27.12.2008 | 03:40
Við ofmetum bloggið.
Það má vissulega þakka fyrir það að frjáls skoðanaskipti lifa enn, nú í bloggheimum. Hitt er svo annað mál að við sem fylgjumst með í bloggheimum teljum okkur trú um að það geri einnig þorri þjóðarinnar.
Ég held að það sé ekki þannig.
Það er alvarlegt í ljósi þess að fjölmiðlar, aðrir, tala lítið sem ekkert um það hagsmunamál almennings að reyna að fá upp í kröfur lífeyrissjóðanna gegn stóru fyrirtækjunum þremur sem lánuðu mest út úr sjóðunum; Baugur/Glitnir, Exista/Kaupþing, Samson/Landsbankinn. Þorri almennings hefur ekki aðgang að blogginu og er því illa upplýstur um margt það er að viðskiptahruninu snýr, skilur ekki það sem er að gerast í bönkunum núna og fær alla sína vitneskju sína í gegnum Fréttablaðið sem er ókeypis borið í andlitið á fólkinu.
Við bloggarar ættum því ekki að ofmeta bloggið og eyjan.is og fleiri bloggmiðlar, þó vinsælir séu, geta ekki haldið að umræðan sem fer hér og þar fram sé hin almenna umræða í samfélaginu.
Það er því spurning hvernig frjáls fjölmiðlun, á breiðum grundvelli, fær stoð í uppbyggingunni á nýju Íslandi. Það þarf að gæta þess að upplýsingar um hrunadansinn, persónur og leikendur verði ekki matreiddar eina ferðina enn öfugt ofan í okkar litlu einföldu þjóð.
Vissulega bauð Bónus upp á ódýrari mat !
En Þessi kona ætti að fá verðlaun :http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:35 | Facebook
Athugasemdir
Eitt er víst...ráðherrar lesa varla bloggið. Ef þeir gerðu það væru þeir mikið betur upplýstir!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2008 kl. 03:50
Anna ekki veit ég hvað sumir ráðherrar hafa verið að gera undanfarin ár. Ég vona innst inni að það sé ekki þekkingarskortur því þá er illa komið fyrir þessari þjóð. Betra er, eins og mig grunar, að þeir setja hagsmuni flokkana á hærri skör en hagsmuni þjóðarinnar. Það heitir valdasýki, ráðherrasýki, ég hafði rétt fyrir mér sýki. En það er með ólíkindum að þeir virðast ekki getað hreyft sig á hraða þeirra sem nú eru á skrílljón kílómetra hraða að rupla og ræna eigur almennings.
Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 07:19
Rétt Jónina, það er ekki nóg að rausa um frelsi fjölmiðla og nota síðan ekkert það frelsi sem fellst í blogginu! Það mun ekki henda næastu kynslóð. Held reyndar að þingmenn og ráðherrar séu of sjálfhverfir til að tileinka sér nýjungar?
Allavega skaltu hafa þökk fyrir þinn hlut í "upplýsingu" okkar á þessum dögum! Þú hefur verið eins og hrópandinn í eyðimörkinni, og nú er mál að linni.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning