Er hægt að vinna með Samfylkingunni yfir höfuð ? Gengur hún enn erinda auðmanna gegn Davíð Oddssyni ?

Það getur ekki verið annað en mjög þreytandi að vera í samstarfi með flokki sem hatast út í Davíð Oddsson. Þessi árátta Samfylkingarinnar er orðin bráð fyndin ! Hún er að kljúfa ríkisstjórnina á ögurstundu, svo mikið er hatrið.

Eru forkólfar Samfylkingarinnar að standa við loforð, í aðdraganda kosninganna, við Baug og forsetann um að koma Davíð Oddssyni á kaldan klakann ?

Ekkert annað dettur mér í hug þegar Davíðsáráttan er slík, hjá forkólfum Samfylkingarinnar, að jafnvel leggur þetta fólk undir hið margþráða vald sitt í ríkisstjórn. Vald sem misnotað hefur verið aftur og aftur, meðan sómamaðurinn Geir Haarde sér ekki alvöru hótana Samfylkingarinnar og fyrir hverja hún er að vinna í raun. Í Seðlabankanum eru sérfræðingar og þetta er niðurlægjandi fyrir þá líkt og hvernig Ingibjörg Sólrún talaði um rannsóknarlögregluna í kjölfar Baugsmálsins. Hún gerði lítið úr eftirlitinu svo um munaði, sjálfri sér til skammar og þjóðinni til minnkunar.

Það er ekki hægt að ver í stjórnmálabandalagi við svona sundurleitan hóp, hvað þá þegar hann gengur enn erinda auðmanna.

Davíð Oddsson á minnstan þátt í hvernig komið er fyrir þjóðinni, freka er það forsetinn með fjölmiðlafrumvarpinu og ráðgjafar Samfylkingarinnar, Baugs og forsetans, þeir Einar Karl og Gunnar Steinn sem prjónuðu það leikrit sem auðmenn settu hér á svið stjórnvöldum, eftirlitsstofnunum og almenningi til blekkingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gleymdu ekki skáldunum sem,hafa örugglega fengið nokkrar krónur í vasann hjá Baugsliðinnu. Til að berja á Davíð.

Ragnar Gunnlaugsson, 26.1.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Offari

Jónína þinn tími mun koma.  Það er furðulegt hvað fáir taka eftir því að Davíð var alltaf að reyna að vinna gegn þeim spillingaröflum sem hér voru ríkandi. Það má vel vera að hann hafi gert mistök í starfi sínu en það er einfaldlega alltof erfitt að finna upp hinn fullkona mann.

Offari, 26.1.2009 kl. 14:03

3 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Nú er verið að tala um bráðabirgðastjórn fram að kosningum.

Held að Jóhanna Sigurðardóttir hafi traust flestra Íslendinga.

Held að það skipti öllu máli nú, fram að kosningum.

Flokkspólitík á ekki að ráða örlögum okkar nú, þegar við erum að missa allt okkar, möguleika á að vinna fyrir heimilum okkar, heilbrigðiskerfið í erfiðri stöðu o.fl. og fl.  

Jónína vissulega hefur þú margt að leggja til þessa dagana og þökk fyrir það.  Það er almennt álit fræðimanna úti í heimi að bankastjórar Seðlabanka Íslands, hafi gert svo mikil mistök að þeir séu ekki á vetur setjandi.

Hef enga trú á því að Jóhanna Sigurðardóttir, fari að hlífa auðmönnum yfirleitt, hvort heldur þeir tengjast Baugi, Bjöggunum, S-hóp, Kaupþingi o.fl.

Og hvernig á Sjálfstæðisflokkurinn að geta tekið á málum þeirra sem stóðu fyrir hruni þjóðfélagsins, þegar Kjartan Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri flokksins, fyrrum stjórnarformaður LÍ og síðan varaformaður LÍ, situr svo í miðstjórn flokksins?

Hefur Katrín Þorgerður siðferðilegan rétt til að gegna embætti forsætisráðherra Íslands, miðað við fjármálagerninga hennar og eiginmanns hennar?

Það væri fróðlegt að vita hvort Framsóknarmenn almennt séu sammála þér nú?

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 14:40

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hverra erinda ímyndar þú þér Jóhanna að Davíð Oddsson gangi? - Hvernig getur það verið í þágu þjóðarinnar að hann hangi á stólnum sínum sama hvað eftir að allt sem hann var settur yfir og lagði sjálfur grunn að hrundi - einmitt vegna þess hve grunnstoðirnar reyndust fúnar, regluverkið ónýtt og eftirlitið aumt.

Allur heimurinn krafðist afsagnar hans en hlær nú bara að aulahættinum í okkur að geta ekki hrista hann af okkur.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2009 kl. 15:15

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þetta átti að vera: Jónína hverra erndi heldur þú að Davíð gangi?

- Jóhanna er hinsvegar vonarstjarna okkar í bili.

Helgi Jóhann Hauksson, 26.1.2009 kl. 15:19

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Jóhanna Sigurðardóttir er frábær stjórnmálamaður. Hún ætti að vera formaður SF en sem forsætisráðherra getur SF ekki sett hana án kosninga.

Geir kom vel frá deginum. En ekki veit ég hvort eitthvað betra taki við fyrr en eftir kosningar.

Jónína Benediktsdóttir, 26.1.2009 kl. 15:34

7 Smámynd: Dexter Morgan

Jamm og jæja Jónína. Talandi um áráttu. Hefur þú heyrt talað um svokallaða "Baugs-áráttu". Það eru ekki margir haldnir þeirri áráttu, sem betur fer, en þú hlýtur að kannast við svona áráttur af ýmsum toga.

En ég ætlaði nú að segja að ég hef nú ekki áhyggjur af Samfylkingunni í sjálfum sér (og hef reyndar aldrei haft, hvorki af né á),  heldur FRAMSÓKN. Hvernig ætli það sé fyrir SF og VG að fara í minnihlutastjórn og ÞURFA að treysta á Framsókn. Ég myndi nú ekki treysta þeim fyrir fimmeyring með gati, hvað þá að verja minnihluta í stjórn. Eru menn kannski búnir að gleyma Reykjavík og bröltinu þar í sumar/haust... Þar var Framsókn í fararbroddi með það sem þeir eru bestir í; að svíkja samstarfsfólk og annað fólk líka.

Dexter Morgan, 26.1.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Áddni

Mér finnst sorglegt að lesa þessi orð þín Jónína. Í þessu verða allir að axla ábyrgð, hvort sem að það eru baugsmenn eða sjálfstæðismenn. Það er bara staðreynd.

Hvað mína perósnulegu skoðun varðar er ég þeirrar að Davíð sé ekki að gera þjóðinni nokkuð gott, hafi aldrei gert, og mun aldrei gera.

Áddni, 26.1.2009 kl. 15:46

9 Smámynd: Svanhildur

Já Jónína þú virðist haldin Baugs-þráhyggju.  Og verð DO  af miklum móð.

Væri ekki rétt að tækir DO með þér til Póllands í góða detox alhreinsun?

Svanhildur, 26.1.2009 kl. 15:52

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jónína þú hefur svo marga kosti og frammistaða þín Silfrinu var mjög góð. Þú ert alltaf best þegar yfirvegunin ræður ríkjum en bara ekki þetta Baugs sukk aftur og aftur

Finnur Bárðarson, 26.1.2009 kl. 18:17

11 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Ég verð nú að taka undir með henni Jónínu  varðandi DO, þá hefur það verið þráhyggja hjá nokkrum mönnum innan Sf að losa Davíð frá völdum. Ég gleymi aldrei, ALDREI viðbrögðum VG-Sf á ummælum DO sem þá var forsætisráðherra sem hann beindi gegn Baugi og þeim mönnum sem stóðu að því fyrirtæki,þetta endaði svo allt saman með Baugsmálinu svokallaða. Eru allir jafn sáttir við þá feðga í dag og þá,eða er fólk komið með sömu skoðun og DO hafði á þeim þá.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 26.1.2009 kl. 18:35

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Forystumenn Samfylkingarinnar sáu fram á fjárskort í upphafi kosningabaráttu. Velgjörðarmenn þeirra á fjármálasviðinu eiga ekki samleið með Davíð Oddssyni. Því fór sem fór.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 19:18

13 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ætlar þá Jónína nýjasta vonarstjarna Framsóknar ekki að styðja flokksbræður sína í að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna?

Sigurður Jónsson, 26.1.2009 kl. 20:59

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Kæra Jónína,

Nú er nýja Framsóknarflokknum þínum búið að takast að eiga þátt í falli ríkisstjórnarinnar með tilboði um að verja vinstri stjórn falli, með þá Ögmund og Steingrím í broddi fylkingar.

Næsta skref er að Jóhanna víki Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum, þó held ég að hún geri það með tárin í augnum, ég man ekki betur en hann hafi reynst henni afar vel á sínum tíma í baráttunni við Jón Baldvin.

Hvernig muntu nú taka á því þegar helsti bandamaður þinn (ef ég má segja svo) í baráttunni gegn glæpaklíkum landsins verður rekinn úr Seðlabankanum ??  Verður þú sátt við að sá gjörningur fari fram með vitund Framsóknarflokksins og þegjandi samþykki  ???

Mér sýnist þú vera komin í ákveðna klemmu.  Hins vegar mun ég ávallt styðja baráttu þína gegn hyskinu sem kom þjóðinni á hausinn.  En að styðja stjórn undir forystu Samfylkingarinnar (Baugsflokksins). = NEI TAKK.

Sigurður Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 21:00

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eru Sigurður Jónsson og SISI nokkuð óþægilegir Jónína?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 21:28

16 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Varla er ég óþægilegur gagnvart Jónínu, ég held að ég geti tekið undir allt sem hún hefur haldið fram gagnvart glæpaklíkum þessa lands.  Það er ótti minn við gamla framsóknarmafíu sem er þess valdandi að ég tel að Jónína eigi frekar samleið með okkur Sjálfstæðismönnum.

Ég vona bara að S-hópurinn sé ekki lengur að vasast í Framsóknarflokknum, en mikið afskaplega hef ég á tilfinningunni að á bak við tjöldin leynist þessir menn.  Gleymum því ekki að fljótlega fer í hönd blóðugasta kosningabarátta þjóðarinnar um langa hríð.  Þá vantar fjármagn til auglýsinga.  Sumir eiga nóg af því, sem þeir hafa stungið undan og stolið frá íslenzku þjóðinni, bundið í leyni-ehf félögum úti í heimi.  Menn sem tengjast (tengdust) framsóknarflokknum leika þar stórt hlutverk.  Og græðgi þeirra á sér engin endimörk.

Það er þetta sem ég óttast.

Sigurður Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband