22.12.2008 | 17:30
Að kjósa fólk en ekki flokka. Segðu álit þitt.
Ég auglýsi hér með eftir hugmyndum um hvernig fólk sér fyrir sér næstu þingkosningar ?
Breytinga er þörf.
Sérfræðiþekkingar er þörf á krísutímum.
Gegnsæi er krafa.
Siðareglur þurfa að vera ítarlegar.
Fólk vill sjá ný andlit í þinghúsinu og á ráðherrastólum.
netfangið mitt er: joninaben@hotmail.com Ég tek fegin á móti öllum tillögum um fólk líka.
framsokn.is þar má skrá sig í flokkinn og stuðla að breytingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þessi hugmynd góðra gjalda verð, en hún er ekki gallalaus.
Er ekki hætta á því að þekkt andlit hafi forskot á aðra, sem geta verið jafn hæfir, jafnvel hæfari?
Ég get ímyndað mér að erfiðara geti verið að mynda ríkisstjórn, ef við verðum með 63 einstaklinga sem eru allir kosnir á sínum eigin forsendum. Nema að þingmönnum verði fækkað, en varla yrðu þeir færri en 30.
Einhvern tímann las ég að upphaflega hafi lýðræðið ekki gert ráð fyrir flokkamyndun, frekar einstaklingskosningum, en flokkakerfi hafi víðast hvar orðið ofan á í þróuninni.
Theódór Norðkvist, 22.12.2008 kl. 17:43
Góð pæling
Jónína Benediktsdóttir, 22.12.2008 kl. 17:50
Á krísutímum þarf númer 1. sérstakar manngerðir með reynslu.
Einstaklingskosningar verði teknar upp strax.
Og kosinn ferði Forseti með fullt framkvæmdavald: sem réði sína til sín framkvæmdastjóra að eigin vali úr öllum stéttum þjóðfélgsins.
Júlíus Björnsson, 22.12.2008 kl. 17:56
Já Jónína breytinga er þörf en því miður veit ég veit ekki hvaða form er best. Hreinsa þarf í flestum ef ekki öllum flokkum. Ef ég ætti að velja einræðisherra yfir Íslandi þá veldi ég Davíð Oddson því það er alltaf að koma meir og meir í ljós að það sem hann barðist fyrir og gegn reynist rétt.
Flokkar mynda samstöðu um stefnu en getur líka neytt menn til að vinna gegn sínum hug. Saman ber framsóknarstulkuna sem þurfti að samþykkja lækknu námslána með tárin í augunum. Þar held ég að framsókn hafi mist ´dyrmætan frambjóðanda með hreint hjarta.
Ef politikin er lögð til hliðar og menn kosnir er hætt við að stjórnarsamstarfið verði flókið. Hvað þig varðar þá held ég að þú sért of blinduð af Baugshatri til að geta samþykkt lög gegn þeim.
Offari, 22.12.2008 kl. 18:14
Eina sem truflaði Davíð "Offari", var að menn honum ekki þóknanlegir, "götustrákar", voru að gera sig breiða. Hann er ekki hrifinn af því að aðrir en útvaldir´séu fremstir og fyrirferðamestir með gírugar krumlurnar í kjötkötlunum, slíkt á ekki að vera allra.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.12.2008 kl. 18:21
Já Georg þessvegna getur Davíð bara verið einræðisherra. Ég efast um að hann geti unnið með öðrum.
Offari, 22.12.2008 kl. 18:25
Er fylgjandi því að kjósa fólk en ekki flokka, þeir eru gróðrastía spillingar og vinagreiða. Syrgði það ekki þó þeir yrðu allir lagðir niður, held að framkvæmdin sé nú bara tæknileg úrvinnsla á tækniöld og fyrst og fremst spurning um vilja. Tryggja þarf einhvernveginn að auðmenn séu ekki að leggjast í fleti með fulltrúum fólksins, ávísun á rotnun.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.12.2008 kl. 18:25
Það væri líka hægt að spara all verulega með því að fækka þingmönnum niðrí 6,3.
Offari, 22.12.2008 kl. 18:34
er það ekki fjarlægur draumur að geta kosið menn en ekki flokka ? er ekki tækifæri núna að fækka þingmönnum allavegana niður í 43 má ekki vera meira - það fer allt of mikill tími í annað en þingmenskuna - sjáðu td þennan ágætis mann í röðum sjálfstæðismanna - allt í einu sá hann fram á að hann þyrfti að leggja sig "allann" fram í það sem hann var kosinn til og sagði sig frá stjórnarformannaembættum í amktveim fyrirtækjum sem honum tengjast - hvað var þessi ágæti maður að gera alla hina mánuðina á undan ?
ég held að góðir hlutir gerist hægt - og þá þarf að rækta og hlúa að
Jón Snæbjörnsson, 22.12.2008 kl. 18:55
Ég er sammála því að nú er tækifæri til breytinga.
Enn þetta lið grúbbar sig alltaf saman og á meðan við erum sjálf hálfdofin alla daga og ekki er einn einasti blaðamaður til í landinu með bein í nefinu þá verður þetta nú bara svona áfram.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2008 kl. 19:28
6,3 þingmenn er góð tala
Georg P Sveinbjörnsson, 22.12.2008 kl. 19:33
pant vera þessi ,3 :-)
Jónína Benediktsdóttir, 22.12.2008 kl. 19:35
Högni við óánægð getum grúppað okkur saman í Framsókn, þar er engin grúppa lengur, nánast ekkert fólk.Aðeins 5 % þjóðarinnar. Nú er lag og stefnan er flott og hentar gríðarlega sem grasrótarstefna í erfiðu árferði. En það þarf marga til þess að breyta og koma breytingum í gegn. Það er fólk sem er tilbúið í þann slag.
Jónína Benediktsdóttir, 22.12.2008 kl. 19:37
Þú mátt gjarnan verða heill þingmaður Jónína, ég hafði þig lengi fyrir rangri sök en be rmikla virðingu fyrir þér í dag.
Gleðilega hátíð.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.12.2008 kl. 19:38
Við þurfum að losna við prófkjör þannig að þeir sem hafa peninga og góð tengsl skari þar framúr og eru svo skuldbundnir þeim er leggja í prófkjörsjóðinn.
Ég held til að byrja með eigi Kjördæmaþing af tvöfaldri fulltrúafjölda að kjósa þá sem eiga að vera á listanum og raða þeim í sæti sem kjósandi getur svo fært til eða strikað út eftir sinni vild og það þurfi ekki nema 15% eða svo til að færa til á listanum.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 22.12.2008 kl. 20:17
Jónína: Það þurfa nú nokkrir hausar að fjúka í Framsókn áður en nokkur fer að kjósa þann flokk aftur!
Virkilega falleg mynd af þér þarna uppi í vinstra horninu! Allt annað að sjá þig eftir að þú sparkaðir Baugsgrísnum!
Himmalingur, 22.12.2008 kl. 21:55
Æi, það er til pæling sem þarf að kynna fyrir sem flestum sem fyrst! Skal senda þér efni um hana ef þú hefur áhuga, en það er einróma álit þeirra sem hafa heyrt hana (þeirra á meðal ég) að hún sé stórkostleg bæting á gölluðu kerfi. Svona lýðræði 2.0
svosem mjög einfalt að útskýra það, getur sent mér póst á emordnilapalindrome@gmail.com ef þú vilt að ég sendi þér eitthvað um þetta.
eða... þeas ef þú notar ennþá e-mail ;)
Guðjón Heiðar Valgarðsson, 22.12.2008 kl. 22:23
Hvernig væri að koma á þjóðstjórn, við getum farið eftir Svisslendingum. Láta þjóðina taka ákvörðun ( kjósa ) um stóru málefnin eins og ESB, gjaldmynnt og aðrar stórar ákvarðanir, álver o.fl. Það er búin að eiga sér svo mikil spilling hérna að ég segi fyrir mig að mig langar ekki að taka þátt í alþingiskosningum meira, að kjósa flokka. Jónína, ég var flokksbundin í Framsókn og skráði mig úr flokknum þegar Guðni sagði af sér. Mér finnst Framsóknarflokkurinn hafa misst sig algjörlega.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 22:52
Ég te undir þetta hjá Jóni Ólafi og væri til í að sjá hvað Guðjón Heiðar er að fara, því að það er rétt að núna er tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2008 kl. 23:04
Ég tók eftir að þú talar um að það væri hægt að grúppa sig saman í Framsóknarflokknum, svo fátt fólk eftir. Ég held að þetta sé ekki alveg svona auðvelt eins og þú segir það. Það er klíka innan Framsóknar og jú, fólk skiptist í grúppur þar. Segðu mér, hvaða fólk er það sem er tilbúið í slaginn innan Framsóknarflokksins ??? Og ef þú ert nógu góður vinur einhvers þar sem hefur völd innan flokksins þá er smá möguleiki fyrir þig að koma þér áfram, þannig upplifði ég þetta og mér finnst það miður. Klíka heitir það víst. Segðu mér hvað þú ert að pæla ?
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:05
Guðjón Heiðar getur þú ekki póstað þessu hér fyrir okkur öll ?
Ég er ekki að koma fram með þessa tillögu út af mér sjálfri. Ég starfa mest erlendis og vil halda því áfram. En ég var orðin þreytt á mótmælum og hagfræðiáliti sem skilaði engu. Það fólk sem vill breytingar eru fleiri en hinir og það dugar ekkert að góla á torgum ef ekkert er valdið. Það var mín pæling. Ég veit um spillinguna í flokknum en það er fólk sem er í flokknum sem vill jafna hana við jörðu núna og ég trúi því að það verði gert á flokksþinginu.
Jónína Benediktsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:17
Ætlar Guðjón ekki að pósta þessu hér. Ég er forvitinn.
Offari, 23.12.2008 kl. 18:07
Tek undir það, Guðjón! ef þú vilt ekki stja það hér þá erum við öll með Email adressurnar okkar á síðunum okkar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.12.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning