Þegar forsetinn veitir þessa merkilegu orðu, Fálkaorðuna, þá hefur mér oft fundist fólkið allt of ungt til þess að öðlast þessa sæmd. Ég vil líta svo á að í lok vinnuferils ætti forsetinn, ef við viljum þá hafa þetta stórskaddaða embætti áfram, að heiðra fólk sem hefur skilað þjóðinni góðu dagsverki.
En hverjir hafa svo sem ekki gert það í okkar vinnukrefjandi samfélagi.
Flestir jú.
En fyrir utan þá hugsun að allir ættu rétt á orðum eftir það sem á undan er gengið í okkar samfélagi þá fannst mér í gær orðuveitingin öðruvísi.
Ég gat svo um munaði glaðs yfir því að fyrirmynd, frumkvöðull, "mamma" okkar íþróttakennara, Ástbjörg Gunnarsdóttir, fékk þessa viðurkenningu. Ég horfði á þennan glæsilega frumkvöðul sem ég hef litið upp til síðan ég kom frá námi ´81 og hugsað. Loksins les forsetinn rétt í aðstæður.
Ástbjörg Gunnarsdóttir tók mér fagnandi þegar ég flutti til Íslands með nýjungar í leikfimikennslu og þjálfun. Hún var alltaf fyrst að skrá sig á öll námskeið sem ég var með og talaði af áhuga um nám mitt, framtíðarsýn og það sem ég var að gera hverju sinni. Velvildin leyndi sér aldrei í huga þessarar konu. Hún náði einnig að þjappa konum saman í heilsueflingu og verður bíómynd um þessar hetjur sýnd í sjónvarpinu á næstunni. "Allar mættar". Enginn kennir leikfimi fallegar en Ástbjörg Gunnarsdóttir að vísu hefur Ágústa Johnson svipaðan stíl í sinni kennslu, enda vinsæl.
En af hverju minnist ég á þetta núna ?
Jú það er einmitt núna sem við þurfum að hlusta á, fylgjast með, aðstoða og styðja við frumkvöðla eins og Ástbjörgu Gunnarsdóttur. Þær leiðir sem hún, Bára Magnúsdóttir og fleiri frumkvöðlar í heilsugeiranum fóru eru lærdómsríkar. Þær kröfðust nýrrar hugsunar, vinnusemi og velvildar þeirra sem þjónustuna keyptu sem og úthalds til þess að gera sömu hlutina aftur og aftur. Nú liggur mikið við að þjálfa með unga fólkinu úthald. Úthalds til þess að gera sömu hlutina aftur og aftur þangað til markmiðum er náð. Aldrei endanlegu markmiði heldur áfangasigrum.Áfangasigrar Ástbjargar hafa verið margir og hún fór oft í útrás. Vel skipulagða, vel ígrundaða og vel fjármagnaða útrás með flottum konum sem fylgdu henni í einu og öllu.
Ísland þarf að setja sér markmið sem duga mun um aldur og ævi líkt og Ástbjörg Gunnarsdóttir hefur gert. Því miður eru tölvuleikir, sælgætisát og ólheilbrigt líferni margra unglinga ekki undirstaðan sem virkar, en við getum í það minnsta séð að þjóðin hefur minni tíma í dag til þess að eyða honum í vitleysu. Á skólum landsins hvílir sú ábyrgð að virkja nemendur og nú er lag að taka Pólverja sér til fyrirmyndar. Það er hluti af allri menntun að vinna með skóla. Vinna svo til ókeypis !
Til hamingju elsku Ástbjörg okkar og mikið rosalega varstu glæsileg við athöfnina á Bessastöðum.
Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning