Að vakna með Jóni Baldvin á skírdag.

Það var svo notalegt að heyra rödd gamla skólameistarans á RÚV í morgun. Hann var í viðtali um Eystrasaltslöndin og aðkomu hans og fleiri að uppbyggingu lýðræðis í löndunum þar.

Þetta voru ótrúlegar sögur en sannar þó. 

Jón Baldvin er svo mikill sögumaður. Hann á sér persónulegan stíl þegar hann setur saman hnitmiðaðar setningar og um leið blandar hann saman fróðleik, frásagnargleði og húmor. Þessi aðferð er vandmeðfarin en hjá honum virkar hún og maður nennir að hlusta. Ég hlakka til næsta bindis ævisögu hans sem Kolla Bergþórs er vonandi að skrifa.

Jón Baldvin talaði um hvernig þetta dásamlega fólk mátti þola kúgun kommúnista og nasista en Pólland, landið mitt, fór  ekki varhluta við þær hörmungar. Milljónir voru dregnir til Síberíu til þess eins að deyja vegna hungurs og kulda.

Pólverjarnir sem ég tala við telja hinsvegar margir að nútíma "þrælahaldinu", kúgun, valdníðslu, sé að þakka vestrænum risaauðfyrirtækjum sem nú valta yfir pólskt efnahagslíf á skítugum skónum og nýta sér pólverja aðeins í því skini að fá ódýrt vinnuafl. Er það ekki þetta sem Íslendingar eru að reyna að gera í ýmsum löndum, misnota auma aðstöðu og kjör fólks ?

Þetta rifjaðist upp fyrir mér í morgun þegar þetta snjalla viðtal við skólameistarann minn fór fram og heitt var í rúminu en ískalt úti. Við vorum heppin að vera leppríki Dana, svo mikið er víst.

Takk Jón Baldvin fyrir góðan morgun og Guði sé lof fyrir gömlu gufuna á svona ísköldum vetrardögum.

Það var gott að vakna með Jóni Baldvin og þau hjón eiga örugglega stórt pláss í hjarta fleiri nemenda en mér. Á Ísafirði lærði ég ekki neitt, mætti sjaldan í skólann (var mest á skíðum og í íþróttahúsinu ) en það var gaman. Bryndís og Jón Baldvin voru fyrirmyndir og fólk sem litið var upp til, enda heimsborgarar og konan falleg og hann fornlegur.

Það fannst krakka kjánanum mér, frá Húsavík, í það minnsta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband