22.12.2008 | 10:00
Viðtalið við Tryggva Jónsson á Bylgjunni. Menn ljúga upp á sig bókhaldbrellum hjá KPMG.
Tryggvi neitar, nú á Bylgjunni í morgun, að endurskoðandinn sem kom í Kastljósinu hafi farið að tilmælum hans um að fegra bókhald Baugs.
Tryggvi heldur því fram að þessi starfsmaður hans þá, þessi sami endurskoðandi, hafi logið upp á sig bókhaldsbrellum.
Endurskoðandinn fann það upp hjá sjálfum sér að fegra bókhald Baugs !! Jón Gerald fann það upp hjá sjálfum sér að búa til kreditreikning til þess að fegra bókhald Baugs. Niels í Færeyjum fann það upp hjá sjálfum sér að búa til slíkan reikning. Trúir þessu einhver annar en Jakob Möller og Gestur Jónsson ?
Einmitt Tryggvi, þetta er jafn fallega sagt hjá þér og það að lögreglan hafi ekki þekkt muninn á debet og kredit reikningi, eins fallega sagt og allt annað sem þú hefur sagt um þá sem unnu fyrir þig en þú sveikst.
Sigfús í Heklu og vitnisburðurinn yfir honum á baugsmalid.is er gott dæmi um hvað langt er gengið.
En Tryggvi vissi sennilega ekki á þeim árum að hann ætti fjölskyldu eins og við hin sem málið bitnaði á.
Nú veit hann það eins og hann sagði í viðtalinu og er fjölskyldum allra sem lentu í þessari skelfilegu mulningsvél Baugsmanna og í fjölmiðla þeirra vorkunn.
Við eigum nefnilega öll fjölskyldur. Endurskoðandinn hugraki, sem talaði í Kastljósi, á nefnilega líka börn og nú heldur Tryggvi því blákalt fram að hann ljúgi.
Eru engin takmörk fyrir ómerkilegheitum fólks ?
Annað hvort ljúga menn eða eru þeir svo heimskir að þeir skilja ekki bókhaldbrellurnar Tryggva Jónssonar. Það er eins gott að hann er kominn úr Landsbankanum við hin erum öll svo vitlaus og ómerkileg, hann á betra skilið en að vinna hjá svona ömurlegu pakki eins og almenningi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þar sem ég vinn frábiðja margir hér að hlustað sé á fréttir bornar fram af Bylgjunni, þar ber hæst all það neikvæða sem borðið er fram þar sem og viðtöl við "blúndur" útrásarinnar - heyrði aðeins ofan og neðan af þessu viðtali við þennan Tryggva - er þetta ekki dýrlíngur af holdi gerður
Jón Snæbjörnsson, 22.12.2008 kl. 11:58
Ég held að hann trúi eigin orðum.
Jónína Benediktsdóttir, 22.12.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning