-Ég skal kveða um eina þig alla mína daga-

Sit hér þakklát og glöð með fallegustu jólagjöfina mína þetta árið - Ástarljóð Páls Ólafssonar.

 

Nú sumar, sól og blóm

síðan ég missti af þér

sinn þylja dauðadóm

daglega yfir mér.

 

Mér sumar mynd þín var,

mín sól var ástin þín,

af öllum blóma bar

brosið þitt, ástin mín.

 

Mín ástar trega tár

talið fær aldrei neinn.

Ég sker mín sviðasár

sjálfur og bind þau einn.

 

Aðeins á einum stað

unaðar falla tár.

Við hjarta þitt er það,

þar gróa öll mín sár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er fallegt.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.12.2008 kl. 01:41

2 Smámynd: Dunni

Páll samdi mörg góð ástarljóð og vísur.

Þessa samdi hann er hann kom á bæ einn í Hjaltastaðaþinghá.

Eitilhart er undir mér

eins og það væri flöskugler.

Stiltar kalla ég stúlkur hér,

að sting'onum ekki inn hjá sér.

Gleðileg jól Húsavíkur stúlka og skilaði kveðju til Hólmríðar og allra þeirra Húsvíkinga sem voru í Kennó 1969-1972

Kveðja

Dunni 

Dunni, 25.12.2008 kl. 02:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 03:19

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Já það er merkilegt að lesa þessa bók og fræðast um skáldið. Hann var ólíkur öðrum að þar sem ljóðin hans fóru seint á prent en gengu manna í milli.

Skila öllum kveðjum Dunni og hafðu þökk fyrir. Hólfríður systir mín er margra manna maki, reyndar eins og hinar systur mínar eru líka. Húsvíkingar vita að þeir sjálfir þurfa að vinna í kreppunni. Ekkert kemur að sjálfu sér jú nema veðrið.

Hólmdís mín skilaðu kveðju til þinna.

Gleðileg jól !

Jónína Benediktsdóttir, 25.12.2008 kl. 09:11

5 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hólmfríður átti þetta nú að vera. Það er snemma morgun :-) og ég gleraugnalaus eina ferðina enn....

Jónína Benediktsdóttir, 25.12.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Mikið er þetta yndislegt ljóð.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 12:42

7 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Já bókin öll er dásamleg Fjóla mín. Gleðileg jól elskan mín og þakka þér allt gamalt og gott. Þú verður alltaf besti 8 vikna kennarinn !

Jónína Benediktsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:09

8 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Takk þú ert hreint frábær kona.....

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 22:39

9 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Við tvær.

Jónína Benediktsdóttir, 25.12.2008 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband