27.1.2009 | 17:54
Í fyllingu tímans mun það sannast.
Það verður augljóst í fyllingu tímans hver fór í raun með valdið við stjórnarmyndun þessa. Málið er gríðarlega alvarlegt fyrir fyrirtækin í landinu og almenning. Ég treysti fáum betur fyrir fjölskyldunum en Jóhönnu Sigurðardóttur en ég treysti henni ekki til þess að standa upp í hárinu á þeim sem sett hafa hér þjóðina á bólakaf. Jóhanna hefur í gegnum árin verið uppáhalds stjórnmálamaður minn og þjóðarinnar en nú tel ég nauðsynlegt að nýr forsætisráðherra verði sérfræðingur á sviði krísustjórnar, breytingastjórnar og enduruppbyggingar. Jóhanna hefur því miður ekki þá þekkingu.
Ég óska henni samt góðs gengis og veit í það minnsta að þar fer manneskja með manngildi ofar öllu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var greininni um sam....flugfreyjunna kastað út ? Er stóri bróðir farin að hafa áhrif á einhver blogg. Jóhanna er hvað, ,,, tálbeita og fórnarlamb gerspillts flokks.Því miður fyrir hana.
Mér fannst greinin sem er farin af síðunni hjá þér góð titillinn kanski harður en pistillinn sagði allan sanleikann.
Stefán Óli Sæbjörnsson, 27.1.2009 kl. 18:12
Ég er ekki alveg að treysta henni Jóhönnu búinn að vera allt of lengi og lítur út fyrir að vera 90 ára gömul
Ari Jósepsson, 27.1.2009 kl. 20:41
Já ég viðurkenni að titillinn var dálítð illa settur fram og tók þetta út. Ég hafði verið í viðtali við breskan fjölmiðil sem bað mig um uppýsingar um Jóhönnu og svo var þetta tvennt sem þeim fannst merkilegast. Annars sagði ég mjög margt fallegt um hana í þessu viðtali enda finnst mér engin skömm af því að vera lesbía hvað þá íslensk flugfreyja sem eru þær bestu í heimi að mínu mati. Hitt er svo annað mál hvað þarf í ástandið eins og það blasir við. Ég held að það þurfi hámenntaðan stærðfræðing sem unnið hefur við breytingastjórnun og krísustjórnun í stóru fyrirtæki til þess að taka við þjóðstjórn. Þjóðstjón sem best væri að sæti í um 3 ár !! En svona hugsa ég og bið Jóhönnu afsökunar hafi ég verið dónaleg. Það var ekki ætlunin og ég held að hún þekki álit mitt á henni nægilega til þess að misskilja ekki skrif mín.
Jónína Benediktsdóttir, 27.1.2009 kl. 23:45
En þessi hámenntaði sérfræðingur, þessi draumahugsjón, er kannski ekki á hvejru strái. Og ekki víst að hann hafi svo sem sérstakt manngildi þó hann fyndist. Megum við því ekki vel við una til vors?
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 00:33
Bara svona uppá skjölun Jónína,
Hvaða menntun hefur þú og hvað ætlar þú langt í Framsóknarflokknum ?
Svona svo ég viti hvort ég ætli að kjósa framsókn ef þú kemst til metorða.
Og svo náttúrulega uppá hvort ég ætli að taka eitthvað mark á orðum þínum þar sem ég hlusta ekki á neitt undir mba eða hreinlega doktor.
Annars finnst mér þetta menntaæði og æskudýrkun nákvæmnlega það sem hefur dregið þjóðina í svaðið.... er reynsla einskis virði nútildags...
ps. ég hef aldrei kosið samfylkingu né vinstri græna... reyndar aldrei neitt nema autt
Vilberg Helgason, 28.1.2009 kl. 05:01
Ég treysti mér í það minnsta ekki til þess að gerast forsætisráðherra þessarar þjóðar eins og ástatt er !
Nýtt fólk en samt gamalt í stjórnmálum mun ekki breyta neinu eins og ástatt er. Þetta er mín skoðun. Sigrður Þór við getum ekki við neitt unað til vors og þessi setning þín segir margt um það hugarfar sem hér hefur ríkt í áratug. Þetta reddast eitthvað áfram hugarfar.
Ég skil ekki af hverju fólk heldur að ég sé að troða mér í stjórnmál þó ég hafi viljað búa til nýtt afl með nýju fólki í Framsókn. Það er hægt að hafa áhrif án þess að vera á þingi eða í ríkisstjórn.
Ég trúi á þjóðstjórn með sérfræðingum til þess að endurreisa landið. Það sem nú blasir við okkur er galið.
Jónína Benediktsdóttir, 28.1.2009 kl. 05:34
Það er dálítið mikið að segja að tvær setningar frá mér segi mikið um það hugarfar sem hér hafi ríkt í áratugi. Ég held bara að þessi mikli sérfræðingur verði ekki fundinn bara si svona og allir vita að þetta verður bara tímabundið ástand. Studnum verða menn að sætta sig við að fá ekki allt. Þú þarft svo ekki að gefa í skyn að í mér búi það hugarfar kæruleysis og spillingar sem hér hefur ríkt og ég hef haft fyrirlitningu á en þetta ertu í rauninnni að segja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 17:16
Sæl Jónína.
Skil ekki þessa aðdáun á Jóhönnu. Hún er auðvitað ágætis manneskja, en í alvöru talað þá er hún enginn manneskja sem virðir manngildi, hún er algerlega í botni á þessari "manngæsku" og alltaf að tala fyrir "lítilmagnann", og "manngildi ofar öllu"?????? Persónuofsóknir og blinda gagnvart egin afrekum í síðustu stjórn, í alvöru talað held ég ekki að hún hafi þá yfirgrípandidiplómasíu að geta haldið saman landstjórn á þessum erfiðu tímum. Svo Framsókn, hver er þessi nýji formaður? er hann ekki alinn upp í "framsóknarandanum" eða því sem lengi hefur verið nefnd fyrirgreiðslupólitík? Á hvaða forsendum á maður að trúa á nýju stefnu hjá Framsókn? Hvað hefur þessi nýji formaður komið með á þessum síðustu og verstu tímum, annað en tilllögur sem munu kosta skattgreiðendur offjár.
Svo að lokum hvar er þetta "fólkið" vill, eins og Jóhanna vitnar í. Hefur einhver könnun verið gerð á því hvað "fólkið" vill? Til að "fólkið" geti tjáð vilja sinn verður "fólkið" að fá það fram fyrir sín augu hvað er um að velja, hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvernig er staðan. Hvar eru allir þessir fréttamannfundir eða upplýsingar sem núvarandi stjórnhafar kvörtuðu yfir að væru af takmörkuðu magni áður en þeir tóku við? Hvar eru allar upplýsingarnar til almennings?
Ég get haldið áfram í alla nótt, bara varð að senda þér smá kveðju, sérstaklega þar sem ég tel þig eina af skörpustu manneskju sem ég hef hitt á lífsleiðinni.
Kveðja Ýr Logadóttir.
Ýr Logadóttir, 10.2.2009 kl. 23:53
Sæl Jónína
Langar bara að segja þér að mér fannst þú koma vel útí viðtalinu hjá Sigmari í kvöld. Ég trúði þér í þessu viðtali. Ég verð því víst að biðjast afsökunar á að hafa ekki gert það fyrr.
Vona bar að þér ganig allt í haginn í framtíðinni.
Hanna, 12.11.2010 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning