Hugarró er lífsstíll. Örlög þín búa í barmi....

Ég var að hugleiða það áðan hvort það að gagnrýna stjórnvöld, bankamenn og aðra sem komið hafa þessari þjóð í þá nauð sem hún situr í, hefði eitthvað upp á sig annað en að safna að sér óvildarfólki.

Ég varð svo þreytt við þessa sjálfsrannsókn að ég neyddist í Nóakonfektið. Eftir nokkra mola ákvað ég að eitt væri á hreinu, það var ekki aftur snúið. Orð verða aldrei tekin til baka og hugsanir mínar eru mínar, þær eru sannar og mínar.

Ég leit á dagatalið mitt sem trygglynda vinkona mín Jóhanna Vilhjálmsdóttir gaf mér í fyrra og þar stendur:

23 Dec.

-Peace is simply an experience, but peace of mind is a way of life.-

Getur verið að þessi nýaldartrú poppulistanna, eða sú kenning, að leyndarmál velgengninnar eða hamfaranna sé hugaraflið og neikvæð hugsun hafi vilt þjóðinni sýn ? Að það sé bannað að sjá og hugsa neikvætt því þá fer allt illa. 

 Ég held ekki:

"The secret" hefur gert þorra fólks óttasleginn við að horfa gagnrýnið á það sem var að gerast fyrir framan nefið á þeim hvað þá að gagnrýna það eða mótmæla líkt og nú ert gert.

Stundum varð ég vör við það að fólk vorkenndi mér fyrir að lesa ársskýrslur bankanna, vorkenndi mér fyrir að vita um krosstengslin, líkt og ég væri haldin sjúkdómi. Mér tókst að losa mig undan því fólki að mestu en mikið rosalega varð ég oft hissa á þessu tali um að gagnrýni skemmi líf og auki á óhamingju. Ég er einmitt hamingjusömust þegar ég tjái mig um það sem ég sé og vitna. Ég hef oft fengið á árinu að heyra að ég ætti nú ekkert að vera að skipta mér af þessu, ekki blogga, ekki mæta í þætti, ekki segja það sem ég viss þó að var alltaf 100% satt og rétt.

Ég átti að öðlast hugarró með því að segja ekkert.

Svona hugsar margt fólk, en enginn í minni ætt, og setur sig í æðri stellingar líkt og það búi ekki í þessu samfélagi heldur útópíu þeirri sem máluð er af fræðimannasamfélaginu, miðaldarljóðagerðarlist eða biblíukenningum ýmiskonar. Mikið lifandi ósköp held ég að þessu fólki leiðist þegar það kemst að því að afskiptasemi, gagnrýni og áhyggjur mínar í gegnum árin hafa einmitt gert það að verkum að nú hef ég öðlast hugarró.

Hugarró er nefnilega lífstíll. Lífstíll sá er að sjá hlutina í raunsæju ljósi en ekki draumi, sem síðan breyttist í martröð.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, þakka mikinn stuðning úr ótrúlegum áttum. Ferðalagið var þess virði.

Ég er vel vakandi og lít á samfélag mitt út frá mínum spegli raunsæi og jafnaðarmennsku en ekki í vakúmi feluleikja eða draumóra hvað þá hugarafls einhvers sem ekki er orðið. Ég er sátt í lífinu.

Því:

-Örlög þín búa í barmi þín sjálfs- (Schiller)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er auðvitað út í bláinn að gera athugasemd við svona skrif, því þetta er eintal sálarinnar, spjall milli þín og sjálfrar þín. En það er ekkert ámælisvert að eiga sér óvildarmenn og án þín væri þjóðfélagið fátækara en það er - og í guðanna bænum farðu nú ekki að umturna sjálfri þér til þess eins að fækka þessum veslings óvildarmönnum......................!

Baldur Hermannsson, 24.12.2008 kl. 01:32

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Baldur þú ert sæt/sætur. Eintal sálarinnar er nauðsynlegt en hvort maður á að blogga um það er svo okkar val. Ekki satt ?

Gleðileg jól !

Jónína Benediktsdóttir, 24.12.2008 kl. 06:32

3 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Ég ósa þér gleðilegra jóla. Ég styð þig í því sem þú ert að gera og hvet þig til að halda áfram á þessari braut. Hef alltaf talað þínu máli þegar þú berð á góma þar sem ég er. Þinn einlægi aðdáandi.

Svanurinn

Svanur Heiðar Hauksson, 24.12.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gleðileg jól elsku Jónína mín.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.12.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband