29.12.2008 | 13:05
Þarftu að taka lyfin þín ?
Það er nú ákveðið meðal-hóf sem gæti sparað þjóðinni milljónahundruðin ef læknar fengjust til þess að endurmeta lyfjanotkun sjúklinga oftar en gert er. Það virðist ódýr leið að lækna allt með lyfjum en hún er að sliga heilbrigðiskerfið svo dýr eru lyfin sem þjóðin mylur.
Það er reynsla mín að í allt of mörgum tilfellum er fólk sett á lyf að óþörfu. Í öðrum tilfellum eru lyfin auðvitað blessun gegn sjúkdómum og það ber að virða.
Ég hef sérstaklega áhyggjur af lyfjanotkun kvenna. Því hefur jú verið haldið fram að konur séu stærsti tilraunahópur lyfjafyrirtækjanna sem til er. Það er margt til í þessari fullyrðingu ef marka má lyfjakokteilana sem konur koma með til Póllands. Þær sem losna við lyfin í Póllandi læra að lifa þannig lífi að lyfin verða ónauðsynleg í flestum tilfellum.
Nú þegar sparnaðar er þörf ættu læknar að hugsa um ýmsar leiðir til þess að lækna fólk önnur en lyf.
Það að fasta undir lækniseftirliti er ein leið. Hreyfing og sauna er önnur. Yoga er þriðja.
Eru læknar tilbúnir að kynna sér aldargamlar leiðir á erfiðum tímum eða ætla þeir að halda áfram að skrifa út lyfseðla, marga hverja ónauðsynlega með öllu og án eftirlits.
Þess skal getið að fólk má ekki hætta á lyfjum án þess að ráðfæra sig við lækni.
Lyf geta haft þær afleiðingar að nýir sjúkdómar myndast og svo koll af kolli.
Við þurfum öll að vera meira meðvituð um heilsuna og gera allt til þess að halda í hana. Spörum með því að reyna fyrst að lækna okkur sjálf.
Við þurfum ekki að halda lyfjafyrirtækjunum á lífi !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki hvað ég á að segja enn það getur verið erfit fyrir suma að hætta bara :/
Ari Jósepsson, 29.12.2008 kl. 13:38
Ágæta Jónína:
OF-notkun lyfja er að sjálfsögðu varhugaverð - um það efast enginn. Þar held ég raunar að mestu máli skipti að nota lyf og allar aðrar leiðir til lækninga og heilsueflingar eftir sannreyndum leiðum. OF-notkun lyfja þarf að fyrirbyggja svo og notkun hjálækninga sem ekki hafa sannað gildi sitt. Við þurfum að spara í okkar þjóðfélagi og hætta að eyða peningum í vitleysu. Með það í huga vildi ég spyrja þig hvernig þú getur "prókmóterað" þín pródúkt með þessum hætti:
"Allir eiga að taka 10 dropa af Citrosepti tvisvar á dag til þess að fyrirbyggja sýkingar." (væntanlega er það ekki ofnotkun ef ALLIR eru á Citrosept sem hægt er að kaupa gegnum detox.is hjá Jónínu).
Af hverju ekki að fá sér nokkra dropa af sítrónusafa, ódýr og árangursrík leið til að fá citrus flavinóiða.
Af hverju eigum við að eyða háum fjárhæðum í stólpípur í Póllandi? Hefur einhver sýnt fram á gildi þeirra?
Jónína spyr: "Þarftu að taka lyfin þín?"
Ég spyr "Þarftu að taka stólpípuna þína?"
Það er öllum hollt að horfa krítískum augum á hvernig við verjum aurum okkar í alla hluti, bæði lyf og aðrar nauðsynjar en ekki síður ónauðsynlega hluti eins stólpípur og fótanuddtæki.
Magnús Karl Magnússon, 29.12.2008 kl. 14:21
Æi Magnús minn.
Jónína Benediktsdóttir, 29.12.2008 kl. 19:37
Æ...æ...æ... Jónína (fyrirgefðu innilega að ég skuli spyrja spurninga um réttmæti þinna lausna á heilbrigðisvandamálum Íslendinga).
Magnús Karl Magnússon, 30.12.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning