Það er ein regla í keppni, hún er sú að rétta ekki andstæðingunum boltann. Samfylkingin fékk tækifæri með Sjálfstæðisflokknum en klúðraði því. Þess vegna völdum við Framsóknarflokkinn. Töldum að í nýju bandalagi flokks með lítið fylgi væri hægt að byggja um djarfa sókn en ekki stuðningsflokk sem hefur ekkert um málin að segja.
Ég hvet forustu Framsóknarflokksins að styðja ekki þennan minnihluta en fara fram á þjóðstjórn fram til kosninga líkt og Geir Haarde mælti með. Það er galið í nokkrar vikur að snúa hér öllu á hvolf til þess eins að snúa því aftur við að loknum kosningum.
Ég er hinsvegar sammála VG um að ákveðnir menn hafa til þess unnið að eignir þeirra verða frystar þó sennilega sé það um seinan.Svifaseint eftirlit kemur í veg fyrir að þetta sé í raun hægt. En hvað gerðu Hollendingar og Bretar, frystu þeir ekki eignir bankanna án dóms og laga ?
Framsóknarforkólfar það er mikið í húfi að þið styrkið ekki þessa samsuðu forsetans og PR manna hans. Samfylkingin hefur ekkert til þess unnið að fá að hræra í þessum graut áfram.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún er hlægileg ástæðan sem ISG gefur á stjórnarslitum, að hún hafi ekki getað hugsað sér að Þorgerður Katrín yrði fyrsti kvenforsætisráðherrann.
Kona er ekki makleg nema að hafa "réttar" pólitískar skoðanir.
Hvar er gamla Kvennalistakonan?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.1.2009 kl. 12:32
Gleymir þú ekki Jónína að það var Framsóknarflokkurinn sem reið á vaðið með einkavæðingu bankanna. Gáfu Búnaðarbankann og það var Halldór Ásgrímsson sem er höfundur kvótakerfisins, til þess gert að auðga sjálfan sig og sína. Get verið sammála þér um eitt, Samfylkingin átti aldrei að fara í eina sæng með íhaldinu. Það er mannskemmandi að koma nálægt þeim flokki, náhirð Davíðs.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:37
Það á að kyrrsetja eignir allra manna sem tiltekin skilyrði ná til. - Ef þetta og þetta og þetta, þá ... þetta. - Ekkert þessara skilyrða er nafnið á manninum eða nafnið á fyrirtæki hans heldur hvað hann gæti hafa gert og þá að sama eigi við um alla sem gætu hafa gert eitthvað hliðstætt.
Það sem er svo erfitt að eiga orðastað við þig Jónína um þessi mál er að þú setur gerólík reglusett um menn eftir því hvað þeir heita eftir því hverja þeir eiga fyrir vini og hverra ætta og jafnvel hverra flokka.
Alvöru réttlæti felst í reglum sem eru algerlega blind á nöfn og persónur.
Þinn málflutningur kemur alltaf þannig fyrir að nöfn og persónur ráði sekt og sakleysi í þínum huga en ekki að sami verknaður geri alla jafn seka eða saklausa.
Helgi Jóhann Hauksson, 28.1.2009 kl. 12:39
Hvað þvæla er þetta Helgi. Hef ég hlíft einhverjum bankaræningja ?
Hulda ég gleymi nú varla mínu eigin málum eins og um ránið á Búnaðarbankanum af framsóknarmönnum.
En af hverju fól forsetinn Ingibjörgu og Steingrími þetta verkefni ?
Jónína Benediktsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:47
Veist það, Jónína, að þú ert alltof skemmtilegur penni til að eyðileggja málflutning þinn í persónulegu skítkasti út í fólk sem þú telur þig eiga eitthvað sökótt við. Þú mátt ekki láta Baugsmálið, sem varð þeim til skammer er hófu það vegna ömurlegs undiirbúnings, blinda þig það sem eftir er æfi þinnar.
En af hverju fól forsetinn Ingibjörgu og Steingrími verkefnið? Einfaldlega af því Þeim einum var treystandi fyrir því. Framsóknarflokkurinn er ekkert fær um að hreinsa upp eftir sig frekar en Sjálfstæðisflokkurinn. Nákvæmlega á sama hátt og lögreglan getur varla rannsakað sjálfa sig.
Annars bara bestu kveðjur úr konungsríki handan hafsins.
Dunni, 28.1.2009 kl. 13:32
Sæl Jónína!
Ég er svo sammála þér vil ekki sjá að Framsókn sé að styðja þetta samstarf. Og það sem meira er að ef svo fer að þeir geri það treysti ég mér ekki til að kjósa Framsókn í komandi kosningum. er þegar farinn að huga að öðrum framboðum, af nógu er að taka ..... ný öfl sem hafa ekki spilltan bakhjarl eins og flestir þessara gömlu flokka.
Gylfi Björgvinsson, 28.1.2009 kl. 13:40
Dunni minn það er ekkert baugsmál að fækjast fyrir mér í málfluttningi mínum. Ég vil bara að þau öfl í samfélaginu og þær persónur sem stóðu að útrás og glannaskap á kostnað almennings fari frá völdum. Forsetinn er einn þeirra Ingibjög og Össur sem og Lúvðik sömuleiðis. Þessu fólki á svo aftur að treysta kommon !!!
Jónína Benediktsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:19
Gylfi þú ert ekki einn um þessa skoðun. Fjöldinn allur hefur hringt í mig í dag og gáttaður yfir þessari stöðu sem Framsókn er komin í. Vonandi áttar fólk sig á alvöru svona stuðnings við Samfylkinguna. VG er allt önnur Ella en pólitíkin þar virðist nú vera að breytast ef marka má málflutning þeirra í gær og í dag, ekki jafn kommalegur.
En ég trúi því ekki að það sé þetta sem mótmælendur vilja sjá. Veit fólk hvað þetta kemur til með að kosta þjóðina og hvað á eftir að gerast í raun ? Raunverulegu óreiðunni verður hlíft því þar eru á ferð vinir og vandamenn forsetans og SF.
Jónína Benediktsdóttir, 28.1.2009 kl. 14:22
Forsetinn fer. þó seint sé
Hann gerði það eitt sem honum ber. Að vera PR fyrir land og þjóð.
Það PR reyndist vera fyrir vitfirringa því miður.
Hann er því ekki mest sekur. Þeir sem mest eru sekir sitja enn og nú er svo komið að aðeins þessi stjórn getur eitthvað gert í málunum. Þjóðstjórn allra flokka hefði verið þumbunga stjórn og SS tafið allt til að verja sitt fólk.
Utanflokkastjórn hefði þá verið málið, en höfum við tíma til að fara í kosningar um slíkt. Hvernig annars hefðu menn átt að velja hana.
SSS stjórnin var vond stjórn og SS flokkurinn kemur nú hvergi nærri næstu misserin fái góðir vættir okkar gætt.
Það er því framsókn fyrir bestu að styðja þessa stjórn ætli flokkurinn sér uppreisn æru
Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 15:35
Skil ekki svona hugsunarhátt á ögurstundu. Við þurfum að kalla heim okkar færustu sérfræðinga og ráðgjafa strax, fá erlenda úrræðagóða ráðgjafa einnig og mynda stjórn með öllum flokkum og öllu fólki í þessu landi okkar.
Það er Framsókn fyrir bestu að taka ekki þátt í vondri ríkisstjórn SF.
Jónína Benediktsdóttir, 28.1.2009 kl. 16:06
Það skiptir engu máli hvað uppvakningunum í framsóknarflokknum finnst. Sá draugaflokkur má fara beint til helvítis þar sem hann á heima!
corvus corax, 28.1.2009 kl. 16:17
Jónína mín, þú valdir vitlausan flokk, og þú ert manneskja að meiri, ef þú viðurkennir það fyrr en síðar. Við, sannir íhaldsmenn (ekki frjálshyggjumenn) erum ávallt tilbúnir að taka á móti góðu fólki sem þér. Við bíðum eftir þér með útbreidda faðma, er þú ert búin að fá nóg af fnyknum, sem fyllir vit flestra Framsóknarmanna, því að sá flokkur hefur stært sig af að vera elstur flokka náungakærleiks og greiðaseemi.
Kjör nýkjörins formanns, Sigmundar Davíðs, ber nokkurn keim af því, þó að hann geti virst ágætis náungi, Hann er samt sonur pabba síns og sá góði maður krækti sér í einhvern síðasta bitann, sem hraut af borði varnarsamstarfsins við USA. Gott hjá gamla Gunnlaugi, ekki fékk ég svo mikið frá blessuðum Könunum. Ég fékk bara vinnu með eintómum Framsóknarmönnum úr Skagafirði við járnabindingar á Vellinum. Framsóknarmenn geta í of stórum hópum verið þreytandi, en ég mun aldrei senda þeim ósæmilegar og ljótar kveðjur eins og corvus corax leyfir sér,
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 28.1.2009 kl. 18:17
Ekki þykir mér ný forysta framsóknar byrja vel,að ætla sér að vera í hækjuhlutverki fyrir samf og þá sérstaklega VG sem undanfarin ár hafa verið hvað duglegastir að niðurlægja framsókn.Þess utan er nú forustan ekki alveg glæný eins og þið talið um meðan Birkir Jón (BYRGIS)hneykslismaður er þarna í innsta kopp.
Stefán Sig.Stef, 28.1.2009 kl. 20:22
Sæl Jónína
Takk fyrir þitt innlegg en ég held að þú lesir stöðuna á Íslandi ekki rétt.
Eina leiðin til að sprengja SS stjórnina var að bjóða stuning við minnihlutastjórn.
Án þess stuðnings hefði ekki orðið kosningar í vor og SS stjórnin væri en við líði og engar kosningar framundan.
Þetta er ástæða númer 1 fyrir því hvers vegna Framsóknarmenn eiga að styðja VS stjórnina, búnir að lofa stuðningnum til að rjúfa kyrrstöðuna... varla villtu að menn fari á bak orða sinna.
Við erum líka að tala um 2-3 mánuði í ríkisstjórn og við hljótum að þola það til að geta farið í kosningar og fengið umboð frá þjóðinni til að starfa.
Nýja Framsókn á ekki að fara í ríkisstjórn fyrr en eftir kosningar... við getum ekki boðið þjóðinni upp á það nema hafa farið í kosningar til að fá endurnýjað umboð.
Eins og þú sérð þá eru góðar og gildar ástæður fyrir því að styðja þessa stjórn.
Til viðbótar eru ýmis önnur skilyrði sem sett voru eins og stjórnlagaþing, undirbúningur að aðildarviðræðum að ESB og margt fleira sem næst í gegn og þarf að klára fyrir kosningar.
Samfylkingin er í molum og mun ekkert græða við það að halda á í ríkisstjórn og því ekkert slæmt við þessa aðgerð.
Nr.1 var að fá kosningar sem fyrst
Nr.2 var að stöðva kyrrstöðuna meðan SS var
Nr.3 var að koma á stjórnlagaþingi
Nr.4 að verja heimili og fyrirtæki eins og kostur er á þessum stutta tíma.
Þetta er ástæðan og við megum ekki tína aðalatriðunum í smáatriðunum.
Við Framsóknarmenn höfum trú á nýrri Framsókn sem er Framsókn félagshyggju, manngildis og samvinnu.
Grasrót flokksins tók flokkinn yfir og hún þarf á fólki eins og þér til að tryggja að hún haldi völdum yfir flokknum áfram og um ókomna tíð.
Hlakka til að hitta þig í baráttunni því ég er viss um að það er betra að hafa þig með en á móti :)
Kv.Liðsmaður nýrrar Framsóknar
Björgmundur Örn Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 20:47
Held í þá von Jónían að þú hafir rétt fyrir þér. En utanþingstjórn hlýtur að vera skárri kostur í svo stuttan tíma. Það þarf að endurhanna íslenskt stjórnskipulag þ.mt. stjórnarskrá og gefa út í formi nýs lýðveldis. Það vill almenningur í dag um það snérust mótmælin um daginn. En niðurstaða þeirra er enn sem komið er sú að Sjálfstæðisflokkur hrökklaðist frá. Reyndar ekki, Samfylkingin hrökklaðist frá. Hvað er Framsókn þá að daðra við þetta stjórnarmynstur?
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:11
Bæði Framsókn og Vg voru tilbúin í þjóðstjórn eða utanþingsstjórn (eftir hvað menn vilja kalla það) en málið er að hvorki Samfó eða Sjallar voru til í það og því ekki meirihluti fyrir því á þingi.... þannig að sá kostur var hreinlega út úr myndinni.
Þetta er því eini kosturinn í stöðunni til að koma ákveðnum málum í gegn og til að það verði kosið.
Björgmundur Örn Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 21:24
Utanþingstjórn er ekki það sama og þjóðstjórn Björgmundur. En ekki skrýtið að fólk rugli þessu öllu saman. Þjóðstjórn var hugmynd til að ná fram sammæli á milli alla flokka vegna efnahagsáætlunarinnar fram að kosningum.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:52
Bæði Utanþingsstjórn og Þjóðstjórn þurfa í raun samþykki Alþingis eða í minnsta lagi hlutleysis Alþingis.
Hvorugt var og er í spilunum vegna þess að meirihluti fyrir því var ekki og er ekki á Alþingi.
Eina leiðin til að rjúfa kyrrstöðuna og fá kosningar til að endurnýja umboðið á Alþingi var að bjóða Samfylkingu leið út úr stjórn SS.
Á stjórnlagaþingi verður vonandi skilið á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds og þannig losað um flokksræðið sem hefur eyðilagt Alþingi og flokkana á Íslandi.
Þetta er ný Framsókn að berjast fyrir svo skilin verði skýrari og flokksræði minnki. En til að þetta sé framkvæmanlegt þarf að samþykkja það tvisvar og því nauðsynlegt að klára þetta núna sem allra fyrst.
Ný Framsókn er að berjast fyrir algjörlega nýrri uppbyggingu og nýju Íslandi. Þó það þurfi að koma hlutum í framkvæmd með stuðningi Samfó og Vg þá verður að hafa það.
Svo er það þannig að Framsókn nær ekki meirihluta á Alþingi, slíkt væri frábært en ekki raunhæft. Þess vegna þarf að koma stefnumálum og standa að uppbyggingu á Íslandi í samvinnu við aðra flokka og eins og staðan er í dag þá var og er þetta eina leiðin til að klára nauðsynleg mál.
Við erum á réttri leið þó hún sé vissulega ekki sú hraðferð sem við viljum en við verðum að fara að leikreglum.
Björgmundur Örn Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 22:54
Ég skili ekki þennan málflutning Framsókn er að undirúa vinstristjórn til framtíðar það er fullreynt að sjálfstæðisflokkurinn kann ekkert með regluverk að fara og seinlega ekki heldur með pening þeir hafa haft fármálaráðaneytið í 17 ár og skila þjóðina efir gjaldþrota viljum við verlauna þá.Þingmenn eru kosnir til að stjórna landinu þá eiga þeir að sjá sóma sinn í því að gera það annars að seigja af sér því þeir séu ekki færir um það. Við kusum til fjögra ára og sitjum uppi með það hvað sem okkur fyrnst.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.1.2009 kl. 23:08
Ekki gat Framsókn setið hjá og látið SS stjórnina dampa út kjörtímabilið með tilheyrandi kyrrstöðu.
Af mörgum misgóðum kostum held ég að þetta sé besta niðurstaðan því það sem þurfti að gerast var að kjósa upp á nýtt og við erum að fá það þökk sé nýrri Framsókn.
Björgmundur Örn Guðmundsson, 28.1.2009 kl. 23:41
Gott fólk; A.T.H. Jónína heldur, eins og fleiri framsóknarmenn, að fortíð flokksins hafi raunverulega "þurrkast" út með kosningu á nýjum formanni. Svo talar Jónína um að "VIÐ" völdum flokkinn. Ég vissi nú að Jónína væri marklofin persónuleiki, en er það nú ekki fulllangt gengið að tala um sig í fleirtölu.
Dexter Morgan, 28.1.2009 kl. 23:58
Það er nú ekki oft sem Mogginn hrósar Framsóknarmönnum hvað þá í Staksteinum en eftirfarandi birtist í Staksteinum í morgun og vert að veita því athygli:
Fyrir hvern?
Skúli getur ekki fellt sig við að í samningnum standi að Ísland verði ekki af hendi látið. Hann leggst gegn Hannesi Hafstein og öðrum í nefndinni, en verður undir. Nefndarmenn hafa hins vegar misreiknað andrúmsloftið á Íslandi. Skúli verður hetja, en aðrir nefndarmenn eiga í vök að verjast.
Skúli uppskar hins vegar aldrei ráðherrastól og í lok bókar ræðir hann þau vonbrigði við konu sína: „Ég verð að trúa því að þetta sé svona,“ segir hann. „Að það skipti máli að gera það sem öðrum finnst vera óraunsætt. Að ryðja nýjar brautir. Og þó að mér finnist kannski stundum að ég hefði átt að vera verðlaunaður sjálfur, gerði ég þetta ekki þess vegna... Hvernig væru stjórnmálin ef fólk gæti sagt að engum sé alvara... og allir séu jafn spilltir og sjálfselskir. Að engar breytingar séu mögulegar og að þeim sem standi á móti valdinu sé ævinlega refsað. Þá mundi aldrei neinn rísa upp... En ég gerði þetta ekki aðeins fyrir mig. Ég gerði þetta fyrir börnin okkar heima... svo þau þori að vera menn í framtíðinni.“
Þetta hugarfar kom fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar hann var spurður hvað Framsóknarflokkurinn fengi út úr því að veita minnihlutastjórn skjól: „Vonandi betra Ísland.“
Hugsa aðrir stjórnmálamenn á þennan veg þessa dagana?
Björgmundur Örn Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 09:25
Já og Dexter... fortíðin þurkast ekki út.... Framsóknarmenn viðurkenna sína fortíð og í þeirri stöðu er aðeins tvennt að gera:
1. Nota það sem afsökun til að halda áfram á sömu braut.
2. Nota það sem ástæðu til að þroskast, læra af mistökunum og leggja sitt af mörkum til að búa til nýtt Ísland.
Grasrótin tók yfir flokkinn og berst í dag fyrir seinni kostinum þ.e. að þroskast, læara af mistökunum og leggja sitt af mörkum til að búa til nýtt Ísland.
Þetta er stærsta ástæða þess að við viljum nýjar kosningar svo við getum aflað flokknum trausts á ný og fengið nýtt umboð til góðra verka.
Inni á framsokn.is er hægt að lesa stjórnmálaályktun Framsóknarmanna frá flokksþinginu. Þeir sem vilja geta skoðað það :)
Sá sem lifir í fortíðinni kemur engu í verk. Sá sem lærir af fortíðinni getur gert hvað sem er.
Lifið heil. Íslandi allt.
Björgmundur Örn Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 09:30
Kæri Sveinn
Hamar og sigð er tákn kommúnista.
Hamarinn er notaður til að berja á puttana á þeim sem vilja byggja upp og sigðin til að afhausa þá sem ekki voru sammála kommunum.
Svo halda menn að þegar Kapitalisminn riðar til falls að þá sé kommúnisminn orðinn bara í lagi...?
Við lifum ekki í sýndarheimi Sveinn minn heldur á Íslandi.
Það er auðvellt að googla það að þú Sveinn ert Vinstri grænn og hefur ólmur barist fyrir því að Vg komist í stjórn.
Við höfum því barist hetjulega saman fyrir því að koma Sjöllunum frá til að byggja framtíð á Íslandi.
Eina ástæða þess að nú verður farið í kosningar er tilboð Framsóknar. Þú átt því margt okkur að þakka :)
Björgmundur Örn Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 11:36
Björgmundur Örn og Sveinn Elías, ég er gamall íhaldsskarfur. Ég samgleðst ykkur í því að hafa að lokum fundið hvorn annan í endann, þrátt fyrir áratuga langan fjandskap.
Það er einkar skondið, að Framsóknarflokkurinn telur sig endurborinn við það eitt að kjósa nýjan
formann ?! Skelfing hafa Framsóknarmenn lítið álit á gáfnafari landsmanna, er þeir telja að slíkt dugi eitt og sér til afláts, sei, sei.
Kommarnir eru samir við sig, eitt sinn Kommi ávallt Kommi, og ég vil ekki hafa fleiri orð um það
fyrirbrigði.
Ísland er farið úr öskunni í eldinn.
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 29.1.2009 kl. 15:39
takk fyrir að skemma þj´ðina og koma okkur á hausinn ég ætla að reyna allt sem i minu valdi stendur til að flytja héðan og til færeyja ef ég næ ekki að kljúfa norðurlandið frá þvi syðra:) þið skemmið fyrir þeim sem koma með peninga inni kerfið!!!!!!!!!!!
SYDRIX, 29.1.2009 kl. 22:41
I love you :)
Ari Jósepsson, 30.1.2009 kl. 21:42
Það verður að viðurkennast að þú átt virkilega heiður skilinn fyrir margt og ekki síst fyrir upplýsingarnar um Kaupþing og kaup og sölu Búnaðarbankans.
Því miður er það viðtekin venja í stjórnmálum og stjórnkerfinu hér um mjög langa hríð að staðhæfa um geðveiki fólks sem ekki er fullkomlega þægt og stillt - í raun ekkert annað en var í USSR.
En hvað gerir þú nú þegar Kaupþing-mafían reynist eiga Framsóknarflokkinn og Sigmund Gunnlaugsson formann hans?
Helgi Jóhann Hauksson, 31.1.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning