Auðmenn úr íbúðum sínum um jólin Illugi Jökulsson ? Af hverju ?

Og hvað með það ? Þeir eiga þessar íbúðir, enginn hefur þurft að veðsetja þær til þess að fá lán upp á 1000 milljarða.

Varla getum við skulduga horaða þjóðin bannað þeim að nota íbúðirnar sínar, þoturnar, og sportbílana því það hefur ekki verið leitað í þessar persónulegur eigur þessara bankaeigenda. Þeir njóta friðhelgi íslenskra ráðamanna og FME.

Það eru asnar eins og við sem skrifum upp á persónulegar ábyrgðir þegar við fáum lán. Ekki þeir, það bað þá enginn um það og þeir búa bara til ný fyrirtæki utan um skuldirnar og setja þau í gjaldþrot. Við borgum skuldirnar og auðvitað eigum við ekki að nefna nöfn þeirra heldur þegja.

Allt í nafni góðmennsku og hjartahlýju.

Illugi Jökulsson er á blogginu sínu einfaldlega að reyna að fela þá staðreynd að hann er og hefur verið hluti af lífi þessara lúxusíbúðaeigenda í árafjöld þannig að síðasta bloggið hans er svona smá prump  upp í vindinn og hefur ekkert vægi. Ég var búin að biðja Illuga að koma sér frá þessu liði fyrir löngu.

Eitt er á hreinu ekki langar okkur hér að eyða jólunum með Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu á Manhatta, hvað þá Sigurði Einarssyni í London ! Við erum sátt á Íslandi um þessi jól.

 

En vonandi er fólk hætt að veðsetja eigur sínar fyrir lánum !

Takið útrásarleiðina, ekki veðsetja neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tsja - skv. myndum (http://www.amx.is/myndasofn/634/#15) mætti ætla að afdrep Jóns Ásgeirs og spússu á efstu hæðunum þremur sé bjart og snoturt en ætli "penthouse-ið" sé ekki bara svart og hvítt eins og aðrir skrautmunir þeirra hjóna.

Fyrir þá sem fara með matarpeninginn sinn í pyngju Baugs-ara hlýtur að vera "gott" að vita hve "vel" hann er notaður !

En dýrt er drottins orðið skv. New York Times þann 29. apríl 2007:

„A businessman from Iceland who built an international retailing empire has just acquired one of the most expensive apartments ever sold in Manhattan below 42nd Street, a Gramercy Park triplex costing more than $24 million, brokers say.“

Viðskrifarinn (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bull er þetta Jónína, hver vill ekki heldur verja jólunum á snekkjunni hans Jóns Ásgeirs heldur en hér í umhleypingunum og bölsýninni? Þetta er ágætis hugmynd hjá Illuga og sjálfur mun hann vafalaust sýna fagurt fordæmi með því að hleypa 400 útigangsmönnum inn í lúxusíbúðina sína, ekki efa ég það.

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 15:43

3 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Baldur ég lofa þér því mig langar ekki að eyða jólunum með þeim.

Jónína Benediktsdóttir, 22.12.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Mig langar að benda þér á frumvarpsdrög frá Birni Bjarnasyni um greiðsluaðlögun, þú hefur ekki talað illa um hann. Það sem stingur í augu er að drögin standast ekki jafnræðisreglu stjórnarskrár að því leiti að þeir sem hafa stundað atvinnurekstur sl. 3 ár eiga ekki samk. drögunum ekki rétt á greiðsluaðlögun. Kunnara er en frá þurfi að segja skiptir Stjórnarskrá Íslands engu máli, síðasta dæmi útspil ÓRG um lækkun launa sinna.

Við skulum hugsa okkur 9. bekk í grunnskóla, 20 krakkar. Fimm þeirra völdu sér ekki foreldra sem urðu gjaldþrota í smárekstri. Önnur fimm eiga líka gjaldþrota foreldra sem voru svo "heppin" að hafa ekki orðið gjaldþrota af smárekstri.

Ég er að hugsa um að stofna líknarfélag sem tekur að sér að lóga fjárhagslega vonlausu fólki.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.12.2008 kl. 16:45

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ah.ha. Lausnin er komin! Jóhanna Sigurðardóttir er komin með tillögu sem verið er að segja frá í fimmfréttum. Fólk getur fengið greitt fyrir að selja úr sér líffæri. Þannig yrðu til sölu fimm nýru úr ofannefndum 9. bekk. Og svo er fjármögnun á nefndu líknarfélagi tryggð.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.12.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband