24 Stundir. Auglýsingar eða raunveruleg heilsuumfjöllun ?

Bendi á heilsuumfjöllun í 24 stundum í dag.
Margt merkilegt og vísindalegt en einnig ýmislegt misvísandi.

Það er vont þegar auglýsingar verða að blaðagreinum eða kynningum því fólk heldur að þar sé vönduð blaðamennska að baki en ekki hrein sölumennska. Jóhanna Ingvarsdóttir blaðamaður á Mogganum er sá blaðamaður sem hvað vönduðust er í heilsuskrifum sínum.

Umfjöllun Lýðheilsustöðvar og Hólmfríðar Þorgeirsdóttur um sykurinn er góð. En þar sem fram kemur að maður þurfi ákveðið magn af sykri á dag þá er sú umfjöllun mjög misvísandi.

Sykur er ekki sama og sykur.

Við þurfum engan hvítan eða unninn sykur, Aldrei!
Þvert á móti er sykur og sætuefni stór hættuleg heilsu manna. Sykur er skaðlegri heilsunni en hert dýrafita að mati margra sérfræðinga. Insúlínframleiðslan eykur á offituna þegar fólk borðar sætindi.

Kolvetni þurfum við hinsvegar að fá og þau fáum við úr ýmsum áttum en best eru þau beint úr náttúrunni.
Korn og trefjar t.d.
Í Póllandi lærir fólk að neyta réttra kolvetna sem um leið auka á orkubúskapinn séu þau borðuð reglulega yfir daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband