2. vitnisburður um detoxmeðferðina í Póllandi.

Þóra Guðjónsdóttir 59 ára matráðskona

Ég koma með systur minni og ég hef áður verið í Hveragerði til þess að ná heilsu.

Ég vildi léttast og verða liprari í skrokknum. Ég hef verið mjög slæm í hnénu og var með mikla vöðvabólgu. Troðin af vöðvabólgu. Með nuddi á hverjum degi hefur vöðvabólgan horfið.

Nuddararnir eru alveg stórkostlegir . Hnéð á mér er miklu betra og ég lést um 7, 3 kíló á þessum tveimur vikum. Úthaldið hefur aukist gríðarlega og nú get gengið hraðar og lengra. Hér er mjög gott aðgengi að læknum og hjúkrunarfræðigum og það veitir okkur sem erum lélegri líkamlega mikla öryggiskennd.

Það kostar ekkert auka að fá allar þessar mælingar og eftirlitið er alvöru eftirlit.

Morgunleikfimin með öndunaræfingum og augnæfingum styrkir augnbotnana og gefur mér mikla innri ró. Eins hef ég gengið daglega úti í skógi og gönguleiðirnar eru stórkostlegar. Þú getur gengið á jafnsléttu þegar þú ert að ná þér á strik og svo líka í brekkum. Þú getur gengið á mjúkum slóðum og það hjálpar mikið í byrjun meðan verið er að koma líkamanum í gang.

Fólk í yfirþyngd þarf að ganga á mjúku leiðunum.

Maturinn fór að vísu illa í mig fyrst en honum var þá breytt strax og ég fékk það sem ég þurfti. Greinilegt var að bakflæðið læknaðist af þessu mataræði. Ristilskolanirnar voru pínu erfiðar en þær koma sér vel í mínum vandræðum með magann. Ég finn það núna.

Jónína Ben á heiður skilið fyrir að hefja þessar meðferðir og stjórna þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband