMSTÖÐU er að ræða. Það dugar ekki að tala á torgum úti eins og akademían er að gera og fær verðlaun fyrir.

Það má kjósa um Evrópuaðild, það má setja á fót regluverk sem heldur utan um það nýja kerfi sem almenningur krefst þess að fá. Það má semja um allt og í bróðerni finna flöt á nýju Íslandi. Klæða þarf keisarann í föt.

En ríkisstjórnin er rúin trausti, það þarf að kjósa fljótt.

Nýtt fólk í gamlan flokk. Framsókn !! Jón Baldvin, Þorvaldur Gylfa, Davíð Oddsson, og öll þið hin sem sjáið neyðina. Stigið fram og sýnið hugreki. Það gerist ekkert í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokknum sem leiðréttir það ástand sem nú er. Það skiptir engu máli hvað nýr flokkur heitir, en Framsókn liggur vel við, þar er hægt að endurnýja allt og stefnan er góð.

Og að því sögðu þá lýsi ég því yfir að það þarf að skipta um lás á Framsóknarhúsinu Hverfisgötu. Nýja lykla fær enginn sem misnotað hefur aðstöðu sína á kostnað almennings. Flokkseigendafélag Framsóknarflokksins þess síðari verður að finna sér annan vetfang til þess að viðhalda græðgi sinni og óheiðaleika.

Gleðilegt ár og við mótmælendur verðum að bjarga Íslandi, enginn annar er að því. Fólk og fyrirtæki þola ekki þennan ömurlega biðtíma sem seinagangur forustu landsins sýnir. Þetta er með ólíkindum. Eftir hverju er verið að biða.

Fyrirtækin eru að verða gjaldþrota og fólkið með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Jónína þú ert brilliant, einmitt það sem okkur skerbúa vantar í allri vitleysunni. Að hvetja okkur og beina okkur rétta leið. Sjáumst á Hverfisgötunni .....og gleðilegt nýtt ár !

Sigurður 

Sigurður Ingólfsson, 31.12.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Hebbi tjútt

Jón Baldvin?

Hann var utanríkisráðherra þegar Norðmenn báðu hann - og Jón Sigurðsson þáverandi iðnaðarráðherra - að stinga skýrslum bak við stól um olíu á Drekasvæði - slíkt hefði getað komið Norðmönnum illa.

Jón Baldvin og nafni hans Sigurðsson sögðu "já - ekkert mál" - Norðmennt "græddu" og við töpuðum.

Jón Baldvin aftur?   Nei takk.

Hins vegar hefð verið farsælla hefu þeir Haarde og Oddsson skipt um stóla á síðasta ári - takk fyrir og hana nú.

Hebbi tjútt, 31.12.2008 kl. 16:14

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Gaman að þessum ummælum öllum. Ég vil bara að allir sem tjá sig opinberlega fari í framboð og svo kýs almenningur bestu krísustjórnina sem þeir vilja. Þannig skapas ró. Þetta er óþolandi ástand og stór hættulegt lífi fólks.

Jónína Benediktsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Ég styð þig heilshugar kona góð...áfram með þig !!!!!!!!

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Heidi Strand

Nýtt vin í gömlum belg.

Gleðilegt nýtt ár!

Heidi Strand, 31.12.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Belgirnir skipta engu !! :-)) Flott hjá Geir.

Jónína Benediktsdóttir, 31.12.2008 kl. 21:58

7 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Orð í tíma töluð. Nú líst mér á þig. Í formannsframboð hjá Framsókn með þig. Skora á þig. Taktu góðan kúst og sópaðu drullunni úr þessu spiltasta greni landsins.

Ástþór Magnússon Wium, 1.1.2009 kl. 16:54

8 Smámynd: Jens Guðmundur Jensson

Ég hef lengi fyrirlitið Framsóknarflokkinn. Allavega eftir að hann varð leikvöllur Halldórs og Finns.

En þú virðist vera töffari en ég hélt. Ég er flokkslaus í augnablikinu, melda mig inn ef þú ferð í formanninn, þó ekki nema til að koma þér að.

Jens Guðmundur Jensson, 1.1.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband