30.12.2008 | 12:20
Greinin sem ritstjóri Moggans fékk til birtingar en hafnaði. Hina fyrri sem ég birti segist hann ekki hafa séð !
Leiðrétting á grein: Ritstjóri Morgunblaðsins hringdi áðan og segist ekki hafa lesið greinina sem ég setti hér inn á bloggið í morgun en þessa hér hafi hann fengið og ekki viljað birta.
Ekki veit ég hvert fyrri greinin sem ég birti hér á blogginu rataði en ég tók símtali hans í júlí alvarlega, skrifaði nýja grein og sendi á Moggann en fékk ekkert svar.
Ég birti því þessa eldri sem ritstjórinn segist hafa fengið.
Hann fékk hana 1. júlí
Ég trúi því að Ólafur hafi borið hag minn fyrir brjósti þegar hann hafnaði henni.
Gallup birti könnun um hverjir urðu mestu fórnarlömb Baugsmálsins og ég var ofarlega á þeim lista og í því samhengi er þessi grein skrifuð. Herðubreið var svo með sína grein um upphafið og pólitíska aðkomu að Baugsmálinu.
Guð blessi bloggið.
Baugsmálið er pólitískt.
Sem eitt af fórnarlömbum Baugsmálsins dreg ég þá ályktun að Baugsmálið sé pólitískasta mál allra tíma.
Pólitíkin í Baugsmálinu hefur grafið undan trausti almennings á dómskerfinu, ákæruvaldinu, lögfræðingastéttinni og stjórnmálamönnum.
Af hverju ?
Jú svarið er einfalt. Á Íslandi komast menn og konur ekki til áhrifa nema þá að hengja sig utan í auðmannaklíkur.
Fólk er tilbúið að eyða 3 milljörðum í að auglýsa sakleysi sitt.
Fólk er tilbúið að gleyma því að sjóðir almennings voru í húfi þegar (Baugs) málið fór af stað.
Fólk er tilbúið að líta yfir þá staðreynd að hlutverk stjórnmálamanna er að sjá til þess að lagaumhverfi og reglugerðir séu í samræmi við hegðun, ábyrgð og innræti þeirra sem stjórna hér markaðinum.
Allir þeir huglausu stjórnmálamenn sem horft hafa fram hjá alvöru viðskiptahátta Baugsmann í áratug ættu að skammast sín.
Hér er vargöld og græðgisamfélagið auglýst í fjölmiðlum sem eftirsóknalegt.
Hér eru þeir einstaklingar yfirbugaðir af grimmd sem reyndu að koma böndum, höfðu til þess hugreki, á viðskiptalífið þegar verst gekk.
Hvað sem einhver Halldór Ásgrímsson eða Þorsteinn Pálsson hafa sagt við Jón Ásgeir skiptir engu máli því þeir hafa báðir opinberað hugleysi sitt. Þeir þora ekki í skrímslið. (í umræðunni þá sögðust Baugsmenn hafa upplýsingar frá þessum tveimur um aðkomu Davíðs að upphafi málsins)
Þess skal getið, og áður en lengra er haldið, um málið að ég get hengt mig upp á það að eftirtaldir aðilar vilja ekki að upphaf Baugsmálsins verði rannsakað. Þeir eru bara að hóta því til þess eins að enn eina ferðina slá ryki í augu almennings.
Hreiðar Már Sigurðsson
Sigurður Einarsson
Tryggvi Jónsson
Jón Ásgeir Jóhannesson
Jóhannes Jónsson
Bjarni Ármannsson
Hreinn Loftsson
Hjálmar Blöndal
Einar Þór Sverrisson
Pálmi Haraldsson
Gestur Jónsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Valgerður Sverrisdóttir
Halldór J Kristjánsson
Ólafur Ragnar Grímsson
Össur Skarphéðinsson
Einar Karl Haraldsson
En fari svo að menn haldi áfram að dylgja og ljúga um upphaf málsins kemur að því að rannsókn er nauðsynleg.
Ég, þrátt fyrir að vera orðin hundleið á þessu máli, get fært ýmis gögn inn í þá umræðu sem Baugsmönnum hefur ekki tekist að skrumskæla heldur fela.
Jim Schafer þorir þá vonandi að tjá sig um upphaf Baugsmálsins, hann þekkir það vel en fékk 200 milljónir fyrir að þegja.
Það yrði auðvelt að svara þessum spurningum:
Af hverju treysti Jón Gerald ekki því að Tryggvi Jónsson væri friðhelgur á Íslandi ?
Af hverju gat Elín Hirst ekki þýtt viðtalið við Tryggva um "þjófnað" Jim Schafer á hillum og fór Morgunblaðið í að þýða fréttina. Mogginn vildi fá efnið og viðtalið við Tryggva og þess vegna sem fjölmiðill kom hann þessum gögnum til mín.
Baugsmenn flýttu sér að þagga niður í Jim áður en Mogginn náði þessu viðtali.
Af hverju fékk Jim Schafer forstjóri Bonus Dollarstore ekki að vera á fundi þar sem uppgjör fyrirtækisins voru kynnt ?
Því þeir lugu til um afkomutölurnar.
Miðað við það sem stjórnmálamönnum ætti að vera nú ljóst um viðskiptahætti þessa fyrirtækis sem hér hefur þjóðina í herkví ættu þeir að skammast sín fyrir að þora ekki að standa upp og stöðva þetta sukk.
Það eru aumu talsmenn almennings sem hrópa á rannsókn á upphafi máls sem átti sér engar pólitískar rætur aðrar en hjá Samfylkingunni og Framsóknarráðherranum sem og bankastjóra framsóknarflokksins. Það upphaf þekki ég þó svo að framhald málsins hafi farið á þann veg sem raun ber vitni.
Ég skal auðfúslega taka þátt í að rannsaka upphaf málsins ef þetta fólk sem hér er upptalið samþykkir það þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hinn hlutinn af motivasjónum manna er ætíð persónulegur, stundum afar persónulegur.
Eindir hvers og eins skapa svo umgjörðina.
Þann hluta er erfitt fyrir utanaðkomandi að setja fingur á, því vil ég ekki einusinni reyna.
Hinnsvegar er ég nokkuð stoltur af því, að konur eru ekki geðlausar hér á landi, sannast það nokkuð á þér.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 30.12.2008 kl. 14:46
Það fer enginn í gegnum lífið án þess að vera pesónulegur.
Jónína Benediktsdóttir, 30.12.2008 kl. 15:46
Frábær grein, Jónína. Stórkostleg! Þarna sjáum við svart á hvítu hvað er hvað og hvurs. Ekki efa ég að þú hefur sannleikann höndlað í þessu máli, sama hvað rætnar spillingarraddir segja. Hið minnsta hef ég og mitt heimilisfólk aldrei trúað stafkrók um málið nema frá þér komnum, enda köllum við sveitafólkið ekki allt ömmu okkar.
Þessar sannanir sem þú berð fram sýna bara enn og aftur nauðsyn þess að taka til hendinni hér, með lagasetningu ef ekki vill betur. Enginn flokkur er betur til þess fallinn að sópa spillingunni út í hafsauga en Framsóknarflokkurinn, þar sem ég trúi og vona að þú verðir leiðtogi innan fárra missera.
Hefði frosta Fold fleiri eldhuga eins og þig værum við ekki í þessum táradal sem við nú erum í, seisei nei. Fólk sem líður mótlæti en bugast ekki því það hefur hag almúgans í hugskotssjónum sér allan tímann, hikar ekki við að setja eigin hagsmuni í aftursæti sé hagsmunum lýðsins borgið með slíku. Vanþakklátt starf, vissulega, en þú hefur sýnt og sannað í gegnum tíðina hversu alþýðleg og kammó þú ert, Jónína mín, og hafðu þakkir fyrir!
Hér þarf að taka til hendinni, svo sannarlega. Hér þarf ríkið að koma til skjalanna og sjá til þess að með verðmæti sé ekki sýslað utan vökuls auga kjörinna fulltrúa, sem hafa bæði vald og getu til að stíga inn í hvar og hvenær sem er til að tryggja að spillingin nái hvergi bólfestu. Á hinu nýja Íslandi munu menn geta átt viðskipti með verðmæti þá einungis og eingöngu að fulltrúar almennings hafi blessað slíkt sem sanngjarnt og spillingarlaust. Hlutabréfamarkaður, verðbréfamarkaður, peningamálasjóðir, verðtryggingarvísitölur og allt hvað þetta nú heitir er til þess fallið að slá ryki í okkur einfaldan almúgann og hafa af okkur sparnaðinn. Okkar kjörnu fulltrúar þurfa að vakna til lífsins og gæta að þessum málum.
Ég hef lagt til á hreppsnefndarfundum hér fyrir austan að Framsókn beitti sér fyrir stofnun sérstaks Ákvarðanatökuráðuneytis, sem væri nokkurs konar leiðbeinandi aðili fyrir almenning fyrir stórar ákvarðanir. Fólk myndi sækja um leyfi til slíks ráðuneytis áður en til meiriháttar ákvarðana í lífinu kæmi, svo sem kaupa á fasteign, bíl, utanlandsferðum og viðlíka og sérstakir fulltrúar myndu hafa umsjón með því að ekki yrði svindlað á fólki og að það réðist ekki í fjárfestingar eða annað viðlíka sem það hefði ekki skilning eða bolmagn til. Hefði slíkt ráðuneyti verið til staðar í "góðærinu" er næsta víst að margir væru ekki í klandri í dag. Ég hef fjöldann allan af viðlíka hugmyndum sem munu eflaust koma til góða þegar þarf að endurreisa landið og koma á þóknanlegri stjórnskipan. Ég hlakka til að verða hluti af þeirri uppbyggingu!
Jón Einarsson, 30.12.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning