Óvinveitt yfirtaka á ríkisstjórninni með aðstoð forsetans.

Hef ekki meira um það að segja annað en; er Framsóknarflokkurinn kominn í kommabandalag ?

Loksins verður forsetanum að ósk sinni um "vinveitta" ríkisstjórn vina og velgjörðarmanna. PR ráðgjafar auðmanna, Samfylkingarinnar og forsetans enn eina ferðina að "pönkast" á Íslendingum í leyniklúbbum.

Jahérna Sigmundur Davíð minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Var ekki búinn að sjá þessa athugasemd þína.  Og núna er ég hjartanlega sammála þér. 

Og hvernig klappstýran er farin að túlka stjórnarskrána, mér þætti gaman að heyra einhverja lögspekinga taka undir þessa túlkun.

Sennilega þegir nú Sigurður Líndal ?? 

Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 21:02

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

ER fólk virkilega svona naíf ? Sér það ekki í gegn um leikþáttinn sem fór í gang með afsögn Jóns Sigurðssonar (sem sennilega vann aðeins fyrir Kaupþingsforstjórana )

Nú fer spillingin í hæstu hæðir á Íslandi. Davíð Oddsson, talaðu !!

Jónína Benediktsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það ætla ég að vona, og nú verð ég bara að fá sæti á landsfundinum.  Það kæmi mér ekki á óvart ef maðurinn heldur slíka ræðu þar að þakið taki af höllinni. 

Þessi landsfundur og kosningabaráttan í framhaldi verður blóðugri en nokkru sinni fyrr. 

Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 21:13

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Til að mynda þess ríkisstjórn fá Samfylkingarmenn og VG "blanco" tjékka frá Framsókn!

Góð byrjun hjá nýja formanninum þínum, Jónína.

Jónas Egilsson, 26.1.2009 kl. 21:14

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er skelfileg byrjun,  eigum við ekki að kalla þetta byrjendamistök.  Sennilega með enn hræðilegri afleiðingum.

Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 21:16

6 Smámynd: Stefanía

Ekki segja mér að þetta  komi ykkur á óvart !

Stefanía, 26.1.2009 kl. 21:18

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nei, þótt bíllinn hafi verið sprautaður nýjum lit, þá er ennþá sama ónýta vélin og handónýtur gírkassinn - greinilega.

Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 21:28

8 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Við ættum samt að sjá hvort Sigmundi Davíð er alvara í þessu. Hann vonandi áttar sig á því að fylgi Framsóknarflokksins er að koma frá Samfylkingunni vegna þess hvað hún er tætt í sundur og ótrúverðug. Hann er að skræla fylgið af Framsókn með því að styðja þetta vonlausa afl sem Samfylkingin er. Jóhanna er ekki ein í flokknum, því miður.

Jónína Benediktsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:36

9 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hvor átti stærri þátt í hruni bankanna Ólafur Ragnar eða Davíð Oddsson ?

Jónína Benediktsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:37

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég fagna frfáhvarfi þessarar ríkisstjórnar...hélt að þú gerðir það líka?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:46

11 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Já en það er Samfylkingin sem hefur misst niður um sig fyrst og fremst eins og skoðanakannanir sýna. SF er spillingrafl sem uppræta þarf en svo er auðvitað gott fólk þar eins og Jóhanna. Lúðvík og Árni Páll sem og Össur eru hliðhollir leppar auðmanna við hlið forsetans. Ég er að missa trú á þessari þjóð. Fær hún aldrei nóg af sömu ógæfumönnunum ?

Jónína Benediktsdóttir, 26.1.2009 kl. 22:23

12 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Það sem ég hef sagt í nokkur ár er einfaldlega þetta, Ísland er of lítið fyrir 63 manna Alþingi. Ísland er því miður orðið spillt,að ná völdum er orðið merkilegra en hagsmunir okkar, við segjum heldur aldrei neitt og látum allt yfir okkur ganga. Ætlar þú Jónína að vera áfram í flokknum ef hann fer á þessa braut. Því það er stutt síðan að þú sagðir að framsóknarflokkurinmn væri besti viðreisnarflokkurinn í dag. Er kanski að koma í ljós sama gamla framsóknar valdagræðgin til að viðhalda spillingunni ?

Stefán Óli Sæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 22:37

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ninna kommi, Ninna kommi ...

Steingrímur Helgason, 26.1.2009 kl. 23:22

14 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Jónína - ef mynduð verður minnihlutastjórn þá þýðir það að a.m.k. 2 flokkar verða við völd.

Framsókn mun verja það ríkisstjórnarsamstarf.

Þjóðin gat ekki lengur haft þessa aðgerðalausu ríkisstjórn - hún hafði ekki þol í meira.

Jóhanna Sigurðardóttir á hug og hjörtu nánast allra vegna hreinlyndis, dugnaðar og baráttuvilja.

Þjóðin gerir þá kröfu að það verði hreinsað til.

Nú getur þú í gegnum þinn flokk hjálpað okkur.

Ég hef staðið í mótmælum ásamt þúsundum.  Við munum halda okkur vakandi á verðinum.

Stuðningur forseta við stjórnlagaþing var okkur líka mikill stuðningur.

Við þurfum öll að halda vöku okkar og hjálpast að.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 23:52

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þetta verður væntalega skammlíf stjórn.  Ég vildi sjá utanþingsstjórn

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 01:32

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er að renna á þig tvær grímur varðandi hreppaflutning þinn, Jónína?

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 02:25

17 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Við þessar aðstæður þar sem ekkert traust ríkir þá er þjóðstjórn eina leiðn að mínu viti. Af hverju er gert ráð fyrir því að Samfylkingin, með allt niður um sig og með sérlega auðmnnadýrkun sína, leiði hér nýja ríkisstjórn.

Ég var að vonast til þess að Framsóknarflokkurinn þyrði að tala í takt við adann í samfélaginu. Samfylkingin er trausti rúin ekki síður en Sjálfstæðisflokkurinn !!! 

Gunnar minn það skipti reynar engu máli hvar ég væri meðan þessi forseti hagar sér eins og einræðisherra og er með sömu ráðgjafa og Baugur og Samfylkingin. En enn ætlar almenningur að láta blekkjast. Jóhanna Sig ræður þessu ekkert ein ! Lepparnir eru með henni í fokki og afsögn Björgvins sjónarspil eitt.

Jónína Benediktsdóttir, 27.1.2009 kl. 06:36

18 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já, en var það ekki Framsóknarflokkurinn sem var litla þúfan í þessu ferli öllu.  Samfylkingin sá sér leik á borði og ákvað að setja fram ófrávíkjanleg skilyrði.

Enn og aftur er það Framsóknarflokkurinn sem leikur aðalhlutverkið, eins og í fjármálaóreiðunni, hvort sem er í landsstjórn eða borgarstjórn.

Tek undir orð afa míns sem sagði að Framsóknarflokkurinn væri mesta meinsemdin í íslenzkum stjórnmálum.  Reyndar var þá ekki Baugsflokkurinn kominn fram á sjónarsviðið, þannig að sá gamli hefði þurft að endurskoða afstöðuna í dag ef hann lifði.

Sigurður Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 08:36

19 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Sveinn Elías hvernig nennir þú að lesa bloggin mín þegar þú þolir þau ekki

Ég les ekki blogg nema fólkið sem þau skrifa séu þess virði að kynna sér skoðanir þess. les t.d. aldrei þín blogg minn kæri.

Lúvík dómsmálaráðherra ! Eru menn að grínast framsóknarmenn ?

Jónína Benediktsdóttir, 27.1.2009 kl. 09:06

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru 2-3 einstaklingar sem koma reglulega á bloggið mitt, reyndar án fulls nafns, sem kommenta í nákvæmlega sama stíl og Sveinn Elías Hansson. gerir hér. Þetta er hvimleiður andskoti og þetta er auðvitað ekkert annað en argasti dónaskapur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 12:37

21 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála þér Jónína. 

Ég hefði bara viljað sjá þig í nýjum flokk. Ég hef ekki trú á að heill flokkur breytist með einum manni. Auðvitað á hann ekki að líða fyrir gjörðir forfeðra sinna en faðir hans var einn af gamla liðinu og þekktur fyrir...

Halla Rut , 27.1.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband