1.3.2008 | 18:16
Fyrirlestur á Akureyri 9. mars kl. 16.00 í Háskólanum.
Akureyri er að mínu mati einn fallegasti bær sem ég kem til.
Ég hafði nú hugsað mér að eyða efri árum mínum þar og gerði upp fallegt hús með útsýni yfir fjörðinn, en þau plön fóru á annan veg. Nú hef ég hinsvegar ákveðið að heimsækja Akureyri og vera með fyrirlestur í Háskólanum um detoxfræðin og kenna fólki hvernig auðveldlega er hægt að ná heilsu og bæta lífstíl sinn.
Fyrirlesturinn minn verður sunnudaginn 9. mars kl. 16.00-18.00 í Háskólanum.
Ég tek með mér skíðin og vona að enn verði snjór í fjallinu þar sem ég keppti á skíðum oft og iðulega sem barn og unglingur. Þvílíkir tímar. Það var svo gaman!
Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og fólk er beðið að taka með sér skriffæri og pappír.
Athugasemdir
Frábært að fá þig til Akureyrar. Bíð spennt og mæti.
Anna Guðný , 2.3.2008 kl. 18:05
Takk takk!
Jónína Benediktsdóttir, 2.3.2008 kl. 20:30
Ég var á Akureyri síðast þegar ég var 2 ja ára... ekki búast við mér á næstunni.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 22:01
Greinilega slæm reynsla Gunnar Helgi.
Jónína Benediktsdóttir, 2.3.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.