Ofmetnar skuldir þjóðarbúsins um 93% ! Vilhjálmur Egilsson segir fréttir.

Annað gamalt blogg...Sjáið frá því í apríl !!

 

"Nú sé komið í ljós að skuldastaða þjóðarbúsins hafi verið stórlega ofmetin, - nettóskuldirnar nemi aðeins 27% af landsframleiðslu en ekki 120% eins og hagtölur Seðlabankans sýni. Þetta liggi fyrir í kjölfar þess að Seðlabankinn hafi borið útreikninga sína saman við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Á þessum tíma vorum við að byggja upp mikið fjármálakerfi, bæði bankakerfið og erlendar fjárfestingar. Það varð gjörbreyting á samsetningu íslensks atvinnulífs á stuttum tíma enda er fjármálageirinn nú orðinn stærsti útflutningsatvinnuvegur okkar,” segir Vilhjálmur. “Breytingarnar eru miklu stærri en tilkoma nýs álvers fyrir austan eða nokkuð annað sem hefur gerst á sama tíma.” Vilhjálmur bendir á að í árslok 2007 hafi eigið fé bankakerfisins numið 920 milljörðum króna og hafi vaxið úr114 milljörðum í árslok 2003. “Þetta er ævintýralegur vöxtur,” segir Vilhjálmur “Þetta merkir að eignastaðan var í raun að batna á öllum póstum. Það er því nauðsynlegt að draga mun betur fram hversu mikið staðan hefur batnað á þessum árum.”

Vilhjálmur Egilsson

 Getur þetta verið, er eigið fé bankanna orðið 920 milljarðir króna ?

Getur verið að Seðlabankinn hafi ofmetið skuldastöðu þjóðarbúsins um 93% af landsframleiðslu ?

Gott væri ef satt reynist! 

En getur verið að Seðlabankinn treysti ekki útreikningum bankanna á eignum sínum ?

Telji þá búa til tölur sem standast ekki skoðun ? 

Nú þarf seðlabankastjóri að svara Vilhjálmi skorinort. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl kæra Jónína.

Ég tek heils hugar undir þessa hugleiðingu þína. N'u er að bíða skorinorðra svara Seðlabankans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.4.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband