Hreiðar Már og Sigurjón Árnason að aðstoða skuldara !

Bara þessi vanvirðing við almenning segir okkur allt um starfsemi íslensku bankanna fyrir hrunið.

Þetta gæti alveg eins hljómað: blindur lestrarkennari í 6. bekk Ísaksskóla. Börnin alsæl að læra blindraletur (með fullri virðingu auðvitað fyrir því )

Já eða nýi landsliðsmaðurinn í handbolta er handalaus.Hann grípur boltann með tánum og r.....

Jafnvel, þotuflugmennirnir sáu ekki að þeir óku traktor. Það skipti heldur engu máli það sá það enginn annar heldu.

Er léttleiki tilverunnar ekki ótímabær ?

Hvar eru vinir þessara manna ? Geta þeir ekki heldur núna komið fyrir þá vitinu ?

En það sem brennur á þeim sem tóku á sig afskriftir bankamanna með fyrirskipun Hreiðars Más eru hinsvegar þetta. Hvert fóru allir bónusarnir, ofurlaunin, forkaupsrétturinn, risnan, kaupréttarsamningarnir ?

Eru þeir peningar líka búnir ?  Hvernig má það vera að hægt sé að eyða milljörðum  á 8 árum ?

Svo dýrt er það nú ekki að svíkja fólk og vanvirða það.

En mikið er þessi ráðgjöf úldin á að líta. Þeir tóku milljarða fyrir að veita (kallast að redda) lánin og nú taka þeir annað eins fyrir að reyna að bjarga fólki frá lánunum sem þeir tróðu upp í andlitið á almenningi með lygum og blekkingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siðblinda og spilling er ríkjandi hér á landi nú til dags! Því miður hefur þetta alltaf verið svona, við erum bara ekki farin að sætta okkur við þetta lengur!

Að þessir dúddar séu farnir að gefa ráð um hvernig skuldarar eigi að bera sig að gagnvart bönkunum er náttúrulega svo fyndið að maður gæti grenjað!

Burt með spillingarliðið!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Það kemur manni ekkert á óvart lengur Ragnheiður mín. Ekkert.

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 11:03

3 Smámynd: Heidi Strand

Ísland er bara Sikiley norðursins og hér þurfi ekki einu sinni að drepa neinn vegna þess að allt er gert með þegjandi samþykki.

Heidi Strand, 21.12.2008 kl. 11:20

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ofstæki er þetta. Mega mennirnir ekki lifa? Er ekki betra að þeir vinni fyrir sér heldur en að liggja uppi á félagsmálstofnun? Þetta eru klárir menn og Sigurjón er ekkert minna en eldklár. Ekki spurning að þeir geta ráðlagt fólki sem á í greiðsluerfiðleikum og þannig bæta þeir líka fyrir þau mistök sem þeir gerðu. Flottir gaurar.

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 11:26

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir með Baldri, þessir menn eiga sama rétt og aðrir til að afla sér lífsviðurværis. Fólk er almennt á því að þeir eigi ekki að sýsla með fjármuni bankanna, ég tek undir það, en það fellur undir mannréttindabrot að meina mönnum að leita sér atvinnu. Ef vinnan er á þeirra sérsviði þá er það enn betra.

Allt tal um siðblindu hvað þetta varðar er út í hött.

Ragnhildur Kolka, 21.12.2008 kl. 12:19

6 identicon

Ég er alls ekki að skilja hvernig sé hægt að verja svona menn? Og hvaða mannréttindabull er þetta? ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ BRJÓTA Á MÍNUM MANNRÉTTINDUM Í GRÍÐ OG ERG ÞÖKK SÉ ÞESSUM MÖNNUM! Og auðvitað er þetta siðblint lið! Vill minna ykkur á það að það voru þessir "flottu gaurar" (þar á meðal) sem settu Ísland á HAUSINN!!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 12:38

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnheiður þó! Núna gengur þú fram af mér og það er sko ekki heiglum hent að gera það. Það eru að koma Jól, Ragnheiður - hvar er Kristilega hugarfarið? Fyrigefningin? Hallóóóóóóó!!

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 12:45

8 identicon

Baldur, hvað eru margir sem eiga minna og hafa það hreint og beint skítt um þessi jól??? Þessir menn kannski?? Þurfa þeir að fara í biðraðir hjá rauðakrossinum??? Nei efast um það! Þessir menn eiga nóg á sig og sína...... Segðu þetta við fólkið sem tapaði aleigunni að það séu að koma jól og að mennirnir sem tóku sparnaðinn þeirra og gambleruðu með hann eigi nú að fá fyrirgefningu útaf því að það eru JÓL! Pffffff......

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 13:23

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnheiður, auðvitað er það rétt hjá þér að þessir flottu gaurar keyrðu okkur í kaf, en lífið verður að halda áfram og ef þeir geta eitthvað gert til þess að hjálpa þjóðinni, þá segi ég bara: verið velkomnir. Eins myndi ég gleðjast ef skálkurinn Jón Ásgeir myndi loksins snúa baki við takmarkalausri eigingirni og ófyrirleitni og gera sér grein fyrir því að það er til annar auður og dýrmætari en bara peningar.

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þér er greinilega heitt í hamsi Ragnheiður, og kannski voru mannréttindi brotin á þér. Það þarft þú að skilgreina betur því ekkert veit ég um það. En hér fór fjármálakerfi heillar þjóðar á hausinn og því má jafna við náttúruhamfarir. Eitt er víst að fjárhagslegt tjón sem þú og allir aðrir landsmenn hafa orðið fyrir flokkast ekki undir mannréttindabrot. Það segir ekkert í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar að þú eigir rétt umfram aðra í þeim efnum.

Þar stendur hinsvegar að "öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa". Ekkert hefur enn komið fram sem segir að þessir menn sem stjórnuðu bönkunum hafi brotið lög. Ef það kemur í ljós er sjálfsagt að sækja þá til saka. Þangað til hafa þeir sömu réttindi til að skapa sér vinnu og þú og ég.

Það má allt eins kalla Alþingi til ábyrgðar fyrir að hafa sofið á verðinum. Þar sitja 63 menn og konur sem eiga að hafa hag þjóðarinnar að leiðarljósi. Þeirra er að setja fram og yfirfara lagatexta þannig að tryggt sæe að hann skaði ekki okkur sem eigum að lúta honum.

Ragnhildur Kolka, 21.12.2008 kl. 13:52

11 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Fólk er ótrúlega fljótt að gleyma. Hvernig hafa þessir tveir talað um þá banka sem þeir hafa stjórnar í ára raðir ? Skiptir engu máli hvað fólk segir ?

Hreiðar Már lofaði að halda húsnæðislánavöxtum lágum.

Sigurjón sagði að allt væri í lagi með skuldastöðu bankanna ?

Þvílík meðvirkni sem einkennir margt fólk hér. Auðvitað eiga þessir menn rétt á því að lifa og þeir hafa örugglega gert það  vel og rækilega en það að þeir séu með sitt fólk inn í bönkunum til þess að aðstoða þá núna er sjúkt og ekkert annað.

Það er enginn alvondur en ástandið á Íslandi er þess eðlis að þessir menn eiga í það minnsta ekki að koma nálægt bönkunum um langa hríð.

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 15:14

12 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er sammála þér Jónína að þessir menn eiga ekki að koma að vinnu í bönkunum, eins og ég tók fram í fyrri færslu minni. En þeir eiga rétt á að nýta sína þekkingu sér til framdráttar. Það gerir þú þrátt fyrir þitt gjaldþrot. Ég sé ekki að stærðargráða gjaldþrots eigi að ráða því hver má vinna og hver ekki. 

Komist þú á þing, treysti ég því að þú nýtir þekkingu þína á fjármálalífinu landsmönnum til heilla.

Ragnhildur Kolka, 21.12.2008 kl. 16:24

13 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ég skildi nú, vangaveltur Jónínu þannig að henni þætti óeðlilegt að Hreiðar Már og Sigurjón Árnason, hefðu af því lifibrauð að hjálpa mönnum að komast hjá því að greiða af lánum sem þeir tóku hjá "gömlu bönkunum"  og eða að semja þessi lán niður.  Við vitum jú öll að "gömlu" bankaranir eru á ábyrgð þjóðarinnar og það skiptir okkur auðvitað miklu máli hversu mikið kemur uppí þær kröfur sem þeir eiga. Ég ætla ekki að fella neina dóma um hvorugan þessara manna og efast ekkert um hæfileika þeirra.  Ég tel hinsvegar að þeirra vegna og okkar allra hinna ættu þeir að nýta sína hæfileika við eitthvað annað en að rýra eignir "gömlu" bankanna,  hvort sem það er löglegt eða ekki.  

Magnús Guðjónsson, 21.12.2008 kl. 18:38

14 Smámynd: nicejerk

Hver í ósköpunum myndi leita til þessarra manna um heilræði? Nýbúnir að keyra sín "eigin" fyrirtæki dýpra en "6 feet under".

Fólk er blekkt endalaust. Þessir menn hafa verið í sjórnunarstörfum það lengi að þeir muna engan veginn lengur hvernig á að reikna vexti! Hvaða ráð hafa þeir í handraðanum önnur en að "veðja á hömluleysið".

Allir eiga rétt á því að vinna og starfa. En þegar kartöfluþjófurinn fær 30 daga fangelsi vegna andvirði kartöflukílós og "harmagenginu" er greitt fyrir ráðgjöf á sama tíma, þá er fokið í flest skjól fyrir skilning fólks á lýðræði og réttlæti.

Einkennileg skotta þar.

nicejerk, 21.12.2008 kl. 20:23

15 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Já þetta er allt rétt hjá ykkur !!

Við viljum engum illt í raun heldur verður að veita óreiðumönnum aðhald. Það gerum við ekki með því að mata púkann. Eða ?

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:26

16 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jónína, alltaf hef ég nú haft á þér vissar mætur því þú ert og verður "original", en það sé ég og heyri að ekki ertu glúrinn uppalandi. Við eigum einmitt að virkja kjarnorkuna sem býr í þessum drengjum. Það fór allt í handaskolum hjá þeim í þetta skipti en þeir hafa lært af reynslunni og spjara sig betur næst. Hreiðar kemur mér fyrir sjónir sem afar heiðvirður maður og Sigurjón er fluggáfaður. Nýtum þessa hæfileika.

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 22:35

17 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ertu að grínast Baldur ég er heppnari en þú. Þeir koma mér ekki fyrir sjónir, ég þekki þá !

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:39

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Úppps!

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 22:43

19 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Ertu orðlaus ?

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:12

20 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Hysjaðu uppum þig...Veit ekki hvort það er Yppsilon.

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:13

21 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe, Jónína, ég er að lesa Agincourt eftir Önnu Curry, sú hefur sko stílinn verð ég að segja. En fyrst þú þekkir þessa menn persónulega (þú átt við það, ekki satt?) en ekki ég, þá er ég varla maður til að ræða þá frekar hér. Nær væri að þú greindir okkur almúgafólkinu frá þeim kynnum - hvað varð annars um þessa bók sem þú sagðist ætla að gefa út? Ég sá þig tala um hana í sjónvarpinu og hef beðið æ síðan með öndina í litla hálsinum.....

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 23:19

22 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Baldur .. akadra dabara

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:43

23 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

bara.

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:43

24 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég bara spurði. Hélstu að ég væri með stæla? Þetta er allt í þinni hendi. Flott þessi gula peysa. Er þetta sami litur og á brasilíska landsliðinu?

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 23:46

25 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

já og gefstu upp...

Jónína Benediktsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:56

26 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

Sæl Jónina ég er á Akureyri, mér finns eins og sumir karlmenn hafi gullfiska minni,eins og seiga má um mennina sem ráða órásíu menn bankana.Eiga þeir ekki að taka út neina refsingu.

Sigurbjörg Níelsdóttir, 22.12.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband