22.12.2008 | 22:48
Hvaða sjúkrahúsum á að loka heilbrigðisráðherra ? Hvaða leynimakk er þetta í ráðuneytinu þínu ?
Það er venjulegu fólki óskiljanlegt af hverju heilbrigðisráðuneytið fer með leynd í endurskipulagningu og samdrátt í heilbrigðiskerfinu. Treysta ráðamenn sér ekki til þess að svara fyrir niðurskurðinn ? Hvernig má það vera að á ýmsum sjúkrastofnunum er fólk að ganga inn í jólahátíðina með hnút í maganum um að leggja eigi niður vinnustað þess ? Þessi óvissa er ekki boðleg og ekkert heyrist frá ráðherra eða aðstoðarmanni hans Berlindi Ásgeirsdóttur.
Væri ekki lag að nýta sér samræðustjórnmálin sem Samfylkingin mærði sem mest í aðdraganda síðustu kosninga ? Þetta leynimakk Heilbrigðisráðuneytisins er með öllu óþolandi fyrir starfsfólk sem og almenning.
Vissulega mætti breyta einhverjum sjúkrahúsunum í detoxhótel og fá þannig inn gjaldeyri auk þess losa fólk undan sjúklega mikilli pilluvæðingu lækna hér á landi. En sú frumlega hugsun hvarflar ekki að nokkrum þarna á þinginu. Allt tal um nýsköpun eru orðin tóm eins og allt tal um að nú ætti fólk að mennta sig eða allt tal um gegnsæi í endurskipulagningu bankanna.
Guðlaugur Þór á að loka St. Jósefsspítala í Hafnarfirði á næstunni ?
Svaraðu því nú þegar þú ert kominn í jólafrí til 20. jan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.12.2008 kl. 09:29 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fréttaskúbb heyri ég á fjölmiðlafólki.
Jónína Benediktsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:18
Það þýðir ekkert fyrir þig að spyrja Guðlaug. Hann hlustar ekki á þig. Hann hlustar ekki einu sinni á rödd skynseminnar. Hann hlustar reyndar ekki á einn eða neinn. Hann er í þessum stóli vegna þess eins að Big Joe bannaði Sjálfstæðismönnum að kjósa Björn Bjarnason. Heimskir menn erum við Sjálfstæðismenn - en þó eru margir heimskari en við.
Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 23:41
Ég er glöð, í ljósi ummæla þinna, að vera ekki lengur sjálfstæðismanneskja. Það að vera heimskur er vont en í sumum tilfellum fæðist fólk þannig.
Jónína Benediktsdóttir, 23.12.2008 kl. 06:18
Menntamálaráðherra fagnaði því að svo margir ætli sér í nám en ekki fara á atvinnuleysisbætur í Kreppunni eftir að fólk hefur misst vinnuna. Á sama tíma geta háskólarnir ekki tekið við öllu þessu fólki sem er búið að sækja um nám í háskólunum vegna niðurskurðar eða fjárskorts. Hvað er menntamálaráðaherra að segja eða hugsa ?
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 23.12.2008 kl. 10:56
Haaaaa? Þú sem varst komin í prófkjör hjá íhaldinu fyrir nokkrum tunglum og ég þetta líka harðákveðinn að setja X við nafnið þitt! Er ekki nokkurn skapaðan hlut að marka þessa kvenþjóð, spyr ég nú bara????? Og farðu nú að skipta um peysu stelpa - hún er Vor en þú ert Sumar.
Baldur Hermannsson, 23.12.2008 kl. 13:07
Guðbjörg, endilega láttu vita ef þú kemst að því hvað hún er að hugsa, það velta margir því fyrir sér.
Baldur Hermannsson, 23.12.2008 kl. 13:08
Baldurí hvaða dulargerfi ert þú. Ég er flott í þessari peysu. 50 slotties og efnið gott.
Jónína Benediktsdóttir, 23.12.2008 kl. 13:40
Ég er í ansi skemmtilegu gervi. Myndin er tekinn í Selárdal, gegnum niðurnídda eyðibyggingu. Það blés og ég er með slá yfir mér. Þannig er ég í stíl við Clint Eastwood (For a few dollars more). Gísli í Selárdal var líka í stíl við Clintinn - eftir því sem Ómar sagði!
Baldur Hermannsson, 23.12.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning