Greinin sem Mogginn vildi ekki birta löngu fyrir hrun bankanna.

Jæja ég læt undan miklum þrýstingi, hér er greinin sem fékkst ekki birt í Mogganum, löngu fyrir hrun Íslands. Þær eru margar sem ég hef ekki fengið birtar, sérstaklega í Fréttablaðinu. Ritstjórar blaðanna hafa verið svo hræddir við að nefna nöfn forkólfa viðskiptalífisins á nafn. Þeir hafa stjórnað umræðunni um sig sjálfir þar til núna. Þessi undirlægjuháttur ritstjóra blaðanna við auðmenn þjóðarinnar hefur villt almenningi sýn um innræti og hugsunarháttinn sem keyrði þessa þjóð í kaf. Hinsvegar tókst óreiðumönnum að draga saklaust fólk á ógeðslegan hátt inn í dómsmál sem núverandi ritstjóri Moggans taldi ekki þjóna hag blaðsins að skrifa um.

Ástæðurnar jú eins og fyrri daginn. Óttinn við vald peninganna.

Þessi grein er skrifuð í júní  og eftir grein sem birtist í Herðubreið. Ég fékk þessa grein ekki birta. Ritstjórinn taldi vont fyrir mig að vera að eltast við þetta mál. Það væri komin niðurstaða í það !!

En vegna áskorunar læt ég greinina flakka.

Herðubreið er tímarit og þar hafa birst ótrúlegar greinar, þvælugreinar, og Samfylkingarfólki til skammar, enda flokkurinn rúinn trausti.(hér er greinin)

 

Upphaf Baugsmálsins


Svar til Hallgríms Helgasonar, Karls Th  Birgissonar og þeirra nafnlausu sem skrifa nú Íslandssögu síðari tíma um upphaf Baugsmálsins

Upphaf Baugsmálsins má rekja til mín. Ég reyndi ítrekað í tölvupóstum til Jóns Ásgeirs, Tryggva og Jóhannesar að fá þá til þess að standa við umsamda samninga sem ég sá og heyrði að gerðir voru við vin okkar Jón Gerald Sullenberger, sem lagt hafði allt sitt undir til þess að starfa engöngu fyrir Baug/Aðföng (heildsala í eigu Baugsmanna)
Mér var sagt á mjög svo ósmekklegan hátt að skipta mér ekki af Baugi auk þess sem mér var bent á það af Tryggva Jónssyni að Baugur kæmi Jóhannesi ekki við og hvað þá mér.
Ég reyndi í marga mánuði að aðstoða Jón Gerald því ég vissi að allir samningar höfðu verið sviknir. Jafnframt vissi ég af samtölum, uppgjörum og tölvupóstum til Jóhannesar, sem hann bað mig að opna fyrir sig, að Baugur var í vondum málum á flestum vígstöðvum. Þau mál verða ekki rakin hér enda sjá aðrir um að rannsaka þau mál.


Ég  sá að aðförin var ekki engöngu að mér og Jóni Geraldi á þessum tíma heldur að fjölda fólks, stjórnvöldum, eftirlitsstofnunum og svo almennings í blekkingarleik um “lægsta verðið”.


Ég var gáttuð en jafnframt ráðþrota. Siðferðilega var það rangt af mér að segja ekkert eins og Hallgrímur Helgason stuðningsmaður Baugs og Samfylkingarinnar bendir á í grein sinni í Fréttablaðinu 22 mars.
 “Okkur ber öllum skilda til að segja sannleikann um það þjóðfélag sem við byggjum. Heilsa þess veltur á því að við horfum ekki framhjá þeim illu veirum sem á það erja heldur göngum í að einangra þær”.


 Einmitt það var ég að gera þegar ég leitaði ráða fjölda einstaklinga vegna þess sem ég sá að verið var að gerast. Ræna heilu samfélagi með aðstoð ákveðinni bankaforkólfa.


Jón Gerald fékk lögmann með aðstoð Styrmis. Jón Steinar sá til þess að gögn voru lögð í hendur ríkislögreglustjóra sem fékk heimild héraðsdómara fyrir rannsókn á fyrirtækinu.
Styrmir og ég komu þar hvergi nærri en auðvitað vissum við bæði og höfðum undir höndum alvarleg gögn um aðferðafræðina.

Styrmir ákvað hinsvegar að skrifa ekki um málið í Mogganum og vorum við þar óssammál. Ég vildi að talað yrði við Jim Schafer sem logið var uppá í fréttum RÚV vegna þess að hann neitaði að  staðfesta logið ársuppgjör Bonus Dollarstores. Það átti að klára hann en í staðinn fékk hann þagnarsamning upp á 200 milljónir.


Jón Gerald fékk einnig þagnarsamning upp á svipaða upphæð.


Bjóða átti Davíð þagnarsamning.


Sumir tala einfaldlega með buddunni sinni Hallgrímur og Karl Th og menn sem taka að sér að ljúga fyrir peninga upp á þá sem hafa samfélagsvitund og vilja réttlæti, er vorkunn.


Herðubreið, Samfylkingar er afvegaleidd af PR mönnum Baugs sem sitja bæði í Viðskiptaráðuneytinu, Hjálmar Blöndal og í Iðnaðarráðuneytinu  Einar Kr Haraldsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég vona, að nýtt ár beri í skauti sínu þor til handa manna, sem lagst hafa niður og látið valtra yfir sig líkt og hræddar lýs í saumum klæða.

Nú verður bllóðið frá þeim tekið, því skepnan vill losna við þá er sjúga úr henni blóð, því nú hefur minnkað verulega af því.

onandi sjá menn, að blindan sem ágirndin og letin slógu yfir augu þeirra, er ekki þeirra sök, sem á bentu, hvorki þín né Davíðs, svo fáir séu nefndir.

Gleðilegt nýtt ár og hafðu þökk fyrir þann hluta baráttunnar, sem byggir á virðingu fyrir sannleikanum, hinn hlutinn er runninn af öðrum hvötum, mannlegum, sem ég vil ekki prísa.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 30.12.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hinn hlutinn hver Bjarni minn ?

Jónína Benediktsdóttir, 30.12.2008 kl. 08:58

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar þú talar um þagnarsamning áttu við mútur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Nei ekki endilega. Það má semja þannig að innihald samningsins sé trúnaðarmál. Báðir aðilar eru sammála um að þegja. Mútur er meira hótanir en svo má ígrunda hugtakið Heimir. Viðskipti fara nú meira eða minna fram með svona samningum í heimi hrægammanna. Þá dugar það eitt að tala mál sem menn skilja.

Jónína Benediktsdóttir, 30.12.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

En hvor greinin finnst þér betri :-))

Jónína Benediktsdóttir, 30.12.2008 kl. 12:45

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Takk fyrir Jónína, góðar greinar.  Lýsir því vel sem fram fer bak við tjöldin.

Vona bara að þessir fuglar hafi ekki ennþá jafngóð tök á Framsóknarflokknum eins og þeir höfðu, enda nátengdir honum.

En Samfylkingin má heldur betur skammast sín fyrir sinn þátt.  Og klappstýran á Bessastöðum líka.  Vonandi verður sá þáttur betur dreginn fram í dagsljósið á komandi mánuðum.  Þú kemur örugglega til með að eiga stóran þátt í því.  

Að lokum,Gleðilegt nýtt ár, og hafðu það sem best.

Sigurður Sigurðsson, 30.12.2008 kl. 13:03

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sú efri er þroskaðri og þar af leiðandi betri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.12.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Jón Einarsson

Fussumsvei! Þetta er nú ljóta lesningin (frásögnin, sjáðu til). Ljóst er að hér er um að ræða samsæri og svikamyllu sem teygir sig upp í hæstu hæðir. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að Framsókn þarf, og verður, að komast til valda, enda sér hvurt mannsbarn að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru gjörspilltir flokkar.

Ég hef verið talsmaður þess að nú sé lag að breyta lögum landsins lýð og þjóð til heilla með því að efla lýðræðið og samfélagsvitund. Það er ljóst að því miður eru of margir sem láta glepjast af fagurgala spillingaraflanna og kjósa þau til valda trekk í trekk - það má því til sanns vegar færa að það þurfi að setja varnagla í stjórnskipan landsins til að koma í veg fyrir að kjósendur geti með þessum hætti kastað atkvæði sínu á glæ og viðhaldið spillingunni. Mín tillaga er sú að sett verði í stjórnarskrá að óheimilt verði að mynda ríkisstjórn á Íslandi án aðkomu Framsóknar, hið minnsta þangað til málsmetandi menn (og konur) kveða úr um að spillingaröflin hafi verið upprætt. Með styrka hönd Framsóknar við stjórnvöl Ísafoldar er hægt að taka stefnuna inn í framtíðina óhrædd og full trausti á ríkið.

Framtíð þjóðarinnar liggur í ræktun lands og sjós, þar sem borgarar þessa lands geta stundað búskap líkt og hefur dugað okkur í árhundruð og hvergi borið skugga á. Það ætti að vera fyrsta verk nýrrar stjórnar undir forystu Framsóknar að setja á fót öflug og sterk býli þar sem fólk getur fengið landskika til ræktunar gegn því að uppskera og afurðir fari til samvinnufélagsins, að frádregnu því magni sem hver og einn þarf til að sjá sér og sínum farborða. Þannig má brauðfæða þjóðina á landsins gæðum og þannig getum við gefið Bónus, Krónunni, Exista og Milestone og hvað þær heita nú allar þessar búðir langt nef.

Saman getum við sagt spillingunni stríð á hendur, og sameinuð getum við unnið á henni bug.

Jón Einarsson, 30.12.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband