3.3.2008 | 23:07
Þakklæti og pólitík.
Oft gleymi ég að sýna þakklæti. Gleymi öllu því frábæra fólki sem gerir lífið dásamlegra í dag en það var í gær. Ég hlakka til morgundagsins til þess að getað sagt þessum vinum mínum hvað ég er þakklát að eiga þá að. Fólk sem dæmir ekki, sýnir skilning og umburðalyndi því að víst erum við öll breysk. Svo breysk að á köflum gnæfa gallarnir yfir kostina. En bara um stundar sakir. Svo áttum við okkur á því sem skiptir máli.
Það er hálfvitagangur að halda að fólk sé fullkomið, bæði að halda það og ætlast til þess. Hitt er svo annað mál að þegar egóið er eina vörnin þá getur maður ekki átt von á góðu. Við óttumst mest að einhver ráðist á egóið okkar því þar felum við okkar innri mann. En markmiðið er jú að losna við egóið.
Ég þakka fyrir góðan dag í dag í það minnsta.
Mér finnst stórmerkilegt að þegar ég argaþrasast út í pólitík og viðskiptalífið heimsækja fleiri þúsundir síðuna á dag en þegar ég fjalla um heilsuna þá er rólegt. Sennilega er ég skemmtilegri leiðinleg.... Vinsælli í það minnsta ef heimsóknir á bloggin merkja þá eitthvað á annað borð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.