Valdajafnvægið hefur glatast með hnattvæðingunni og EES samningnum. Þegiðu Halldór !

Stundum í heitapottinum neyðist maður til þess að hlusta á forheimskuna í öllu sínu veldi. Það er fólk sem les bara Fréttablaðið og DV, fólk sem þakkar sér velgengni síðustu ára en kennir að sama skapi Davíð Oddssyni um framsalið á kvótanum, um Íraksstríðið, um gölluð fjölmiðlalög, um gjaldþrot bankanna, um skuldir Baugs, um Icesave. Ef páfinn eignaðist tvíbura þá væri það Davíð Oddssyni um að kenna. (Ef hann Halldór í heitapottinum fengi eitthvað um það sagt.)

Í morgun var ég ekki í stuði að hlusta á þetta forheimska tal en um leið hvarflaði það að mér að valdajafnvægið hér hafi fyrst riðlast þegar forsetinn synjaði lögum um eignarhald á fjölmiðlum. Því eins og maður sér þá er heimskan hættulegasta aflið í heiminum. Nú er á tæru eftir upptökuna með Reyni Traustasyni að hún grasserar svo um munar í Baugsmiðlunum. 

Valdajafnvægi tengdist æðstu valdhöfum framkvæmdarvaldsins með samskiptum þeirra við heimastjórn og umheiminn  frá 1. febrúar 1904 og svo með fullvalda ríkis 1. desember 1918 sem og sambandsslitum við Danmörku 17. júní 1944 og fátt breyttist þangað til Ísland gekk í EES nema ef væri að græðgivæðingin heltók samfélagið án vitundar eða áhuga eða eftirlits valdhafa með blekkingum.Fjölmiðlablekkingum,bókhaldsblekkingum, lögfræðingaglæpastarfsemi, áróðri PR manna sérhagsmunahópa viðskiptalífsins.

Eins og Geir vildi meina í sjónvarpsviðtali í gær hjá Sölva þá þurfa stjórnvöld að setja spurningamerki við ummæli viðskiptajötna á eigið ágæti.

Þannig hefur valdajafnvægið glatast og þörf á nýrri stjórnarskrá, nýjum refsiramma og betra eftirliti.

Þá fengi maður vonandi frið í heitapottinum frá þessu bulli um Davíð Oddsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Kæra Jónína. Þú segist vera orðin þreytt á bulli annarra en hversu lengi eigum við að þurfa að hlusta á bullið í þér um Baugsveldið? Þín persónulega "Vendetta" hefur ratað aftur og aftur inn í fjölmiðlana svo undrum sætir. Þinn stanslausi áróður er orðinn yfirgengilegur. Þú hefur verið í viðtölum um allt annað en þá baugsfeðga en alltaf reynt að troða þínum áróðri í gegn, sama þó þú sért að tala um stólpípur. Ég segi bara "Farðu nú að þagna, í guðsbænum."

Davíð Löve., 23.12.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Dabbi af hverju ertu að lesa bloggið hennar Jónínu fyrst þú ert svona leiður á henni hmm..

Þorvaldur Guðmundsson, 23.12.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Sigríður S. MacEachern

Augljóst er þú ert "a mover and a shaker" Jónína, er ekki alltaf á sama máli og þú en met þína hreinskilni á blogginu þínu. Er sammála þér með að DO hefur fengið "ofskerf" af krítik - en hann má nú samt fara að hætta opinberum störfum. Held að hann sé komin uppí kok á landsmönnum, óverðskuldað eður ei.  Að mínu mati hefur Geir H. staðið sig nokkuð vel uppá síðkastið - eins og er sé ég ekki nokkurn mann eða konu sem gæti gert betur eins og ástandið er. Ég vill trúa því að Íslendingar komi vel útúr þessu,  breytt forgangsröð getur varla skaðað - það besta í lífinu kostar lítið. Bjartsýni kostar ekkert og hefur sömu áhrif og svartsýni.

Innilegar jæola og nýárskveðjur frá Prince Edward Eyju, Kanada.

Sigga MacEachern

Sigríður S. MacEachern, 23.12.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Þarna nálægt bjó ég og þetta svæði er paradís Sigríður. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála. En Davíð er ungur maður og erlendis finnst fólk gott að hafa gamla karla við völd...:-)

Jónína Benediktsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:35

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæl Jónína og þakka þér góðar greinar. 

Er þér algerlega sammála um þessar ofsóknir á hendur Davíð, þetta er orðið mjög þreytandi.  Ég hef nú samt trú á því að hann muni að lokum standa uppréttur, einn af fáum, þegar og ef almennileg rannsókn fer fram.   Davíð hefur mjög sterkt bakland, afar stóran hóp stuðningsmanna, sem ekki hefur haft hátt í fjölmiðlum, og bið menn um að vanmeta það ekki. 

En forsetinn gerði afdrífarík mistök á sínum tíma.  Hans verður ávallt minnst fyrir það, hann er ekki og verður aldrei sameiningartákn þjóðarinnar.  Þegar maður hugsar til fyrirrennara hans, þá finnst manni grátlegt að þessi skrípakarl skyldi veljast til Bessastaða. 

Sigurður Sigurðsson, 25.12.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband