Sonur minn og Omega eggin frá Vallá. Fullt hús matar.

Oftast get ég grátið af gleði yfir krökkunum mínum. Þau eru bara frábærir einstaklingar öll þrjú.

Það hefur hinsvegar verið í mínum verkahring að kaupa í matinn en nú hef ég ákveðið að koma smá neytendavitund inn í höfuðið á yngri syni mínum, sem oft heldur að peningarnir vaxi í hrúgunni af fötunum sem hann setur á stólinn í herberginu sínu. (latir foreldrar taka upp fötin sjálfir, því það tekur minna á en stöðugar ræður um tiltekt ).

Ég sendi hann í Bónus með 5000 kr og sagði honum að versla það sem hann langaði að borða meðan ég er á Akureyri um helgina.

Sonur minn er heilsufrík en það að hann hafi haft vit á því, sjálfur, að kaupa Omega eggin frá Vallá gladdi mig mikið.

Ómega 3, E vítamín, minna kólersterol auk þess sem hænurnar fá að ganga villtar út í náttúrunni er þess virði að greiða meira fyrir þau.Þó svo að eggjapakkinn hefði kostað 5000 kallinn allan hefði mér verið sama. Ég hefði í það minnsta farið róleg norður því eggin ein og sér duga honum yfir helgina út frá næringarfræðinni einni sér.Fullt hús matar!

Hann veit hvað hann syngur strákurinn minn nú þarf ég bara að kenna honum að brjóta saman fötin sín á kvöldin..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð og hlý fjölskyldusaga Jónina. Það yljar manni að rifja upp góðar minningar og hlú að þeim.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl. Jú mér finnst sem ég finni betra bragð af "frjálsu" eggjunum. Þegar ég var í sveitinni  hér áður fyrr, vandist maður á návígið við hænurnar sem sprönguðu um alsælar í frelsinu sínu, með hanann vakandi stoltan og reigðan yfir öllum hópnum sínum. Ég er þess fullviss að slíkum hænum líður betur en blessaðir búrfuglarnir sem geta sig varla hreyft. Ætti að varða við persónuverndarlög svei mér þá að hefta svona blessaða fuglana.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.3.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Svo ég bæti nú aðeins við, í heilsubúð munkanna: "Heilsubúðin Góð heilsa gulli betri" , á Njálsgötu 1 er hægt að fá alla flóruna í hollustu. Þar hef ég vanist á að kaupa Omega 3-6 og 9 hylki í boxi. Tek helst ekki minna en 2 belgi hvern morgunn. Öll heilastarfsemi verður svo miklu betri og maður fer að fá skýra drauma, man þá líka vel þegar ég síðan vakna af hinum væra og góða svefni. Allra meina bót. Mun hafa varnaráhrif á að Alzheimer geti tekið sér bólfestu í manni. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.3.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: lady

sæl Jónina mín það var virkilega gaman að hitta þig í kvöld þótt stutt var spjallið okkar ,,,það væri gaman að við hittumst við tækifæri ,,,þegar þú ert tilbúin,,,,mailið mitt er olof1011@simnet.is,,,þú sendir línar við tækifæri með símanr okkar ég vil ekki setja það herna ,,,en góða ferð norður ,,,,já gangi þér vel með soninn að hann haldi ekki að peningarnir vaxi á trjánum,,,aftur góða ferð norður :)

lady, 7.3.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Anna Guðný

Hefði nú gaman að þú hefðir tekið með þér svo sem eins og einn pakka af þessum omega 3 eggjum og kynnt fyrir okkur sveitafólkinu hérna fyrir norðan. Ég kaupi alveg muninn á eggjunum eftir því hvort hænurnar eru í lausagöngu eða ekki en mér finnst þetta alveg frábært nafn á eggjunum. Reyni að mæta á morgun hjá þér. Gangi þér vel.

Anna Guðný , 8.3.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband