Hvar er siðferði í þessu ? Hvergi eins og oftast reyndar.

Einn fyrir bankann og einn fyrir mig!

Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs býr í glæsilegu einbýlishúsi
í Kew Riverside i vesturhluta London. Síðasta söluverð
 hússins mun samkvæmt breskum bókum hafa verið 1.240.000.- pund
 sem samsvarar um 215 milljónum íslenskra króna.

Þetta væri ekki fréttnæmt í sjálfu sér en það er eignarhaldið á húsinu
 sem er allrar athygli vert. Eigandi þess er nefnilega
fasteignafélagið Eignasýn ehf sem leigði Baugi húsið á
samningi til 10 ára.

Eignasýn er íslenskt félag sem skráð er
til heimilis að Bakkavor 28 á Seltjarnarnesi en þar mun
húsbóndinn vera Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri
Glitnis.

Já einn díll fyrir bankann og einn díll fyrir mig hefur hann líklegast sagt við Jón Ásgeir/Bjarna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Þeir eru að undirbúa endurkomu sína "víkingarnir", s.br. Pálma Har.. Við þurfum að vera vel á verði, og passa að láta ekki blekkjast af klækjabrögðum þeirra.

Börkur Hrólfsson, 6.1.2009 kl. 13:26

2 Smámynd: corvus corax

Lögreglan er ónýt enda æðsti yfirstjóri þar, Björn Bjarnason gjörsamlega siðblindur spillingarfíkill, dómskerfið rotið og gjörspillt af illa lyktandi ættingjum og vinum Davíðs Oddssonar, ríkisstjórnin liggur banaleguna, aðframkomin af alvarlegri valdasýki, einkavinavæðingu og botnlausri heimsku og hroka, og bankakerfið ofurselt blóðsugum og þjófum. Er eitthvað undarlegt að sauðsvartur pöpullinn láti til sín taka ...með valdi ef annað dugar ekki?
Sækjum stórþjófana með handafli og gerum þeim illt, það eru þeir búnir að gera  okkur almenningi undanfarin ár.

corvus corax, 6.1.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Thessi athugasemd thin corvus er byggd ad hatri i gard manna sem reynduad stodva spillta unglinga sem sett hafa thetta land a hvolf. Thu ert ekkert skarri en their med svona athugasemdum. Folk eins og thu gafur rikisstjorninni langt nef a timum sem reynt var ad stemma stigum vid spillingunni. Thu aettir ad vinna med logreglunni sem aldrei hefur haft nokkur annarleg sjonarmid en barist vid fjolmidla sem vordu eigendu sina. Thu getur skrifad undir nafni her en eg mun ekki lata svona bull vidgangast a minu bloggi aftur og mun eyda thvi.

Jónína Benediktsdóttir, 6.1.2009 kl. 16:12

4 identicon

Góð athugasemd hjá þér Jónína. og góð grein.

Takk fyrir.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband