Ég giftist á árinu !

Oft fæ ég aulahroll þegar ég les stjörnuspár. Ég er þessi ískalda raunsæiskerling sem trúi ekki á svona handahófskennd vísindi en hef samt gaman af. Það er sennilega í voninni um að ég losni við að bera ábyrgð á mínu eigin lífi  og einhver töfrakona með kúlu ákveði, jæja Jónína mín nú gerir þú þetta og svo þetta og áður en ég veit af er ég laus við þann kvíða sem fylgir því ávalt að taka ákvarðanir.

Að vera ein um að taka ákvarðanir heimilsins er þreytandi til lengdar. Ekki það að tveir hafi alltaf verið auðveldara. Guð minn góður nei.O nei við skulum ekki minnast á þau ósköp á hátíðarstundu.

Það var því með vonmiklu hugarfari sem ég las áramótastjörnuspá mína í Mogganum (Evrópusinnaða málgagninu mínu, sem nú er orðinn einn áróðurs Evrópupési en samt bestur af tveimur)

Jú þar stendur að allt fari vel á árinu (vissi það svo sem) en að ástarmálin gengju vel og að ég gifti mig jafnvel á þessu ári ! ( er hægt að spá þessu líka ?)

Ok !

En svo kom klausan, það er að segja ef ég væri á "giftingaraldri". 

Ja hver andsk.

Hvaða aldur er það Moggaspámaður ?

Ég held að ég sé löngu komin af þeim aldri sem Mogginn á við um giftingaaldur.

Eða hvað finnst ykkur kæru bloggvinir. Er ég enn á giftingaaldri ? 

Og er einhver þarna úti sem vill giftast 51 árs gamalli konu ?

Gönguferðir í Öskjuhlíðinni nægja nú sumum sem skilgreining á sambandi, já eða leikhúsferðir, eða út að borða.

En gifting ? For crying out loud !

Ég er nú einu sinni hrútur og ef spámaðurinn í Mogganum veit eitthvað um hrútakonur þá eru þær öruggari ógiftar, það er að segja framan af aldri meðan þær hlaupa af sér hornin í það minnsta.

En ég heiti Jónína og ég er 51 árs hvatvís hrútur sem er ákveðin í að gifta sig  einu sinni enn þó það verði þegar ég er 100 ára.

Giftast ekki sumar konur Jesú ? Hann þarf nefnilega að vera ansi fullkominn sá næsti.

Njótið dagsins og ekki taka mig alvarlega frekar en stjörnupána ykkar í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Á maður ekki bara að óska þér til hamingju?

Jónína mín, ég held að Moggaspámaðurinn, hljóti að hafa átt við átján ára og eldri. Barneignaaldurinn er eyrnamerktur í báðar áttir, en giftingaraldurinn er rýmri eins og við báðar vitum.

Aldurinn 51 árs er engin fyrirstaða og ekki skemmir að vera fæddur í hrútsmerkinu.

Það er ágætt að geta átt samræður við Drottin og Jesú þegar illa árar, en að giftast þeim feðgum er alveg handónýtt, alla vega fyrir okkur af hvatvísari gerðinni.

Þú ert bæði sæt og bráðskemmtileg, þannig að það ætti ekki að vera neinn vandi að finna einhvern karl sem vildi giftast þér, en Jónína!

Þú þyrftir að fórna svo miklu.  Þú veist að karlar þola ekki að konur þeirra séu hvatvísar, nema þá helst í bólinu. 

Ég get ekki hugsað mér að þú hættir að rífa kjaft, þannig að ég vona að allar hugleiðingar um giftingu séu meira í gamni en alvöru, það er nægur tími til að setjast í helgan stein og svo get ég sagt þér leyndarmál.  Það eru fullt af frábærum einsetukörlum sem hafa ótakakmarkaðan tíma til að bíða eftir að þú hlaupir af þér hornin.

Gleðilegt nýár!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.12.2008 kl. 11:02

2 Smámynd: Jón Einarsson

Gæti ekki verið þér meira sammála, Jónína, stjörnuspár eru kerlingabækur og ómarktækar. Ég man að amma mín las í telauf og birkifræ og gaf slíkt mun betri raun en þetta himnafestingarraus, og ég held mig við slíkt í mínum vangaveltum um framtíðina. Reyndar gaf það alltaf bestu raunina að nota mánaðargömul hundasúrulauf við fullt tungl, sjaldan brást henni ömmu minni bogalistin með slíku.

Næsta ár, Jónína, verður ár flokksins okkar. Framsóknarflokksins. Spjallaði við kviðmág minn í pottinum í morgun, hann er líkt og ég gamall og gróinn flokksmaður, og hann var alveg á þeirri skoðun að þú, svona reffileg og stórgáfuð kona, værir einmitt konan til að hefja íslensk stjórnmál til hæstu himinhæða. Við munum eiga glæstan sigur í kosningum á næsta ári, ég hvet þig til að gefa kost á þér á þing og tel að fáir, ef nokkrir, yrðu hæfari til að gegna ráðherradómi en þú. Landið þarf Framsókn, við erum bændaflokkur sem setur íslenskt í öndvegi og hafnar mengandi áhrifum erlendra ríkja. Við höfnum líka spillingu og auðvaldi og viljum færa landið aftur til grasrótarinnar með því að hefja landbúnað og sjávarútveg til vegs og virðingar og úthýsa peningaöflum, bankastarfsemi og fleiru.

Jón Einarsson, 31.12.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Takk fyrir þetta kærlega. Ég er sammála þér ég á fullt erindi á þing. En það er bara svo gaman hjá mér í vinnunni.

Við þurfum nýtt fólk í Framsókn og þakka þeim gömlu fyrir þeirra störf og hefja nýja baráttu. Við skiptum bara um lás á Hverfisgötunni !

Jónína Benediktsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú ert á góðum giftingaraldri.....

Hólmdís Hjartardóttir, 31.12.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband