"Heimurinn mun hrynja "- Var heimurinn þá bara svona Skyndiheimur eftir allt ?

Ég er ekki alveg viss hvort hann hafi rétt fyrir sér, Páfinn um græðgina. Í Biblíunni er þess getið að mennirnir verði sjálfselskir og ekki elskandi það sem gott þykir. Þessi texti í biblíunni hefur orðið þess valdandi að oftar en ekki hef ég getað litið á ástand undanfarinna ára út frá Biblíusjónarmiður. Sætt mig við græðgina sem hluta af þróun mannsins til fullkomnunar og til þess að læra af misgjörðum mannkynsins í sögulegu tilliti.

Í öðrum trúarbrögðum er einnig talað um græðgi og þessu tímabili sem nú gengur yfir mannkynið gefið góð skil víða í lýsingu spámannanna á því hvernig syndin mun hlaupa með manninn í ógöngur.

En að heimurinn hrynji við það eitt að sjálfselskan og græðgin taki völd væri varla annað en ávísun á það að heiminum var aldrei ætlað að endast.

Einhverskonar skyndiheimur ? Einnota, ópheppni eða æðiskast Guð við sköpun mannkynsins. Það er svo margt sem ekki stenst skoðun og ýtir undir trúleysi. En ....

Spádómar um hinsta dag eru það gamlir og í okkar barnatrú lítið gert úr dómsdeginum.

Ég vil á sama tíma spyrja hvort kirkjan með þá valdamiklu menn sem hún hefur haft hafi ekki líka einkennst af eigin hagsmunum og græðgi, græðgi í vald ? Þjónarnir sitja með sektarkenndina yfir misnotkun kirkjunnar manna á börnum t.d. og konum meðan "patarnir" skrifa heimssöguna.

Nú situr einn mesti fjárglæframaður heims,

http://www.usatoday.com/money/markets/2008-12-23-madoff-death-sec_N.htm

í milljarða íbúð sinni í New York með ökklaband.Milljarða íbúðina á hann skuldlausa.

Aðstoðarmaður hans, franskur heiðursmaður, sem taldi hann vera fjármálasnilling fyrirfór sér hinsvegar í fyrradag.(fjölmiðlar hér hafa ekki sagt frá þessu held ég )

  Sjóðsstjórinn hafði fjárfest fyrir fólk sem nú hefur tapað öllu sínu. (Lífeyrissjóðir erlendis eru ekki feluupphæðir stjórnenda þeirra eins og hér t.d. *Fólk sér hvað það er að tapa gríðarlega á græðgisvæðingunni)

Það er nefnilega þannig með "patana" að þeir sjá ekki geggjun sína, þeir upplifa aldrei sektarkennd, þeir eru elskaðir og dáðir, þeir tryggja alltaf sinn eigin hag en aldrei annarra. Þeim er skítsama um alla aðra og allt annað en sitt veika sjálf.

Það eru hinir sem af einhverjum ástæðum trúðu þeim og trúðu á þá sem taka sitt líf.

Geta ekki umborið það að hafa svikið aleiguna út úr saklausu fólki.

En menn getað vita það að ekkert réttlætir sjálfsmorð og sér í lagi ekki peningar.

Fólk þarf bara að segja satt og rétt frá og því verður fyrirgefið.

Peningar koma og peningar fara en sjálf vil ég trúa því að Guð hafi ekki skapað neinn skyndiheim. Páfinn þarf að laga til í gráðugu umhverfi sínu áður en hann spáir dómsdegi vegna græðgi.

Gleðileg jól og við fyrirgefum þeim sem ekki vissu betur og kunna iðrast.

Hinir 20 þurfa ökklabandið strax.

 


mbl.is Fordæmdi sjálfselsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þeir séu fleiri en 20 af okkar þjóð sem ættu að ganga með ökklaband. En ökklabandið stoðar lítið ef slökkt er á móttökutækinu eins og hér er gert.

Gleðileg jól!

Árni Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ég tel þá bara 16 Árni en svo skjátlast mér oft. Gleiðileg jól.

Jónína Benediktsdóttir, 25.12.2008 kl. 14:22

3 Smámynd: Ásgeir Ragnar

mikid er talad of bladrad ekki satt eda hvad?

Tr'uarbrogd og s'u oll vitleisan er ekkert ad marka hja serlega truleysingjum og hinum tindu aumingjunum sem rollta um i kringluni og harrods.

Mad-off a taugum yfir graedginni og saudhausarnir sem treystu greyjinu sitja i lunch 'a sunset bullustraeti i sukkuladi seik \

 riku horurnar out of business og hvad eina,

ha ha

gott og bagis og kurva vodka og allt i kleinu.

Bernie og Dabbi Odds  skapa og tapa vitinu og Bubbi syngur lagid  um beibi-tippin og oskubusku konuna fridu.

 thad er einginn gud sagdi sa vitri,

sex dagar segja kristnir og kvad fjandann vita thad pakkid?

Pafinn thoknast fjoldanum och gud jul alla i hopa.

 Fi fan och ha det sa javla trevligt elskling,

fran Malaysia, Oscar Braga fitness guru ! ! ! !

Ásgeir Ragnar, 25.12.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ásgeir minn getur þú endurskrifað þennan texta við tækifæri. Ég skil ekki upp né niður í mínum gamla góða starfsmanni frá Svíþjóð. En gleðilega jól karlinn minn.

Jónína Benediktsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:08

5 Smámynd: Heidi Strand

 Frábær færsla!!!!

Heidi Strand, 25.12.2008 kl. 16:45

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekki íslensk hefð að setja ökklabönd á hvítflibba-krimma og svo á nú eftir að koma í ljós hvort þeir hafi yfirhöfuð brotið nokkur lög. Snillingurinn Gestur Jónsson er búinn að kortleggja allar rottuholurnar í löggjöfinni og Jón Ásgeir þræðir sig lipurlega eftir þeim og kannski hinir líka. Sennilega langbest að fyrirgefa þeim strax og láta þá ekki ergja sig frekar. Útvega þeim seðla og láta þá fara í nýja útrás. Þeir hafa lært af mistökunum og kannski tekst þetta næst hjá þeim.

Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 17:10

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Benedikt, enginn þessara manna verður settur á hausinn. Fyrirtækin þeirra eru sum hver nú þegar farin á hausinn og önnur fylgja fast á eftir - en sjálfir fara þeir ekki á hausinn heldur tróna við háborðin skælbrosandi og bryðja puruna. Sættu þig við það. Það er yndislegt að fyrirgefa.

Baldur Hermannsson, 25.12.2008 kl. 17:45

8 identicon

Talandi um dýrar íbúðir gerfi auðkýfinga.
Nú þegar íslenska þjóðin þarf að borga fyrir græðgi þessara vesalinga, geta þá ekki íslenskir skattborgarar búið frítt í íbúðum þeirra í London og New York o.s.frv. þar sem íslenskir skattgreiðendur eru hvort eð er að borga fyrir þær?

Íslenska ríkið gæti líka bara þjóðnýtt allar eigur þeirra með lagabreytingu og selt, leigt eða boðið þær upp. Þeir myndu ekki líða fyrir það lengi, því að svona menn verða sér alltaf úti um peninga. Og þar af leiðandi væri þetta mannbætandi sálaraðstoð við þeirra svörtu persónuleika.

H. Valsson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 18:20

9 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Fyrirtækin eru bara skelin og fátt í þeim eftir samanber eigur Landic Property. Allt veðsett upp í topp. Sér félög hafa verið stofnum um hverja eign undir móðurfélaginu og ég heyri í því fólki sem skrifar mér í trúnaði að ástandið sé skelfilegt, þeir sem töldu sig vera með veð eru að verða eignalausir.

Jónína Benediktsdóttir, 25.12.2008 kl. 22:13

10 identicon

Sæl Jónína.

Athyglisverður pistill hjá þér.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 06:07

11 identicon

Ég er einn af þeim sem teljast ekki gráðugir (ég þori að fullyrða það). Ég geri lítið annað en stunda mína vinnu og vera heima hjá mér. Hef aldrei farið í sólarlandaferð eða jeppaferð um hálendið. Hef engan áhuga á slíkum flottræfilshætti. Ég hef engan áhuga á að eiga bíl eða stóra íbúð. Geng í gömlum slitnum fötum, nýti þau svo lengi sem þau hanga saman. Þó ég fengi 200 milljónir í lottó, þá eru jeppi, mótorhjól, vélsleði, hraðbátur, sumarbústaður og þessháttar veraldleg ógæði ekki á óskalistanum. Það eina sem ég vil er að fá að vera sjálfstæður og laus við áreyti frá gráðugu fólki. Ég sætti mig ekki við að vera að slíta mér út til að borga fyrir einkaþotur, glæsihallir, jeppa og annan lúxus þessara fjármálamanna sem svo sannarlega sköpuðu ekki verðmæti til að standa undir þessum lífstíl sínum. Græðgin virðir ekki friðhelgi einstaklingsins. Ég vil hins vegar fá frið fyrir þessu liði. Ég vil ekki vera þræll alla æfi til að vera fyrirvinna ókunnra aumingja sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir !!!!

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 10:35

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við höldum okkar striki og vinnum okkur út úr þeim erfiðleikum sem kókistarnir hafa valdið okkur.

Það vara gaman að heyra í þér á Rás 2 áðan Jónína.

Gleðileg jól og athafnasamt nýtt ár.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.12.2008 kl. 11:54

13 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Takk Heimir minn. Húnbogi ég er þér sammála, ég vil ekki taka þátt í tryllingnum en við neydd í þetta vegna þess hve slöpp stjórnvöld hafa verið. Kerfið brást og almenningur lét þetta yfir sig ganga með áróðri sem er óhuggulegur. En við gerum því miður ekkert eitt og eitt. Við þurfum að vera hópur sem berst fyrir því að þeir sem komu okkur í skuldirnar komist ekki upp með að lifa áfram í sínum sjúka heimi með sín sjúku leikföng og dót og drasl.

Jónína Benediktsdóttir, 26.12.2008 kl. 12:10

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já en Húnbogi, lifirðu þá ekki alveg hrikalega leiðinlegu lífi?

Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 17:42

15 identicon

Baldur. Ég lifi alveg frábærlega skemmtilegu lífi. Það voru kannski mistök að segja að ég gerði lítið annað en að stunda vinnu og vera heima hjá mér, þó að það sé rétt. Þannig er að það sem ég geri er að stunda: Tónlist, myndlist, skáldskap og líkamsþjálfun en forðast allt sem flokkast undir neyslu. Ég hef tekið eftir að mörgum leyðist að eiga ekki næga peninga til að kaupa: Draumabílinn, hjólhýsið, utanlandsferðina......Sem sagt neyslan er baggi á fólki og gerir það óhamningjusamt ekki síst þá sem hafa orðið gjaldþrota eftir að hafa til dæmis keypt sér of dýrann bíl (sem þeir höfðu takmarkað gagn af) Ég hef svo mikið að gera að sinna þessum áhugamálum að ég er löngu hættur að horfa á sjónvarp. Verst að núna er bloggið orðinn tímaþjófur.

Ég stundaði mikið fjallabrölt og veiðar áður fyr. Ætla að gera meira af því þegar ég hef efni á en það er á hreinu að ég ætla ekki að eyða miklum peningum í slíka hluti. Er bara harð ákveðinn í að vera ánægður með það sem ég hef.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 18:47

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú þá ert þú í góðum málum, Húnbogi og ég er ánægður með það, mér leiðist alltaf að heyra af vansælu fólki. Ég á pallbíl og nota hann óspart til fjallaferða. Ég elska fjallaveröldina og án pallbílsins ætti ég erfitt með að njóta hennar. Ég vildi gjarnan eiga vélsleða líka en þá þyrfti ég bílskúr og öðruvísi pallbíl - minn er með loki. Það er ansi gaman að eiga hluti sem auðga tilveruna. Golfkylfurnar mínar hafa til dæmis fært mér ótal gleðistundir.

Baldur Hermannsson, 26.12.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband