31.12.2008 | 21:58
Ótrúleg ræða !
Geir hefur í kvöld sýnt að hann er af einlægni í því hlutverki að leysa hér krísu. Það vonda í stöðunni er að hann er að reyna að komast hjá því að tala um aðkomu Samfylkingarinnar að hruni bankanna, útrásaræðinu og forsetaklappliðinu.
Þetta var að mínu viti ein besta ræða forsætisráðherra sem ég hef heyrt.
Gleðilegt ár !
Brýnt að herða reglur um hegðan á fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigling Geirs er vandasöm á milli boða og skerja
Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.12.2008 kl. 22:06
Ræðan var trúleg en hann sér vandann.
Jónína Benediktsdóttir, 31.12.2008 kl. 23:38
Ræður á við þessar leysa ekkert og enginn vill muna ! Gleðilegt ár allir saman og tökum árið hvert og eitt.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 01:00
Góð ræða í heildina en hann og stjórnin geta nú ekki fríað sig Icesave reikningunum sem eru litlir 600 milljarðar í skuld, mínus eitthvað óákveðið.
það gátu þau þó komið í veg fyrir.
Sigurður Ingólfsson, 1.1.2009 kl. 11:21
Ég á erfitt með að sitja undir ræðum Geirs eftir allar lygarnar. Það væri eins og að hlusta með eftirvæntingu á ræðu eftir Bush.
Oddur Ólafsson, 1.1.2009 kl. 11:22
Jónína mín, þar leyfi ég mér að vera þér ósammála. Geir sagði ekkert bitastætt. Hvar voru hugmyndirnar um lausnir? Leiðir út úr vandanum?
Ég ræddi mikið og lengi við góðan kunningja minn á næsta bæ sem er Sjálfstæðismaður aftur í aldir og hann var mér sammála um hvað gera þyrfti. Í fyrsta lagi að setja á fót ríkisreknar bújarðir þar sem fólk gæti komið með sig og sína og byrja að yrkja jörðina. Fengi dulítinn landskika og útsæði, og haft þannig í sig og á. Hver fjölskylda fengi svo nægjanlegt magn uppskeru til að matast út árið, en afgangurinn færi til eiganda jarðarinnar, ríkisins, sem leiga fyrir skikann. Með þessu móti væri hægt að búa til atvinnu fyrir tugi þúsunda landsmanna, tryggja matvælaöryggi, og stunda alvöru atvinnu en ekki eitthvað froðupeningaplokk.
Annað sem ég saknaði í ræðunni hans var að ekki var minnst einu orði á Ákvarðanatökuráðuneytið sem ég vonaði að væri komið vel á veg á borði ríkisstjórnar. Slíkt ráðuneyti sæi til þess að við sauðsvartur almúginn förum okkur ekki að voða við fjárfestingar og ákvarðanir sem við skiljum lítið í, svo sem íbúðakaup, bílakaup, barneignir, utanlandsferðir og annað. Sérþjálfað starfsfólk ráðuneytisins gæti reiknað dæmið út fyrir okkur og gefið okkur leyfi til aðgerða þar sem byggt væri á fagmennsku en ekki einhverju ekkisens bríaríi einstaklinga. Það var jú slíkt sem kom okkur í slíkar ógöngur sem við erum í í dag.
Þetta og margt annað eru hlutir sem eru ómissandi og nauðsynlegir við uppbyggingu nýja Íslands og því miður var ekkert imprað á þessu af forsætisráðherra í gær. Því miður.
Nýja Ísland byggir á tungumálinu, sögunni, menningunni, hefðunum, landbúnaði, sjósókn, og náttúru. Við þurfum að færa stóran hluta þjóðarinnar aftur út í dreifbýlið í tengsl við náttúruna. Við þurfum að banna sýsl með peninga og verðbréf, enda skilar slíkt engu nema hörmungum. Við þurfum að láta þartilbært fólk taka ákvarðanir fyrir okkur hin sem við ekki erum fær um að skilja. Þannig er það nú bara.
Jón Einarsson, 1.1.2009 kl. 12:21
Og hver er að koma samfylkingarinnar að þessu máli ? Gætir þú verið svo vinsamleg að upplýsa fyrir mig um þau tengsl á svörtu og hvítu. Eitt er ljóst að meginn þorri þeirra sem ullu þessu bankahruni voru Sjálfstæðismenn og þeir geta ekki fríað sig undan þeirri ábyrð.
Mér þætti vænt um að sjá þessi tengsl Baugs á borði en ekki í orði við samfylkinguna. Vera má að þau tengsl séu til staðar en eitt er þó allaveganna DAGSLJÓST að það eru tengsl frá Baugi inn í SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN.
Jónína, Það birtust kjaftasögur um þig í DV á sínum tíma. Ekki datt mér í hug að taka þeim trúanlegum einfaldlega vegna þess að þær voru fjarstæðukenndar og viðbjóðslegar. Sama á við þetta sífella töngl þitt og margra annarra hægri manna um tengsl samfylkingarinnar við Baug. Ég skal trúa þessum tengslum ef mér eru sýndar þær á svörtu og hvítu.
Ég veit að Ólafur Ragnar hélt miklar lofræður um útrásarvíkinga á sínum tíma en samkvæmt skýrslum Seðlabankans gerði Davíð Oddsson það líka samkvæmt því sem stóð í skýrslum Seðlabankans um hvernig efnahagslíf væri á Íslandi í Mai síðastliðin.
Brynjar Jóhannsson, 1.1.2009 kl. 13:15
Góð viðbrögð Brynjar við þessu skrítna lofi á Geir og kjánalegum smjörklípum á Samfylkingu. Rótin vandans liggur í kvótakerfinu og græðgisvæðingu þar sem Framsókn og Sjálfstæðisflokknum voru gerendur og skaparar.
Jónína var í Davíðsliðinu sem með aðstoð Kjartans Gunnarssonar og Styrmis Gunnarssonar var svo góðviljað að hjálpa ameríska piltinum sem leitaði til þeirra í vanda, við að koma Baugsmálinu í gang.
Hvað finnst Jónínu og hennar hólmsteinska félagsskap um hvernig "góðu kapítalistarnir" þeirra Björgólfsfeðgar reyndust landinu. Þeir voru svínslegastir í áhættusækni og skuldsetningu þjóðarbúsins.
Maður fær hroll ef að á að endurvekja Framsóknarflokkinn undir þessum formerkjum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 1.1.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning