26.12.2008 | 16:46
Er KPMG komið til starfa hjá þér Elín ? Í Landsbanka Íslands ! Hvar eru fréttastofurnar ?
Það er greinilega búið að laga til í Glitni en enginn haus látinn fjúka þar. Nú virðist sem hreingerningarlið hjá KPMG, feður og innherjar útrásarvíkinganna í FL Group og Stoðum sé búið að koma sér fyrir og gera nú hreint í Landsbankanum ? Er þetta vilji þessarar ríkisstjórnar sem komin er í jólafrí til 20. jan. að sópa undan velunnurum Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í skjóli jóla og áramóta ? Það sýður á manni yfir þessari spillingu ef rétt reynist.
Eftir að Tryggvi Jónsson var svældur úr bankanum þurfti þá að ráða herdeildina sem hann ól upp hjá KPMG í skítaverkin ? Herdeildin hjá KPMG sem skrifaði undir hryllinginn sem nú blasir við öllu fólki. Spillingin. sú sama bókhaldshönnunarklíka sem var ákærð fyrir bókhaldsfals en fékk stjúpföður ákærða til að vísa málinu frá í Hæstarétti. Þeir eru rétt að byrja að breyta Íslandi í glæpanýlendu á heimsmælikvarða. Hvar er samviska þessa dómara og lögfræðinganna sem villa um fyrir fólki í gjaldþrota landi ?
Ef þetta er rétt þá er tími mótmælanna ekki liðinn.
Hvar eru fréttastofurnar ? Fólk þarf að fá þetta á hreint.
Hver tók ákvörðun um þetta, Elín eða Sigurjón ?
Eru engin takmörk hvað hægt er að bjóða almenningi uppá ?
Alþingi komið ykkur í vinnuna núna !
Hér brennur allt sem eigulegt er eða því stolið og skuldirnar og sukkið er sett á okkur skattgreiðendur !!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Athugasemdir
Á meðan við látum bjóða okkur uppá hverju sem er, verður enginn takmörk sett á svínaríið.
Mótmælum öll a laugardag!!!!
Heidi Strand, 26.12.2008 kl. 17:50
Það er margt skrítið að gerast í kýrhausnum (alþingismönnum ) eða það sem ég er meira hræddur um, þar er ekkert að gerast!
Himmalingur, 26.12.2008 kl. 17:51
Gott að þú ert komin í pólitíkina Jónína, þú ert flott kona, og sterk. Þó við deilum ekki sama flokki, þá fagna ég hverri rödd sem heyrist gegn þeim sem nú ráða för í þjóðfélaginu. Svo vil ég óska þér gleðilegra jóla og árs og friðar. Megi allir góðir vættir vaka yfir þér og þínum. Og megi okkur takast að vinna að betra og réttlátara samfélagi á nýju ári.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 18:16
Takk Ásthildur ég fagna þessum pósti frá þér og þú skilur ekki hvað hann er mér mikils virði í ljósi okkar fyrri samskipta. Hafðu það gott.
Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 19:31
Sæl Jónína. Ég vil taka undir við Ásthildi flokkssystur mína hér að ofan. Þú átt nú þinn þátt í því að upplýsa um þessa spillingu sem nú er lýðum ljós hér á landi. Ég hef fylgst með þér frá því þú varst ung kona og þú ert enn að vaxa. Vonandi seturðu mark þitt á Framsóknarflokkinn þannig að þú komist til áhrifa þar og helst inn á þing. Glæsileg mynd af þér hér. Bestu óskir um jólarest og áramót kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 26.12.2008 kl. 21:24
Mínar bestu kveðjur Jónína mín, tek undir orð Kolbrúnar, vonandi kemstu á þing og getur látið gott af þér leiða þar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 21:40
Já en mig langar ekki á þing stelpur mínar. En takk fínt að fá stuðning frá Frjálslyndum :-))
En þetta er nú meira samfélagið sem við búum í þessa dagana. Slæmt var það fyrir hrun en þetta keyrir um þverbak.
Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 22:05
Já þetta er alveg skelfilegt ástand. Vonandi tekst okkur almennum borgurum sem viljum rétta skútuna við, að leggja okkar af mörkum til að koma henni á réttan kjöl. Með samtakamætti, og svo þarf að rista upp í spillingunni sem virðist liggja allstaðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2008 kl. 22:32
Ég viðurkenni bara fúslega að ég var ekki alltaf sammála því sem þú Jónína sagðir hér á árum áður og ég þráaðist lengi við að "halda uppá" og trúa þeim Baugsfeðgum. EN svo lærir sem lifir og batnandi fólki er best að lifa. Ég dáist að þolinmæði þinni og þrautseigju Jónína, er hjartanlega sammála þér í þínum skrifum.
Katrín Linda Óskarsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:10
Ég er ekki undrandi á því að fólk hafi ekki skilið hvað ég var að fara oft á tíðum en þetta snýst alls ekki bara um Baug og alls ekkert um Baugsfeðga þó fjölmiðlar þeirra hafi reynt að persónugera tryllinginn. Málið snérist um heila þjóð og afdrif hennar og nú líka fullt af fólki út um allan heim. Þessir menn halda allir að þeir séu séní, í alvöru.
Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:14
Þjóðin fer að urra þegar hungrið sverfur að, þess er ekki langt að bíða!
Sigfús Axfjörð Sigfússon, 26.12.2008 kl. 23:28
Já reiðin á eftir að magnast og fólk á eftir að fara að skilja betur hvað er í gangi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.12.2008 kl. 23:49
Tími mótmæla er sannarlega ekki liðinn. Það sýður upp úr á nýja árinu.
Hólmdís Hjartardóttir, 27.12.2008 kl. 01:54
Ég vil þakka þér fyrir að bera okkur fregnir af þessu Jónína. Ekki veitir af að halda almenningi á tánum hvað um er að vera í þessari ótrúlegu og ómerkilegu spillingu auðjöfra og allsvakalega undirförulla og misupplýstra stjórnmálamanna.
Megi þeir allir þurfa að gjalda fyrir svik sín!
Sigurjón, 27.12.2008 kl. 03:33
Hagsældin hér byggði á því að menn eyddu peningum annarra. Þeir tóku sparifé okkar og erlendra viðskiptavina og eyddu í þvælu, kaup á yfirskuldsettum fyrirtækjum og lúxus.
Jónína Benediktsdóttir, 27.12.2008 kl. 07:22
Ég óttast mest að við sem krefjumst breytinga mætum sundruð til næstu kosninga og verðum áhrifalaus. Eg bíð spenntur eftir uppgjörinu í Framsóknarflokknum og því, hvort breytingar á forystuliðinu gefi væntingar um nýja framtíðarsýn. Við þekkjum öll þau nöfn sem ýmist stóðu að eða samþykktu allan arkitektúrinn sem undirbjó öra auðsöfnun fámennisklíkunnar og um leið innrásina á heimili okkar með öllum sínum ógnarafleiðingum. Við skulum hafa það í huga að öll-öll þau gildi sem flokkurinn byggði á um áratugi hafa verið lögð fyrir róða. Síðasti formaður og sá sem fylgdi honum út af Alþingi í haust voru síðustu fulltrúar þeirra gilda þar. Á hvaða nýjum gildum ætlar flokkurinn að byggja sig upp fylgið Jónína?
Árni Gunnarsson, 27.12.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning