Andleg áskorun. Sigmundur Ernir takk fyrir Magneu.

Ég held að það verði andleg áskorun að takast á við það ástand sem upp er komið. Sem betur fer er maðurinn annað og meira en hulstrið og það dót sem það hulstur safnar í kringum sig. Góðverkin, vinagreiðar, fjölskyldutengsl og áhugi á börnum og unglingum fær vonandi uppreisn æru að nýju.

Kirkjan mætti nú alvega koma með eitthvað nýtt útspil. Það var ekki að heyra á jólaboðskapnum sem ég heyrði að boðið væri upp á ný viðhorf hvað trúna varðar.

Reyndar dett ég oftast út þegar ég hlusta á íslenskar messur. Fer að hugsa um allt aðra hluti. Í jólamessunni nú síðast fannst mér presturinn vera líka að hugsa um allt annað en boðskap jólanna. Sem er jú hver ? Fæðing frelsarans ! Má ekki ganga út frá því að boðskapur jólanna, stærstu hátíðar í heimi, geti fjallað um annað en barnsfæðingu ? Æi ég veit það ekki.

En !

Ég tel að lesturinn á Magneu, sögu Sigmunar Ernis hafi skákað öllum jólaboðskapnum. Mikið rosaleg er þetta fallega skrifuð bók og lærdómsrík. Til hamingju með hana og hún ætti að vera skyldulesning í skólum. Þar kemur fram það sem skiptir máli.Hún er skrifuð á tilfinningaþrungnu mannamáli.

Andlegur þroski er áskorun. Hvernig getur fólk lifað það af að missa börnin sín. Á síðu 23 grét ég svo að það tók mig langan tíma að jafna mig. Sjálf missti ég systurdóttur mína á árinu, 26 ára og horfði á foreldra og syni engjast af sorg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Andlegur þroski er áskorun".  Góð setning.  Á engan hátt hægt að setja sig í spor þeirra sem hafa misst börnin sín nema að hafa lent í því sjálfur.  Hlakka til að fá að lesa þessa bók.  Hefði virkilega kosið hana í staðinn fyrir Aulaganginn...afsakið Hljómaganginn um hann Gunna Þórðar.  Skelfilega skrifuð bók um annars þennan frábæra tónlistarmann sem ég hlakkaði til að lesa

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Jólin eru ekki stærsta hátíð í heimi. Ekki einu sinni í huga kristinna mann. Páskarnir eru miklu merkilegri. Okkur hinum finnst t.d. Andrésar andar leikarnir merkilegri en jól.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.12.2008 kl. 20:12

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigmundur er góður penni.  Bókin sem hann skrifaði um dóttur sína var afar vel gerð svo kannski maður nái í þessa.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.12.2008 kl. 21:23

4 identicon

nei nei jólin eru ofsalega skemmtileg með börnunum. Sjálfur hlusta ég minna eftir stólræðum og predíkunum, finnst þær missa marks hjá mér. Ef kórinn og organistinn er góður og presturinn tónar fallega þá er ég hress.

Þessi jól var presturinn í útvarpinu falskur og lækkaði ég því í honum. Sálmavalið er að verða alltaf meira eitthvað Hvítasunnudæmi sem mér leyðist.

Skemmtilegustu jólamessurnar voru í Dómkirkjunni þegar Ragnar Björnsson spilaði stórkostlegar variasjónir í endan á messunni. Sá maður gat spilað, blessuð sé minning hans.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 04:28

5 Smámynd: Ari Jósepsson

Já það væri gaman að lesa þessa bók,

ég þekki svona lagað þannig að þetta dregur mann til að lesa 

Ari Jósepsson, 29.12.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Nú er ég búin með hana. Falleg bók.

Jónína Benediktsdóttir, 29.12.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband