Það er gott hjá Guðmundi Marteinssyni að bjóða alla mótmælendur velkomna í Skútuvoginn á skrifstofur Bónus að ræða við Jóhannes sjálfan um aðkomu þeirra að hruninu.
Nú er þá líka lag fyrir fjölmiðlafólk að komast að því hvað goðið sjálft hefur um málið að segja.
Sjálf versla ég í Bónus af því að þar er, þrátt fyrir okur, ódýrast. Menn haga sér bara eins og þeir fá leyfi til og ég hef ekki efni á því að versla dýrar vegna fákeppnisaðstæðna sem leyfðar hafa verið á þessu landi. En Samkeppniseftirlitið er nú eitthvað að sýna klærnar.
En gangi ykkur vel að spjalla við Jóhannes um ástandið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Köld eru kvennaráð". Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af því hvernig "fyrrverandi" beitir öllum ráðum til að hefna sín. Í mínu tilfelli er barni beitt fyrir sig með ómældum skaða fyrir barnið sjálft.
Í tilfelli Jónínu Ben virðist þetta vera að beita fyrirtæki / peningamaskínunni "sem ég ekki fékk" og þá skal eyðileggja það ef hægt er. Græðgin getur myndað hatur, öfund og afbrýðissemi sem er andstyggilegur kokkteill og kyndir hann ótúlega undir hefndargirni.
Keðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 23.12.2008 kl. 10:24
Kjötborg Group og Krónan eru mínar búðir. Bónus í hallæri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.12.2008 kl. 11:04
Elsku Sigurbjörn minn láttu nú ekki svona.
Jónína Benediktsdóttir, 23.12.2008 kl. 11:25
Ég er alveg klár á því Jónína að blaðamenn verða þar ekki til að segja annað en frétt af samkomunni, ef hún þá verður.
Blaðamenn á Íslandi eru gungur sem taka ekki mikið fyrir þögnina.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.12.2008 kl. 13:48
Ég er fyrir löngu hættur að fara í Bónus - verðmunur er sláandi lítill eða þá nokkur þ.e. á milli Bónus og Krónu - ég vel Krónu búðir
Jón Snæbjörnsson, 23.12.2008 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning