17.4.2008 | 10:04
Ertu að grínast borgarfulltrúi ? / Hvað í REI þolir ekki dagsljósið ?
Eftir viðtal Kastljóssins í gærkvöldi við borgarfulltrúann minn, þann sem ég trúði mest á að kæmi REI málinu í heilbrigðan farveg, setti mig hljóða. Aulahrollurinn heltók mig síðan.
"Hvað í dauðanum var þetta" ?
Hvað í fjandanum var maðurinn að fara, við hvað átti hann og hvað var hann að fara í viðtal með engar upplýsingar um engar lausnir um ekkert plan og ekkert nýtt í stöðu sem kostaði fyrri meirihluta völdin ?
Hvað er það í REI málinu sem þolir ekki dagsljósið ? Nú skal það upp á borðið!!
Hverjum í Sjálfstæðisflokknum, Samfylkingunni og Framsóknarflokknum er verið að bjarga ?
Núverandi forstjóra t.d ?
Glitnisforkólfunum í orkuútrásinni Árna Magnússyni og Bjarna Ármannssyni ?
Össuri, Ingibjörgu Sólrúnu og Ólafi Ragnari ?
Er búið að lofa eigum þjóðarinnar til gæðinga án samþykkis almennings ?
Verður ekki aftur snúið ?
Svandís Svavarsdóttir, nú er farið fram á að þú svarir.
Hvað í málinu þoldi ekki dagsljósið ?
Hvar ertu annars ?
Hvað eru þessar silkihúfur í borgarstjórn að gera Sjálfstæðisflokknum, sem hingað til hefur verið skýr í afstöðu sinni í flestum málum. Er Sjálfstæðisflokkurinn að breytast í Samfylkingu já eða Framsókn ?
Hingað og ekki lengra Sjálfstæðismenn. Það þarf að kjósa upp á nýtt í Reykjavíkurborg og nú þarf að vanda valið á frambjóðendum. "Já liðið " er búið að vera. Það er rúið öllu trausti almennings.
Borgarstjórnin er veik, ólæknandi sjúk og það er engin von lengur um bata eftir skelfingu gærkvöldsins.
Eða var borgarfulltrúinn að grínast ?
Athugasemdir
Ég er búin að vera með hroll „dauðans“ síðan ég sá borgarfulltrúann í Kastljósinu í gær. Ég held ekki að sé verið að hlífa neinum pólitíkusi, heldur hitt að: Sjálfstæðismenn þoldu ekki viðsnúninginn í borgarstjórn, á síðasta ári rétt í þann mund sem þeir næstum gáfu Orkuveituna til einhverra gæðinga. Gjaldið sem þeir greiddu var borgarstjórastóllinn handa annaðhvort fárveikum manni, siðblindum eða gjörspilltum, nema hvort tveggja sé.
Þeir ætla sér að afgreiða gjörninginn á meðan ÓFM situr sem borgastjóri, til að geta þvegið hendur sínar.
Ef einhverntíman hefur verið tilefni til mótmæla, þá er það nú.
Held að bloggheimurinn, ætti núna að láta til sín taka. Ég er ekki alltaf sammála þér Jónína, en handviss um að hjartað þitt slær vinstra megin eins og öllum en þitt hjarta er bæði sterkt og gott en yfir því búa ekki allir.
Svipurinn á borgarfulltrúanum í gær var ekki fallegur, heldur flöktandi og ósannur.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.4.2008 kl. 10:34
Ég er hægrisinnaður jafnaðarmaður og þar við situr. Víst er verið að hlífa einhverjum. Ég er hand viss um það Ingibjörg mín. Því miður! En af hverju það er langsótt og ekki víst að allir skildu það ef svo langt væri seilst við að útskýra aðkomu HS að málinu. En það býður betri tíma. Takk fyrir innlitið á bloggið mitt.
Jónína Benediktsdóttir, 17.4.2008 kl. 10:48
Átti bara við staðsetningu og hitastig á hjartanu þínu Jónína mín.
Jafnaðarmaður er ég líka, þannig að við erum oft sammála, ég er bara örlítið til vinstri. En viðurkenni að stundum er það vinstri, hægri snú snú. Manni verður stundum óglatt, þegar fólk, sem maður hefur kosið í stjórn sveita og bæja, svíkur málstaðinn.
Afhverju hlífa einhverjum, þeir ætla bara að keyra í gegn, einkavæðingu á Orkuveitunni í skjóli manns sem er borgarstjóri um þessar mundir. Hvet alla þá sem einhver ítök hafa inn í Frjálslynda flokkinn að stoppa þetta ferli.
Þetta er ekkert grín!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.4.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.